Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 51
tölvupósturinn gmail.com njóta mikilla vinsælda. Google er í röð 
bestu viðskiptahugmynda í sögunni. Upphaflega fjármögnuðu 
ríkir fjárfestar vinnuna en núna eru nær allar tekjur fengnar með 
aug lýsingum.
frumkvöðlar úr barnaskóla
En af hverju tókst þessum tveimur mönnum að unga út hugmynd 
sem bæði gerði þá ríka og umbylti þekkingarleit á netinu? Þeir 
hafa sjálfir verið spurðir þessarar spurningar oft og svarið er alltaf 
það sama: Barnaskólinn ræður úrslitum. Þegar nöfn þeirra eru 
gúgluð kemur síða um barnaskólann fyrst upp. Þeir voru sendir í 
Montessori­skóla og lærðu að hugsa sjálfstætt og leita þekkingar í 
stað ítroðslu.
Að vísu hefur menntun foreldra ekki þótt spilla fyrir áhuga barn­
anna. Þeir félagar eru af prófessorum í stærðfræði og tölvutækni 
komnir. Þeir eru jafnaldrar, fæddir árið 1973. Sergey er Rússi en 
kom til Bandaríkjanna sex ára með foreldrum sínum. Höfundar 
Google hittust fyrst í háskóla, urðu herbergisfélagar í Stanford og 
hafa unnið saman síðan. 
lánsama kynslóðin
Þeir eru líka dæmigerðir fyrir tölvukynslóð frumkvöðla. Sú kyn­
slóð er ólík fyrri kynslóðum fólks sem náð hefur langt í viðskipt­
um. Munurinn er að uppfinningamenn af tölvukynslóð hafa alist 
upp við góð kjör og aðgang að tölvum frá blautu barnsbeini. Þeir 
hafa oftast alist upp í háskólaumhverfi og gjarnarn gengið á sér­
skóla þar sem mest fer fyrir börnum annarra menntamanna. 
Hvetjandi umhverfi skiptir þarna miklu máli. Frumkvöðlar af 
fyrri kynslóð ólust aftur á móti oft upp við kröpp kjör og urðu að 
bjarga sér sjálfir ? og lánaðist það stundum.
Oprah Winfrey, ein ríkasta og frægasta 
kona Bandaríkjanna:
BReyTTI SJÓN-
vaRPINU
Í aldarfjórðung hefur Oprah Winfrey verið stofn ­
un í Bandaríkjunum. Milljónir manna þar ? og 
raunar víða um heim ? líta á hana sem náinn 
vin. Hún er bæði trúnaðarvinur og söluvara. 
Það eru tvær hliðar á hverjum peningi. Trúnaðarvinur­inn heitir Oprah en viðskiptin eru rekin undir nafninu Harpo; það er nafn sjónvarpsdrottningarinnar aftur á bak. Bakhliðin á þessum peningi er spegilmynd af framhliðinni. 
Í mörgum löndum Evrópu er fólk, sem blandar á þennan hátt 
saman viðskiptum og eigin persónu, litið hornauga. En ekki í 
Ameríku. Þar geta frumkvöðlar gert út á eigin persónu, hagnast 
vel á því og öðlast frægð og virðingu. Viðskipti Harpo færa Oprah 
um milljarð Bandaríkjadala í tekjur á ári.
Sjónvarpsþátturinn The Oprah Winfrey Show er undirstaða 
frægðar og auðs konunnar. Hann hóf göngu sína vestra árið 1986 
og fyrr á þessu ári var nýjum upptökum hætt. 25 ár voru nóg. 
Hætta ber leik þá hæst hann fer. The Oprah Winfrey Show er sá 
þáttur sem náð hefur mestu áhorfi á skjái vestanhafs og oft hefur 
Oprah verið efst á listum yfir áhrifamestu konur heims; tekið sæti 
ofan við konur í stjórnmálum og viðskiptum. Fyrirtækið Harpo 
heldur áfam að græða þótt sjónvarpsþátturinn hafi runnið sitt 
skeið á enda. Harpo er nú alhliða fjölmiðlafyrirtæki.
upphafið ekki glæsilegt
Margir frumkvöðlar eiga það sameiginlegt að upphafið var ekki 
glæsilegt. Oprah fæddist í fátækt, elsta dóttir ógiftrar þjónustu­
stúlku, sem síðar eignaðist þrjú önnur börn í lausaleik. Hún fór að 
heiman 14 ára gömul og varð ófrísk sjálf en missti barnið. 
En hún hafði góða rödd og sterka nálægð í útvarpi. Það leiddi til 
þess að hún varð þegar á táningsaldri fréttalesari í staðarútvarpi í 
Milwaukee. Úr fréttum fór hún í að stjórna samtalsþáttum í útvarpi 
og loks í staðarsjónvarpi. Vinsældir þáttanna jukust alltaf með 
komu hennar. Hún hafði einstæðan hæfileika til að ná til fólks. 
Við upphaf árs árið 1984 tók hún við stjórn á óvinsælum morgun­
sjónvarpsþætti hjá smástöð í Chicago og sló þar í gegn. Haustið 
1986 hófust útsendingar á þætti hennar um allt land og hún sló 
öllum öðrum þáttastjórnendum vestra við. Áhorfið varð tvöfalt 
á við þátt Phils Donahues, sem áður hafði verið vinsælastur. Þar 
með var Oprah orðin stórveldi í bandarísku sjónvarpi.
játningar í sjónvarpi
Lengi framan af ferlinum var Oprah gagnrýnd fyrir að gera út á 
tilfinningasemi og sögur af frægu fólki. Hún varð sérfræðingur 
í játningaviðtölum og táraflóði. En þáttur hennar þróaðist. Hún 
byrjaði að fjalla um þjóðfélagsmál og tók upp málefni sem enginn 
annar sjónvarpsmaður þorði að nefna. 
Oprah sagði frá eigin reynslu af kynferðislegri misnotkun og hún 
opnaði þátt sinn fyrir samkynhneigðum. Hún varð líka ráðgjafi 
margra. Lagði áherslu á sjálfsbjörg og hvatti fólk til að koma sér 
áfram í lífinu eins og hún hafði sjálf gert.
Höfundar Google, Sergey Brin og Larry Page.
Oprah Winfrey nýtur nú viðurkenningar sem frumkvöðull í amerísku sjónvarpi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84