Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 27
á útflutningsmörkuðum mundi lama 
þýskar útflutningsgreinar. Fyrir vikið 
eru forsprakkar í þýsku atvinnulífi 
vinir evrunnar, segir Eichengreen.
Tveir af virtustu kranahag­
fræðingum Þjóðverja, Hans­
Werner Sinn og Otmar Issing, 
hafa lagt til að Grikkir hvíli 
sig á evrunni og taki aftur upp 
drökmuna. Martin Feldstein 
á Harvard og ýmsir aðrir eru 
sama sinnis. En er hugmyndin 
raunhæf?
lausn á vanda evru -
 ríkJ anna?
Í ágúst 2011 er ljóst að lánavandi 
Grikkja snýst um stærra mál en tíma -
bundna greiðsluerfiðleika; sú skoðun 
er útbreidd að gríski ríkis sjóðurinn 
eigi ekki fyrir skuldum. Neyðarúrræð­
in til bjargar Grikkjum sem leiðtogar 
evrusvæðisins hafa soðið saman undan­
farna mánuði eru til merkis um að 
leiðtogarnir vanmeti ástandið og 
þetta klúðurtákn hefur kallað fram 
tauga skjálfta á mörkuðum. Nú er svo 
komið að leikendur á lánamörkuðum 
gera því skóna að Ítalir, Spánverjar 
og Portúgalar séu í sömu stöðu og 
Grikkir; á hausnum. Í reynd standa 
Portúgalir tæpt, en vandi Spánverja 
og Ítala er tímabundinn greiðsluvandi 
(segja virtir kranahagfræðingar). 
Trú flytur fjöll. Ef fjármálamarkaðir 
í hræðsluuppþoti trúa því að allar 
Miðj arðarhafsþjóðirnar eigi ekki 
fyrir skuldum er fjandinn laus: til að 
róa markaðinn dugar ekki lengur að 
tryggja afborganir af lánum þessara 
þjóða. Það bætir ekki úr skák að þýskir 
bankar eru mjög skuldsettir, meira en 
margir ætla, og óðagot og verðbréfa­
hrun sem á rætur í Grikk landi og berst 
til annarra jaðarríkja gæti einnig lagt 
þýska stórbanka að velli, svo ekki sé 
talað um franska og aðra evrópska 
banka. Og þá yrði nú bomsara boms.
Hvað er til ráða? Ég íhuga ekki 
þann möguleika að Grikkir leggi niður 
evruna sem gjaldmiðil, eða þá lausn 
að þeir fái boð um að leysa sín mál 
sjálfir. Það er ólíklegt að þess ar leiðir 
verði farnar. Undanfarið hafa margir 
álitsgjafar hamrað á því að útgáfa 
evrubréfa sé lausnin: skuldugar þjóðir 
gefi út evrubréf sem evru svæðið allt 
gengur í ábyrgð fyrir. Þjóðverjar sjá 
hvar hundurinn liggur grafinn, en 
álitsgjafarnir segja þeim að hlýða, það 
sé þeim sjálfum fyrir bestu. Í þessu 
sam hengi má nefna, að Þjóðverjar voru 
tregir til að gefa eftir markið og taka 
upp evruna (og það var gert án þess að 
leita álits hjá þjóðinni). Úrslitum réð sú 
hugmynd að Þjóðverjar fengju endan-
lega synda kvittun fyrir nasismann ef 
þeir fórn uðu markinu fyrir sameiginleg­
an evrópskan gjaldmiðil. 
Ég er sammála Daniel Gross sem 
segir í nýlegri ritgerð að hugmynd in um 
evrubréf (eurobonds) falli á öll um próf-
um: í hagfræði, lögum og stjórnmálum 
(Vox 26. ágúst 2011). Gross telur 
frá leitt að ábyrgðarlausar ríkis stjórnir 
við Miðjarðarhaf fái heimild til að 
slá lán með því að gefa út evrubréf 
sem þýskir (og aðrir) skattgreiðendur 
beri ábyrgð á og þurfi að endur­
greiða ef illa fer. Þarna er á ferð inni 
skattlagning án umboðs, sem fer á 
svig við eina af grundvallarreglum 
lýðræðisins. Stjórnarskrárdómstóll 
Þýskalands mundi sennilega ógilda 
slíka skuldbindingu. Jafnvel þótt 17 
þjóðir evrusvæðisins kæmu sér upp 
sameiginlegri efnhagsstjórn væri 
óráð legt að hefja útgáfu evrubréfa 
við núverandi aðstæður, þegar skuldir 
jaðarríkjanna eru svimandi háar. 
Það væri slæmt fordæmi og líklegt að 
skuldasagan endurtæki sig.
Og þá er eitt ráð eftir, að Evrópski seðla bankinn (og tengdir sjóðir) 
komi í veg fyrir hrun á evrusvæð­
inu með því að tryggja að fullu 
skuldir jaðarríkj anna ? heiti því að 
standa í skilum fyrir þeirra hönd. 
