Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 53
vaxa á þeim grunni sem hún lagði. Það er einn stærsti framleiðandi 
og seljandi snyrtivara í heiminum með söluskrif stofur í 37 löndum 
og á fastan sess meðal 100 stærstu fyrirtækja í Bandaríkjunum. Þá 
hefur Mary Kay um árabil verið í einu af efstu sætunum í kjöri 
Forbes­tímaritsins á ?besta fyrirtæki að vinna í?.
reis upp gegn óréttlæti
En hver er sagan: Mary Kathleen Wagner fæddist í Hot Wells í 
Texas 12. maí 1918. (Hún taldi reyndar mikilvægt að konur leyndu 
aldri sínum og rétt fæðingarár varð ekki lýðum ljóst fyrr en eftir 
andlátið.) Fjölskyldan var fátæk og hafði ekki ráð á að kosta Mary 
til framhaldsnáms þrátt fyrir mikla námshæfileika. Hún giftist 
því ung, aðeins 17 ára, árið 1935, og eignaðist þrjú börn með fyrri 
manni sínum, Ben Rogers. Síðar giftist hún Melville J. Ash.
Ben Rogers var hermaður og ekki mikill auður í búi þeirra hjóna. 
Mary Kay vann því úti og sýndi fljótt ótrúlega hæfileika við sölu ­
mennsku. Síðari heimsstyrjöldin fór illa með eiginmanninn og 
hjónabandið, þau skildu, en Mary Kay vann sig upp í að verða 
fastráðin við söludeildir hjá Stanley Home Products í Houston og 
svo hjá World Gift Company í Dallas. Þar þjálfaði hún m.a. unga 
pilta í sölumennsku og svo voru lærisveinarnir teknir fram yfir 
hana þegar kom að stöðu­ og launahækkunum. 
Það var þessi óréttur sem varð til þess að Mary Kay ákvað að 
sýna fyrri vinnuveitendum hvernig ætti að reka fyrirtæki. Og 
það gerði hún eftir 25 ár í þjónustu annarra. Hún stofnaði eigið 
snyrtivörufyrirtæki með einni sölubúð í Dallas árið 1963 og ákvað 
að bæta þar úr öllum göllunum, sem hún hafði áður kynnst í 
fyrirtækjarekstri. 
Bleikur Mustang
Misrétti kynjanna var einn gallinn; skortur á viðurkenningu og 
umbun annar. Það tók hana tvö ár að verða milljónamæringur á að 
umbuna starfsfólki sínu fyrir vel unnin störf! 
Mary Kay varð fræg fyrir að gefa besta sölufólkinu bleikan Must­
ang og hún taldi að viðskiptavinirnir ættu líka að fá sína umbun 
fyrir að koma og kaupa vöruna. Þeir fengu gjafir ? gjarnan bleikar. 
Núna er gildi umbunar almennt viðurkennt við stjórnun fyrirtækja. 
Og konur búa við sömu kjör og karlar hjá Mary Kay.
Mary Kay lagði þannig áherslu á árangur í starfi; eftirsókn eftir 
veraldlegum auði og hvatti konur sérstaklega til að leita frama á 
vinnumarkaði. Um leið hélt hún fram gömlum amerískum fjöl­
skyldu gildum. Hún sagði: Þjónið fyrst Guði, sinnið svo fjölskyld­
unni og gætið vinnunnar eftir það! Það þarf sannan Ameríkana til 
að koma þessu öllu heim og saman.
Steve Jobs, fyrrverandi forstjóri Apple:
vIRðIR 
eKKI ReGLURNaR
Steve Jobs er hættur hjá Apple öðru sinni. 
Áður var hann rekinn árið 1985 en kall aður 
til starfa á ný 12 árum síðar þegar fyrir tækið 
var komið að gjaldþroti eftir röð af mis heppn­
uðum nýjungum. Það er eins og ekkert nýtt 
heppnist hjá Apple nema Jobs detti það í hug. 
Steve Jobs hættir á toppnum. Fáum dylst að hann er í röð fremstu frumkvöðla í sögunni og snjall stjórnandi. Apple hefur vaxið mest vegna ákvarðana sem ekki standast skoðun í stjórnunarfræðunum. Til dæmis að setja nýja vöru á markað án þess að hafa rannsakað 
markaðinn fyrst. Jobs hefur haft endaskipti á hlutunum: Selt vöru 
sem engin mælanleg eftirspurn var eftir. 
Hann hefur sjálfur haft einfalda skýringu á af hverju þetta heppn­
ast: Fólk veit ekki hvað það vill fyrr en það hefur það í höndunum! 
Engin eftirspurn var eftir iPhone þegar hann kom á markað. Keppi­
nautarnir hlógu. Finnarnir snjöllu hjá Nokia hölluðu sér aftur í 
stóln um og brostu góðlátlega. Snjallsími ? haha!
En nýi síminn bjó til eftirspurnina. Þetta þarf ekki að koma á 
óvart. Ef fólk er spurt hvers það óskar óskar það sér yfirleitt ein­
hvers sem það þekkir. Frumkvöðlar verða að koma auga á nýjar og 
áður óþekktar óskir. Þannig koma nýjungar fram.
Búddamunkur
En af hverju er Steve Jobs svo sérstakur og umtalaður meðal frum ­
kvöðla og stjórnenda? Hefur hann meiri og betri menntun en aðir. 
Nei, bara miðlungsmenntun og einhverja reynslu af að búa til 
leikjatölvur. En það er margt annað merkilegt á ævi hans.
Steve Jobs er hippi. Hann fæddist árið 1955 og var á tánings­ og 
fram á fullorðinsár reikull og leitandi. Vissi sjaldan hvað hann 
vildi ef frá er talið tímabil þegar hann var búddamúnkur. Foreldrar 
hans voru ógiftir stúdentar í Kaliforníu. Faðirinn sýrlenskur, Abdul­
fattah Jandali að nafni, en móðirin, Joanne Simpson, bandarísk. Þau 
gáfu strákinn hjónunum Paul og Cöru Jobs.
Pilturinn komst í gegnum menntaskóla en datt út úr námi á 
fyrsta ári í háskóla. Hann sótti lausavinnu, einkum hjá fyrirtækjum 
sem tengdust rafeindaiðnaði og tölvum. Var sumarmaður hjá 
Hewlett­Packard og vann að tölvuleikjagerð hjá Atari. Tilgangur­
inn með vinnunni var að afla ferðafjár til Indlands til að fullnuma 
sig í búddisma.
sló í gegn með Mac
En á þessum lausamennskuárum komst hann í kynni við aðra unga 
og rótlausna menn, sem síðar urðu lykilstarfsmenn hjá Apple. Fyrsti 
sigur fyrirtækisins kom árið 1984 með Macintosh ? litlu borðtölv­
unni með notendavæna umhverfinu.
Eftir þetta hefur ferill Steves Jobs einkennst af bæði sigrum og 
ósigrum. Hann var rekinn frá fyrirtæki sínu, fór út í kvikmynda­
bransann með fyrirtækið Pixar og auðgaðist verulega á samstarfi 
við Disney. Og svo gerði hann Apple að stórveldi öðru sinni ? 
iPhone, iPad, iPod og iTunes eru nýjungarnar sem hafa orðið til á 
seinni valdatíma Jobs hjá fyrirtækinu. 
Steve Jobs hefur lánast flest það sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84