Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 10

Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 10
Höfundur: Albert Eiríksson Myndir Albert og úr einkasafni Éella í Éœ Margir Fáskrúðsfirðingar sem komnir eru yfir miðjan aldur muna eftir Bellu í Bæ. Hún er komin á níræðisaldur, er eldhress og hefur engu gleymt. Bergljót Snorradóttir, eins og hún heitir fullu nafni, var komin yfir tvítugt þegar hún flutti frá Búðum, vestur á land og seinna í Flóann. Á fögrum degi í vor heimsótti ég Bellu í Lindarbæ við Selfoss og bað hana að segja mér frá lífinu á Fáskrúðsfirði í „gamla daga”, þangað til hún flutti suður í Borgarfjörð. Segðu mér fyrst frá foreldrum þínum og hvar þau kynntust? Faðir minn, Snorri Erlendsson, fæddist 1896 á Geirólfsstöðum í Skriðdal. Erlendur afi var giftur Bergljótu Guðmundsdóttur. Hún var rúmum tuttugu árum eldri en hann og saman eignuðust þau ekkert barn, en pabbi var framhjátökubarn. Móðir mín, Þórunn Þorgrímsdóttir, fæddist 1885 í Gautavík í Berufirði. Þegar hún var þriggja ára dó móðir hennar af bamsförum. Þorlákur afi tók þá saman við Guðrúnu Marteinsdóttur. Hún var ekkja og átti átta börn og hann fjögur. Saman eignuðust þau svo þrjú börn til viðbótar. Afi og Guðrún hófu búskap í Gautavík, en svo fluttu þau í Víðines í Fossárdal í Berufirði og seinna að Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði. Þar kynntust mamma og pabbi árið 1921. Pabbi bjó þá á Gömlu- Búðum með Erlendi og Bergljótu. Pabbi var hreinasti völundur; smíðaði allt frá nálum upp í íbúðarhús. Það voru miklir listasmiðir í ættinni hans og mamma var mjög myndvirk, en hafði lítinn tíma til að sinna slíku. Sjálfri hefur mér alltaf þótt gaman af allri handavinnu. Foreldrar mínir byrjuðu að búa á Gestsstöðum og fljótlega fæddist ég, einkabarnið, 16. júní 1922. Ólafía Ólafsdóttir, Ijósmóðir, var þá nýkomin til Fáskrúðsfjarðar. Mér var ekki hugað líf, en með því að láta mig í heitt og kalt vatn til skiptis kom hún í mig lífi. Sr. Haraldur skírði mig um jólin á Gestsstöðum, en það kostaði þrjár krónur. Sem krakki átti ég auðvelt með að hafa ofan af fyrir mér. ( hvarfi, í lautu rétt hjá bænum átti ég mér afdrep sem ég kallaði Kólaból. Þar hjá voru ýmist hundurinn eða kötturinn og mamma gat fylgst með þeim frá bænum. í frambænum bjuggu hjón að nafni Guðrún og Eiríkur, en Sigmundur sonur þeirra var jafngamall mér og góður leikfélagi. Afi kenndi mér að lesa í Biblíunni, það nýttist mér afar vel enda fékk ég alltaf 10 í Biblíusögum. Ég var orðin læs fjögurra ára. Pabbi átti margar bækur og ég las allt upp til agna, allt frá ástarsögum til íslendingasagna. Hvenær flytjið þið i kaupstaðinn? Við fluttum úteftir 11. maí '32. Karl Jóhannsson, sem átti fyrsta bílinn á Búðum, flutti dótið okkar í Þingholt, en þar bjuggum við fyrst. Þá var Óskar í Þingholti, sem býr þar enn, vikugamalt kóð. Pabbi var búinn að fá lóð fyrir Bæ og teikningu hjá Guðjóni á Oddeyri. Hann byrjaði strax að byggja og við fluttum í húsið á Foreldrar Bergljótar, Snorri og Þórunn. Myndin er tekin 1952. góunni árið eftir, þó það væri hálfklárað. Bær þótti mikið slot í þá daga! Um haustið fór ég svo í skólann. Honum var skipt í tvær deildir, í annarri voru tíu og ellefu ára börn og í hinni tólf og þrettán ára. Mig minnir að um þrjátíu krakkar hafi verið í hvorri deild. Kennarar okkar voru Eiður Albertsson og Björn Daníelsson. Eiður var mjög strangur, en Björn var alveg yndislegur, honum vöknaði um augu á hverju vori þegar við vorum að fara. Bella á hjóli við Bæ Þú hefur farið fljótlega i launavinnu? Ég fór strax í fiskvinnu tíu ára, á Skútuklöppinni fyrir utan Sólbakka. Þorsteinn Ögmundsson var verkstjóri. Fiskreiturinn náði tæplega hálfa leið upp að Reykholti. Þarna var komið upp bryggju og þaðan var blautur saltfiskurinn borinn upp. Börnin voru látin bera börur á móti fullorðnum konum, svo þau væru ekki að svíkjast um. Þegar vantaði í vinnu var sett upp flagg beint á móti Sólbakka og þá komu allir til vinnu. Þá varð maður að hlaupa sem fætur toguðu í vinnuna, því ef ég var ekki kominn til vinnu sjö til átta mínútum eftir að flaggið var dregið upp,- skammaði Þorsteinn verkstjóri okkur krakkana. Það fyrsta sem ég keypti fyrir launin voru fallegir bollar í Kompaníinu og gaf mömmu. í upphafi fékk ég fimmtán aura á tímann og einn bolli kostaði sextíu aura. Þegar Marteinn Þorsteinsson var búinn að sjá mig vinna, hækkaði hann kaupið um tíu aura. Alls keypti ég handa henni tólf bolla og enn eru til fjórir. 10

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.