Bankinn mundi ekki lána beint til 
ríkjanna, sem er óheimilt samkvæmt 
Lissabon­sátt mál anum, heldur kaupa 
ríkisskulda bréf þeirra á verðbréfa­
mörkuðum. Hugmyndin er sú að 
yfirlýsing bankans mundi slá á vænt­
ingar fjármálamanna um að öll lán 
til jaðarríkjanna séu ótrygg. Bankinn 
hlypi þannig fram úr spákaupmönn-
unum, róaði þá, og óðagotið mundi 
líða hjá. Seðlabanki Evrópu getur 
gefið út evrur og hefur þannig, fræði­
lega, ótakmörkuð fjárráð ? ef litið 
er framhjá verðubólgunni sem leiðir 
af mikilli seðlaprentun. Seðlabanki 
Evrópu er skuldbundinn til að hleypa 
verðbólgu á evrusvæðinu ekki upp 
fyrir 2% á ári. Hinn ágæti hagfræðing­
ur og spámaður Willem Buiter hefur 
reiknað út hve mikið svigrúm þetta 2% 
verðbólguþak gefur Seðlabank anum til 
að auka grunn fé (base money) í nútíð 
og framtíð (CITI Global Economics 
Review, 12. ágúst 2011). Buiter kemst 
að þeirri niðurstöðu að bankinn geti 
(ef vilji er fyrir hendi, en svo er ekki 
nú) auðveldlega ráðið við skuldir 
jaðarríkjanna. Skuldbinding Seðla­
banka Evrópu um að ábyrgjast allar 
opinberar skuldir ríkjanna væri því 
trú verðug og mundi lægja öldurnar, 
án þess að koma þyrfti til mikilla 
útgjalda. Þá er enn óleystur sá vandi 
að knýja jaðarríkin til að reka ábyrga 
stefnu í ríkisfjármálum, og það yrði 
sjálfsagt erfitt ef Seðlabanki Evrópu 
fjarlægir óttann við greiðsluþrot.
Það bætir ekki úr skák að 
þýskir bankar eru mjög skuld­
settir, meira en margir ætla, og 
óðagot og verðbréfahrun sem 
á rætur í Grikklandi og berst 
til annarra jaðarríkja gæti 
einnig lagt þýska stórbanka 
að velli.
Méthode Monnet
Góðan árangur Evrópusambandsins 
má þakka méthode Monnet, aðferðinni 
sem hefur verið notuð til að teyma 
þjóðir Evrópu á asnaeyrunum inn í 
sam bandið og í áttina að sambands­
ríki. Franski stjórnmálamaðurinn Jean 
Monnet (1888-1979) kynntist hörm-
ungum bæði fyrri og síðari heims­
styrjaldarinnar og var mjög í muna 
að sagan endurtæki sig ekki. Hann 
trúði því að samvinna og samruni 
Evrópuþjóða gæti tryggt friðinn. 
Monnet beitti sér fyrir stofnun 
Kola­ og stálsambands Evrópu 1952, 
og síðan hafa ýmsar Evrópuþjóðir 
tekið hvert skrefið af öðru, þar til nú 
er kominn öflugur innri markaður 27 
ES-ríkja og sameiginleg mynt 17 evru -
þjóða. Góður friður ríkir á svæð inu og 
þjóðirnar blómstra. Méthode Monnet 
hefur reynst vel, og sennilega var engin 
önnur leið fær í stríðslok og á næstu 
áratugum. Nánar tiltekið er aðferðin 
sú, að Evrópusambandið tek ur stórar 
ákvarðanir í smáskrefum, sem gerir 
andstæðingum erfitt fyrir um að safna 
liði; þeim reynist erfitt að stöðva 
skriðuna þegar hún er lögð af stað. 
Við getum ekki snúið til baka, er sagt, 
eftir allan tilkostnað inn, og svo er áhætt­
an of mikil. Ef for tölur af þessu tagi 
duga ekki er gagnrýnandinn ásakaður 
um svik við Evrópu hug sjónina.
Heimspekingurinn Jürgen Haber­
mas, sem er 82 ára að aldri, er 
mikill Evrópusinni. Þjóðverjar hlusta 
vanda lega á Habermas þegar hann 
ávarpar þá, sem hann hin síðari ár gerir 
aðeins ef honum er mikið niðri fyrir. 
Habermas kvaddi sér hljóðs nýlega og 
sagði að méthode Monnet hefði gengið 
sér til húðar, ekki yrði komist lengra á 
sömu braut. Stjórnskipan Evrópu sam-
bandsins væri ekki nægilega lýð ræðisleg 
og yfirvaldið væri ólögmætt í huga 
þegnanna.
