Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						föstudagur 13. júní 200860 Helgarblað  DV
Sakamál Hass upp í reyk Kveikt verður í tvö hundruð þrjátíu og sex tonnum af hassi í afgan-istan á næstu dögum. umrætt hass fannst nið-urgrafið í Kandahar og var fundurinn sá stærsti í sögu landsins. Hætt er við að mörgum hass-neytendum þyki þarna illa farið með góða vöru. afganistan er stærsti ópíumframleiðandi í heimi og tekjur þar af stór hluti efnahags landsins.
umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson  kolbeinn@dv.is
Vildi geta 
dáið oftar
?Ég vildi óska að ég gæti 
dáið oftar,? voru síðustu orð 
Karls Eugene Chamberlain 
sem tekinn var af lífi í Texas í 
vikunni sem leið. Chamberlain 
var dæmdur til dauða fyrir að 
hafa nauðgað og myrt Feliciu 
Prechtl í Dallas 1991 og með 
aftöku hans er lokið níu mán-
aða hléi á aftökum í Texas.
?Við erum hér samankom-
in til að heiðra minningu Fel-
iciu Prechtl og fagna dauða 
mínum,? sagði hinn dauða-
dæmdi og þakkaði síðan syni 
fórnarlambs síns fyrir að vera 
viðstaddur aftökuna. Örfáum 
andartökum síðar var Chamb-
 erlain úrskurðaður látinn.
Tilbúna eiginkonan
Tatjana grét af  gleði þegar erfðaskráin var lesin, en hún var ekki lengi í paradís. 
Hún er í grjótinu og ástmaðurinn í felum og hafa þau bæði upplifað að allt er í heim-
inum hverfult.
Um tíu ára skeið eyddi lýtalæknir-
inn Franz Gsell frá Nürnberg stór-
um hluta frítíma síns til að fram-
kvæma aðgerðir á sinni útvöldu. 
Hin útvalda, Tatjana, var tuttugu 
og eins árs þegar hún hitti verðandi 
eiginmann sinn, sem þá var sex-
tíu og sex ára, og á tíu árum lagðist 
hún tuttugu sinnum undir hnífinn 
vegna fegrunaraðgerða. Nú er hún 
ákærð fyrir að hafa leigt tvo leigu-
morðingja til að koma eiginmanni 
sínum fyrir kattarnef.
Þegar Franz og Tatjana hittust 
var hún grá og tilkomulítil skrif-
stofumús og blásnauð í þokka-
bót. En þegar Franz hafði farið um 
hana höndum varð hún ómissandi 
í flestum veislum í Suður-Þýska-
landi. En þróun sambands þeirra 
og lyktir gætu allt eins verið fengin 
úr sápuóperu.
Lúxuslíf Tatjönu
Tatjana vandist miklu dekri 
samhliða því sem fegurð hennar 
jókst í réttu hlutfalli við skurðað-
gerðir ektamanns hennar. Aðgerð-
irnar sem Franz framkvæmdi á 
Tatjönu voru af öllum toga; brjósta-
aðgerðir, aðgerðir á baki, nefi, aug-
um og kviði og hefðu kostað hverja 
aðra konu háar fjárhæðir. En hún 
varð fegurri og fegurri og Franz 
fékk að njóta ávaxtanna í samfé-
lagi hinna ríku í Nürnberg. Tatj-
ana hafði ótakmarkaðan aðgang að 
verslunum og keypti tískufatnað, 
skartgripi og bíla eins og líf henn-
ar lægi við. Þýsk tískublöð kepptust 
við að birta myndir af henni og taka 
viðtöl þar sem hún tíundaði fegurð 
sína og auð. 
En Franz, sem var vel við aldur 
þegar þau kynntust, yngdist ekki 
með árunum. Gráu hárunum fjölg-
aði á hinum sjötíu og sex ára lækni 
og með þeim styrktist sá ásetning-
ur Tatjönu að finna sér annan föru-
naut. Og fyrir valinu varð Helmut 
Becker, Bíla-Becker, og hann var 
?aðeins? sextugur.
Gjaldþrot ástmannsins
Tatjana gat engan veginn séð 
fyrir það reiðarslag sem átti eftir að 
dynja á henni. Örfáum dögum eftir 
að hún yfirgaf Franz varð bílaum-
boð Beckers lýst gjaldþrota. Þrátt 
fyrir áfallið hélt Tatjana andliti. ?Við 
elskum hvort annað, og við hefjum 
nýtt líf á Marbella,? sagði hin rúm-
lega þrítuga fegurðardís. En lánar-
drottnar Beckers sátu um fé hans og 
áður en langt um leið þurftu turtil-
dúfurnar að láta sér nægja tveggja 
herbergja íbúð og gamla Opel-bif-
reið. Enn gátu þau þó greitt reikn-
ingana því Tatjana tók í tíma og 
ótíma kreditkort eiginmannsins til 
handargagns.
Um jólin voru tveir kostir í stöð-
unni að mati Franz Gsell. Sá fyrri 
var að konan sneri til síns heima 
í Nürnberg, sá síðari var að hún 
héldi sínum rauðu nöglum sem 
lengst frá bankareikningi hans.
Í janúar varð Franz fyrir árás á 
heimili sínu. Hann var limlestur 
með öxi og höfðu ódæðismenn-
irnir innbú hússins á brott með sér. 
