Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 64
Alþjóðleg þróunarráðstefna Apple-fyrirtækisins var haldin í vikunni í San Francisco í Banda- ríkjunum. Mikil spenna var með- al þátttakenda á undan kynningu Steves Jobs, forstjóra Apple, en ráðstefnan er jafnan notuð sem vettvangur til að kynna nýjar vör- ur eða þjónustu sem fyrirtækið er að setja á markað. Í þetta sinn skyggði hinn nýi iPhone 3G á allt annað enda hefur ein tegund símtækja sjaldan eða aldrei vald- ið jafnmiklu tilfinningauppnámi meðal almennings. Má geta í því sambandi að hópur Íslendinga hefur þegar stofnað undirskrifta- vefsíðu til að þrýsta á fyrirtækið að selja símann hérlendis en eins og kom fram í kynningu Jobs er Ísland ekki á heimskorti Apple yfir þau lönd þar sem síminn fer í sölu í júlí næstkomandi. Ekki er þó öll von úti enn því aðeins tveimur dögum eftir kynninguna hafa fjögur ný lönd (Holland, Panama, Qatar og Venesúela) bæst við hin upphaflegu sjötíu og má því ætla að Apple haldi áfram að bæta við löndum ef viðunandi samningar nást. Exchange og GPS Og hvað er svona merkilegt við þennan síma? spyrja menn og klóra sér í hausnum. Jú, Apple hefur tekist að setja nýtt viðmið með útliti og viðmóti iPhone. Flóknar aðgerðir eru gerðar ótrú- lega einfaldar í framkvæmd með tilkomu snertiskjásins og fingra- hreyfinga sem menn tileinka sér á skammri stundu. Og með til- komu 3G-útgáfunnar má búast við að mikill hluti Blackberry-not- enda komi til með að skipta yfir í iPhone þar sem nú er kominn stuðningur við Exchange-póst- þjóna sem eru helsta undirstaða tölvusamskipta á fyrirtækjasviði í heiminum. Auk þess að bjóða, eins og nafnið gefur til kynna, upp á 3G - skartar hin nýja út- gáfa símans GPS-staðsetningar- tækni með hjálp Google Maps en einnig verður hægt að fá sérstak- an GPS-hugbúnað frá TomTom, eins stærsta framleiðanda stað- setningartækja í Evrópu. AppStore er enn ein nýjung- in í iPhone en það gerir kleift að sækja og kaupa forrit í símann. Alls kyns hugbúnaður verður til staðar eins og leikir, ýmis tól og spjallforrit. Þar að auki verða skjöl aðgengilegri, en nú verð- ur hægt að opna öll Office- og iWork-skjöl ásamt því að breyta þeim, afrita og bæta. Nú er einn- ig mögulegt að ná í myndir af netinu og vista til að geyma eða senda áfram úr símanum. MobileMe En það var ekki bara iPhone sem kynntur var á ráðstefnunni. MobileMe er ný þjónusta sem mun taka við af Mac-þjónustu Apple og er í raun „Exchange for the rest of us“ eins og Phil Schill- er, einn yfirmanna Apple, orðaði það á kynningunni. Þjónustan gengur út á að í hvert sinn sem þú færð póst, breytir/bætir við teng- ilið/viðburði í Address Book, iCal eða Outlook í einhverju af tækj- um þínum (getur verið Apple- tölva, iPhone eða PC-tölva) send- ir MobileMe upplýsingarnar í öll önnur tæki þín í gegnum svokall- að ský og uppfærir samstundis með þeim breytingum sem gerð- ar hafa verið. Kerfið virkar með öllum helstu forritunum (Mail, Address Book, iCal og Outlook) á iPhone, Mac OS X eða Windows en auk þess má gera breytingar að sama skapi gegnum vefsíðu MobileMe; www.me.com sem gegnir sama hlutverki og þessi forrit. Þjónust- an verður aðgengileg í byrjun júlí og verðmiðinn er 99 dollarar á ári eða tæpar átta þúsund krónur. Snjóhlébarðinn kemur 2009 Eins og hefur verið venja und- anfarin ár