Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 66
föstudagur 13. júní 200866 Helgarblað DV umsjón: kolbrún pálína helgadóttir kobrun@dv.is Grillað Gómsæti nú er grilltímabilið komið vel af stað og nýir réttir fæðast á hverju heimili. Þegar þú býður matar- gestum heim er gaman að fara alla leið í grillmennskunni og grilla dýrindis eftirrétt að matnum loknum. dV setti saman nokkrar hugmyndir að grilluðu gómsæti. grillaður camembert n settu camembert-ost í álpappír og grillaðu hann á vægum hita þar til hann er orðinn mjúkur. berðu hann fram með rifsberjahlaupi, góðu kexi eða snittubrauði. grilluð bomba n skerðu niður nokkrar tegundir af ferskum ávöxtum eins og banana, epli, jarðarber, bláber og mangó og settu á álbakka. blandaðu smartísi, súkkulaðibitum, kókosbollum og öðru góðgæti saman við ávextina og skelltu bakkanum á grillið í dágóða stund. tilvalið er bera réttinn fram með vanilluís eða rjóma. grillaðir bananar n Þessi gamli góði réttur bregst ekki. skerið rákir í bananann eða afhýðið hluta bananans og stingið uppáhaldssúkkulaðinu ykkar ofan í. grillið þar til súkkulaðið er bráðnað og bananinn orðinn vel brúnn að utan. berið fram með ís eða rjóma. grillaðir sykurpúðar n raðið sykurpúðum á grillpinna og grillið í örlitla stund. tilvalið fyrir börnin. grillaður ananas n fyrir þá sem vilja halda sig í hollustunni er mjög ferskt og gott að skella ferskum ananassneiðum á grillið í örlitla stund og gæða sér á eftir matinn. fyrir þá sem vilja gera meira úr réttinum má laga heimatilbúna karamellusósu og bera fram með ávextinum ásamt ferskum ís. & ínMatur Bakaður rabarbari BAKAÐUR RABARBARI n 500 g rabarbari n 1 dl sykur hitið ofninn í 200°c. skerið rabarbara í langa bita og raðið í ofnfast form. stráið sykri ofan á og breiðið álpappír yfir. bakið í 35-45 mín. og látið kólna eða geymið til næsta dags. Grænmetiskássa frá Moldóvu „Þetta er uppskrift að givech, sem er eins konar grænmetiskássa, sem móðir mín gaf mér,“ segir Angelina Belistov, matgæðingur helgarblaðs DV þessa vikuna. „Þetta er oft gert heima hjá mér og er hefðbundinn mold- óvskur réttur,“ bætir hún við en Angelina er frá Moldóvu. GIvech n 5-6 rauðar paprikur, millistærð n 4-5 eggaldin n 2 laukar n 1 dós af söxuðum tómötum n dill og steinselja n hvítlaukur að eigin smekk n salt og pipar n grænmetið er skorið í hæfilega stóra bita, u.þ.b. 2-3 cm. n hver tegund er steikt sér á pönnu í svolítilli olífuolíu í 5-10 mín. n raðið hluta af eggaldinum í botninn á meðalstórum potti, stráið salti og pipar yfir. n setjið síðan papriku og lauk ofan á og stráið salti og pipar yfir. n endurtakið þetta í lögum þar til allt hráefnið er búið. n söxuðum tómötum og smá hvítlauk stráð yfir. n látið malla við lágan hita í u.þ.b. 30-40 mín. n dill og steinselju stráð yfir. n borið fram heitt eða kalt, með eða án brauðs. n réttinn má líka bera fram sem meðlæti með kjöti. „Ég skora á vinkonu mína, Laleet Abreo, að vera næsti matgæðingur.“M atg æð ing ur inn ÞjóðÞekktir grilla glæsilegt grillblað fylgir nýjasta hefti Vikunnar að þessu sinni. í blaðinu má finna margar skemmtilegar hug- myndir, allt frá grilluðum heilsuborg- ara til lambakjötsins góða. einnig gefa meistarakokkar og þjóðþekktir íslendingar góð ráð og grilla uppá- haldsréttina sína. Í BoÐI GestGjAfAns uppskrift: sigríður björk bragadóttir mynd: karl petersson Það er endalaust hægt að nota bakaðan rabarbara. Hann er lostæti volgur eða kaldur með rjóma eða ís. Það er gott að setja hann í falleg glös og setja góða jóg- úrt bragðbætta með vanillu ofan á og mylja síðan nokkrar makkarónukökur yfir, nammi-namm. Einnig má nota hann kaldan ofan á pavlovu, setja hann í triffli eða rjómatertu og margt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.