José Manuel Barroso er eins konar 
forseti Evrópusambandsins og Herm­
an van Rompuy forsætisráðherra 
sambandsins. Þeir félagar voru ekki 
kjörnir af þjóðunum 27 til þessara 
starfa heldur valdir bak við lokaðar 
dyr þar sem þýski kanslarinn og 
franski forsetinn hafa bæði tögl og 
hagldir. Orðrómur um það að kansl-
ar anum og forsetanum henti vel að 
setja fremur umsvifalitlar persónur í 
þessi embætti styrkir ES­leiðtogana 
ekki í starfi. Nú, þegar hrun blasir 
við á evrusvæðinu, halda Angela 
Merkel og Nicolas Sarkozy fundi, 
ákveða hvernig bregðast skuli við, og 
kynna síðan ákvörðunina fyrir öðrum 
þjóðarleiðtogum og ES-forystunni. 
Og Evrópuþingið skiptir engu máli. Á 
fundi sínum í París 16. ágúst á þessu 
ári ákváðu Merkel og Sarkozy að 
leysa fjármálaringulreiðina með því 
að koma á fót hagstjórn á ES-stiginu, 
en það merkir að Brussel-liðið er sem 
næst komið með puttana í fjármál og 
skattamál evruþjóðanna. 
Það yrði vafalaust til bóta að veita yfirstjórn ES meira lögmæti, en 
tvær erfiðar hindranir eru á veginum 
í átt að lýðræðislegum stjórnarhátt-
um: mótstaða fulltrúa á þjóðþingum 
Evrópu sem telja sig þegar hafa misst 
of mikil völd til Brussel, og lítill áhugi 
þjóðarleiðtoganna á því erfiða verki 
að endurskoða samninga ES, en hjá 
því verður ekki komist ef breyta skal 
aðferðum við val leiðtoganna í Bruss-
el og starfsháttum sambandsins.
Franski stjórnmálamaðurinn 
Jean Monnet (1888­1979) 
kynntist hörmungum bæði 
fyrri og síðari heimsstyrjald­
arinnar og var mjög í muna 
að sagan endurtæki sig ekki. 
Hann trúði því að samvinna 
og samruni Evrópuþjóða gæti 
tryggt friðinn.
lokaorð
Lánamarkaðir víða um heim eru veik­
burða. Fjármálamenn eru teknir að 
efast um getu jaðarþjóða evru svæðisins 
til að endurgreiða opinber lán sín og 
smávægilegir atburðir geta hleypt af 
stokkunum bankakreppu á heimsvísu. 
Auðveldasta, fljótlegasta og líklegasta 
lausnin, ef hrun blasir við, er að Seðla­
banki Evrópu, með tilvísun til getu 
sinnar til pen inga prentunar, tryggi 
að fullu endur greiðslur á opinberum 
lánum jaðarríkjanna. 
Evrópusambandið er á tímamótum. 
Til að bjarga evrunni þarf að koma 
upp yfirstjórn yfir ríkisfjármál þjóð anna 
á evrusvæðinu og auka valdsvið og 
verk efni Seðlabanka Evrópu. Méthode 
Monnet ? að teyma sambandsþjóðirnar 
á asnaeyrunum, eitt skref í senn, uns 
ekki verður aftur snúið ? dugar ekki 
lengur, þótt aðferðin hafi gagnast vel 
um hríð. Ef ES­forustan á að taka að 
sér yfirstjórn ríkisfjármála og auka 
afskipti sín af peningamálum verður 
ekki komist hjá því að velja leiðtoga 
sambandsins í lýðræðislegri kosningu 
og taka upp lýðræðislegt ákvarðana­
ferli í stórmálum ? í stað lokaðra funda 
kanslara Þýskalands og forseta Frakk­
lands. Ég tel samt nær óhugsandi að 
aðildarþjóðirnar komi sér saman um 
lýðræðislegar endurbætur á ES-kerfinu 
á næstu árum ? nema í hræðslukasti í 
kjölfar hruns á lánamörkuðum.
Hagkerfi heimsins spóla og kreppa virðist blasa við. Vandinn er 
tvenns konar: Of lítil heildareftir-
spurn og of mikil skuldsetning ríkis og 
einkaaðila bæði austan hafs og vestan. 
Þeir sem skulda mikið hafa ekki burði 
til að auka útgjöld sín til neyslu eða 
ráðast í nýjar framkvæmdir. Til að 
létta skuldabyrðina í löndum þar 
sem hún er orðin óviðráðanleg verða 
lánardrottnar að gefa eftir af kröf um 
sínum. Önnur leið, sem er óæskileg, 
er að skuldirnar brenni upp á verð­
bólgubáli. Jafnvægi í ríkisútgjöld um 
er óhjákvæmileg stefna til langs tíma en 
hentar ekki við núverandi aðstæður, en 
strax má hefjast handa við marg víslegar 
endurbætur, svo sem að vinna gegn 
spillingu, bæta skattkerfi og endurskoða 
samskipti ríkis og atvinnugreina. 
Auðveldasta, fljótlegasta og 
líklegasta lausnin, ef hrun 
blasir við, er að Seðlabanki 
Evrópu, með tilvísun til getu 
sinnar til peningaprentunar, 
tryggi að fullu endurgreiðslur 
á opinberum lánum jaðar­
ríkjanna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84