á þróunarráðstefnu Apple fá hugbúnaðarþróend- ur prufueintak af næsta stýrikerfi Apple: Snow Leopard, en það mun koma á markað um mitt næsta ár. Mikil leynd hvílir alla jafna yfir eig- inleikum nýrra stýrikerfa en fyrir- tækið hefur þegar gefið upp að í stað þess að koma með tugi eða hundruð nýjunga muni áherslan verða lögð á að gera kerfið léttara í notkun og minnka þannig þær auknu vélbúnaðar- og vinnslu- minniskröfur sem jafnan fylgja út- gáfu nýrra stýrikerfa. Apple segist einnig hafa þróað nýja fjölkjarna- vinnslu sem gerir kleift að vinna með fleiri örgjörva en áður auk þess að samnýta afl skjákortsins með annarri vinnslu kerfisins. Af öðrum nýjungum má nefna fullan stuðning við Exchange-þjóna og möguleika til að nýta áður óþekkt magn af vinnsluminni en þróun Apple á 64 bita tækni hefur gert það fræðilega mögulegt að nýta allt að 16 TeraBæti af minni sem er um 500 sinnum meira en þekkist í dag. Framtíðin virðist því björt hjá fyrirtækinu næstu misseri. palli@dv.is Apple-fyrirtækið undir stjórn Steves Jobs hefur hægt en örugglega nælt sér í æ stærri bita af tölvu- og tækjamarkaðinum. Nýjar vörur og þjónusta voru kynntar í vikunni á alþjóðlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins. Palm Centro loks á markað Eftir nokkra bið er hinn nýi sími/ lófatölva Palm-fyrirtækisins loks að koma á markað. Tækið ber nafnið Centro og skartar QWERTZY-lyklaborði, snertiskjá og 312MHz Intel XScale-örgjörva. Síminn keyrir nú Palm OS 5.4.9 stýrikerfi í stað Windows Mobile sem hlaut ekki blíðar móttökur notenda í fyrri útgáfum. Síminn kemur til með að kosta 99 dollara hjá stærstu símafyrirtækjunum vestanhafs sem er sama verð og á iPhone-síma Apple-fyrirtækisins. FösTUdagUr 13. júní 200864 Helgarblað DV Tækni Umsjón: PÁLL sVanssOn palli@dv.is KOMInn í vERSlAnIR Biðin er á enda. metal gear solid 4 er kominn í verslanir um heim allan og líka hér á íslandi. Þetta er síðasti og af mörgum talinn besti metal gear solid-leikurinn. sem fyrr er maður í hlutverki hins grjótharða snake en að þessu sinni berst hann gegn stórfyrirtækjum sem heyja stríðin. Þriðja heimsstyrjöldin blasir við og snake er sá eini sem getur stöðvað ósköpin. Leikurinn býður upp á ótrúlega fjölbreytta spilun. allt frá því að vaða uppi með vélbyssuna yfir í að læðast á milli lappanna á óvininum. nintendo enn á toPPnum nintendo heldur áfram að selja mest á leikjatölvumarkaðnum. Samkvæmt vgchartz.com selst nintendo DS best, síðan Wii, PSP, PS3 og loks Xbox 360. Á síðunni segir einnig að Wii eigi fjóra af fimm söluhæstu leikjum heims um þessar mundir en í fjórða sæti er GTA4 á Xbox 360. Það má þó búast við því að PS3 sæki inn á þennan lista nú þegar MSG4 er kominn út. APPLE MEÐ NÝJUNGAR Þrívíddar- skjár í ten- ingsformi Japanir eru að þróa nokkurs konar skjátening sem gefur þann möguleika að geta skoðað ýmsa hluti í raunverulegri þrívídd. Teningurinn er aðeins 10 sentímetrar að stærð og gæði upplausnar ekki mikil. Stefnt er á að innan þriggja ára verði hægt að setja teninginn á markað í viðunandi stærð og upplausn. Gert er ráð fyrir að í tækinu verði innbyggt þráðlaust kerfi sem geri kleift að senda í það myndgögn og aðrar upplýsingar. Helsti markhópur þrívíddarteningsins er vísindamenn, hönnuðir og tölvuleikjaþróendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.