Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 6

Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 6
Ópera um Fransara og íslenska sveitastúlku Flutningur á köflum úr óperunni Fóstur- landsins freyja eftir franska tónskáldið Jos- eph-Guy Ropartz hér á landi hlýtur að telj- ast merkur viðburður. Þótt höfundur sé frægt franskt tónskáld er þetta í raun ís- lensk ópera aö efni og allri umgerð og ger- ist á Islandi. Að auki er nú upplýst að hún er byggð á raunverulegum atburði og per- sónum. Er sérstaklega viðeigandi að þessi ópera Goietta- emkenmsskip skuli í fyrsta sinn veröa flutt 23. júlí í konsertformi á Fáskrúðsfirði, þar sem franskir þorskveiðisjómenn áttu athvarf, lifandi eða látnir í kirkjugarðinum, þegar þeir í þúsundatali komu á skútum sínum til þorskveiða við Island í 300 ár. Og hún verð- ur síöan flutt 24. júlí á Flöfn í Hornafiröi, þar sem söguhetjunni skolaöi á land áriö 1873 í frægu sjóslysi. Óperan Le Pays, sem hér hlýtur nafnið Fósturlandsins freyja, var skrif- uð 1908-1910 og færð upp í borgarleikhúsinu í Nancy í Frakklandi 1912. Flún var komin á fjalirnar í Opera Comique í París við mikið lof og góðar viðtökur þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á og fólk fékk um annaö að hugsa. Er í raun merkilegt aö ekki skuli hafa frést í marga áratugi af þessari „íslensku" óperu. Franskur diskur með nýrri upptöku af óperu þessari með Fílharm- oníuhljómsveit Luxemburgar og frönskum söngvurum rak á íslenskar fjörur með tilviljunarkenndum og skondnum hætti haustið 2002. Flug- stjórinn Leifur Árnason rakst á þennan disk í grúski í plötubúð i Boston í Bandaríkjunum og færði hann Jónasi Ingimundarsyni, píanóleikara. Jónas varð stórhrifinn af þessum yndislegu, fallegu söngvum. Hann sagöi óperu Ropartz sannarlega verðugt verkefni fyrir okkur íslendinga að koma á svið. Verkiö kveikti líka í okkar þekktustu söngvurum, Berg- Joseph-Guy Ropartz, höfundur óperunnar Fósturlandsins freyja. þóri Pálssyni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Gunnari Guöbjörnssyni, sem nú færa okkur hluta úr því. Sá mikli áhugamaður um frönsk samskipti Albert Eiríksson, safnstjóri franska safnsins á Fáskrúðsfirði, tók til við að koma þessu verkefni í framkvæmd á Frönskum dögum á Fáskrúðs- firði. Átökin milli konuástar og föðurlandsástar Þar sem óperan segir frá frönsku íslandssjómönnunum hafði Jónas samband við Elínu Pálmadóttur, höfund bókarinnar um frönsku fiski- mennina Fransí Biskví. Hún þekkti höfund óperutextans, Bretónann Charles Le Goffic. Skömmu seinna skrifaði Elín fréttina um diskinn í jólabréf til Ameríku, til Lou og Ralphs Weymouths, sem lengi var að- míráll á Keflavíkurflugvelli, en afi hennar var annar þekktur bretónsk- ur rithöfundur, Anatole le Braz. Lou skrifaði snarlega til baka að óperu- höfundurinn Le Goffic hafi verið vinur afa hennar og þegar karlarnir sátu saman yfir toddýi hefði afi hennar rakið söguþráðinn i sinni næstu bók, um ástarævintýri fransks skipbotsmanns á íslandi. Strax skrifaði Le Goffic alla söguna sem smásögu og birti 1908. Stal ekki aöeins þræð- inum heldur líka titlinum „íslenska stúlkan". Tónskáldið Guy Ropartz las smásöguna og fékk höfundinn til að umskrifa hana í tveggja tíma lang- an óperutexta undir heitinu Le Pays. Gegnum millisafnaþjónustu Þjóð- arbókhlöðunnar pantaði Elin þetta ófáanlega smásagnasafn til láns og þýddi söguna, sem birtist i Lesbók Morgunblaðsins 17. júli sl. í tilefni þessa óperuflutnings. Þar er hægt að sjá hve ótrúlega góða þekkingu þessir menn höfðu á lífi bændafólks í afskekktri íslenskri sveit á síðari hluta 19. aldar, sem þeir höfðu auðvitað af frásögnum bretónsku ís- landssjómannanna. Allir eru þessir höfundar Bretónar og óperan fjallar í raun um átök- in milli konuástar og ættjarðarástar, milli konunnar á íslandi og heim- þrárinnar til hinna kæru heimahaga á Bretagne. Heimþrá hans sjálfs mun hafa verið kveikjan að þvi að þetta þekkta tónskáld sóttist svo eft- ir þessu efni. 6

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.