Þetta átti að líkjast innbroti. Franz 
Gsell lá í dái um tíma, en andaðist 
26. mars. Fráfall hans var ekkjunni 
mikill harmdauði og hún grét svo 
maskarinn rann niður kinnarnar 
? þegar erfðaskráin var opinberuð. 
Hún myndi erfa um tólf milljarða. 
?Vandamál mín heyra sögunni til,? 
sagði hún við þýska fjölmiðla.
paradísarmissir
Vandamál Tatjönu voru ekki 
úr sögunni. Lögreglunni tókst að 
hafa upp á innbrotsþjófunum sem 
játuðu á sig morðið á Franz Gsell 
og upplýstu að þeir hefðu ver-
ið ráðnir af Bíla-Becker. Fyrr en 
varði beindust augu lögreglunnar 
að Tatjönu, og endaði hin fyrrum 
glaða ekkja brátt á bak við lás og 
slá. Bíla-Becker er í felum á Marb-
 ella og enn sem komið er hefur 
þýsku lögreglunni ekki tekist að 
fá hann framseldan, en hætt er 
við að fegurð Tatjönu fölni í grjót-
inu, og hver veit nema henni hefði 
farnast betur sem grárri, tilkomu-
lítilli skrifstofumús.
Fráfall hans var ekkj-
unni mikill harm-
dauði og hún grét 
svo maskarinn rann 
niður kinnarnar ?
þegar erfðaskráin 
var opinberuð.
Tatjana Gsell með 
Christian marek (t.v) og 
ferfried von Hohenzollern 
prinsi þegar allt lék í lyndi. 
Brúðgumi í Lille í Frakklandi krafðist ógildingar hjónabands síns:
Brúðurin ekki jómfrú
Dómstóll í Lille í Frakklandi  hefur ógilt 
hjónaband vegna þess að í ljós kom að brúður-
in var ekki hrein mey á brúðkaupsnóttina. Úr-
skurðurinn hefur vakið hörð viðbrögð og telja 
margir að hann sé vatn á millu öfgafullra músl-
 íma, enda var um að ræða múslímskan karl og 
konu. Eftir annars hátíðlega athöfn í samfé-
lagi múslíma þar í borg neyddist sneyptur faðir 
brúðarinnar til að hverfa til síns heima.
Brúðguminn varð æfur þegar sannleikurinn 
rann upp fyrir honum og krafðist þess að hjóna-
bandið yrði ógilt og rétturinn var sammála hon-
um. Dómarinn taldi víst að brúðgumanum hefði 
ekki verið sagður allur sannleikurinn um vænt-
anlega ektakvinnu hans í aðdraganda giftingar-
innar og þar af leiðandi ekki verið fullnægt þeim 
skilyrðum sem ráðahagurinn átti að byggjast á.
Stjórnmálamenn á hvort tveggja vinstri og 
hægri væng eru skeknir og dómnum hefur verið 
lýst sem skrefi aftur á bak. Dómarinn lætur sig 
slík ummæli litlu varða. Að mati hans er hjóna-
band nokkurs konar samningur og sem slíkt er 
ekkert því til fyrirstöðu að ógilda það, ef ?varan? 
stenst ekki þær kröfur sem óskað er.
Fyrir giftingu var konunni lýst sem ?ógiftri 
og æruverðugri?. Dómarinn taldi yfir allan vafa 
hafið að tilvist meyjarhafts hafi verið afgerandi í 
ákvörðun brúðgumans um hjónaband.
Aðstoðarformaður ráðs múslíma í Nord-
Pas-de-Calais, Abdelkader Assouedj, sagði að 
íslam gerði ekki kröfu um að brúðir væru hrein-
ar meyjar, en ?hjónaband getur ekki verið byggt 
á lygum?. Að hans mati hefur málið ekkert með 
trúarbrögð að gera.
Stúlknamorð 
skekja smábæ
Lögreglan í Oklahoma í 
Bandaríkjunum leitaði log-
andi ljósi að morðingja tveggja 
vinstúlkna. Vinstúlkurnar, 
Skyla Whitaker, ellefu ára, og 
Taylor Paschal-Placker, þrettán 
ára, höfðu verið á leið heim til 
Taylor þegar óþekktur ódæð-
ismaður skaut þær mörgum 
skotum. 
Ekkert benti til að þær 
hefðu sætt kynferðislegu of-
beldi og telur lögreglan að 
morðinginn hafi haft sérstaka 
ástæðu til að myrða nákvæm-
lega þessar tvær stúlkur. Lög-
reglan hefur vísbendingar og 
telur tímaspursmál hvenær 
morðinginn finnst og nýtur 
samvinnu Alríkislögreglunnar 
við rannsókn málsins.
Slapp með 
skrekkinn
Hjarta fransks karlmanns 
hafði ekki slegið í einn og 
hálfan klukkutíma þrátt fyrir 
ítrekaðar tilraunir lækna til að 
koma því af stað. Karlmaður-
inn, fjörutíu og fimm ára, hafði 
fengið hjartaáfall og þar sem 
hann var annars í þokkalegu 
ástandi var ákveðið að fjar-
lægja líffæri hans svo þau yrðu 
öðru fólki til bjargar.
Þegar læknarnir voru í óða 
önn að undirbúa sig fyrir brott-
nám líffæranna tók maður-
inn skyndilega andköf og eðli 
málsins samkvæmt var fallið 
frá fyrri ráðagerðum. Maður-
inn er nú í fullu fjöri.
dV-mynd getty
kona með blæju ekki sú 
sem um ræðir í greininni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88