Franskir dagar - 01.07.2007, Blaðsíða 4

Franskir dagar - 01.07.2007, Blaðsíða 4
Franskir dagar - Les jours fran^ais Franskir dagar 2007 | Útgefandi: Auglýsingar: Ljósmynd á forsíðu og auglýsingaplakati: Franskir dagar ° Málfríður Ægisdóttir Jóhanna Kr. Hauksdóttir Kjartan Reynisson Ritstjórn og ábyrgð: Hönnun, umbrot og prentun: Elísa Jónsdóttir Héraösprent, www.heradsprent.is Texti: Albert Eiríltsson Þjóðskáldið Páll / ár eru liðin 180 ár frá fœðingu þjóðskáldsins Páls Ólafssonar frá Kolfreyjustað, afþví tilefiú flytja Sigrún Hjálmstýsdóttir, Bergþór Pálsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir m.a. nokkur Ijóða hans á tónleikum í Fáskrúðsfjarðarkirkju á Frönskum dögum. Víst er að lífseigasti kveðskapur íslenskra bókmennta er ferskeytlan sem barst bæ frá bæ með gestum og gangandi. Mörg vísan var ekki fest á blað fyrr en áratugum eftir að hún var mælt af munni fram. Páll var orðinn þjóökunnur fyrir skáldskap sinn löngu áöur en nokkuð var prentað eftir hann. Reyndar komu kvæði hans ekki á bók fyrr en um aldamótin. Páll Ólafsson er gott dæmi um alþýðuskáld sem elur manninn í heimahéraði við sveitastörf og yrkir um þau hversdagsbundnu atvik sem á vegi hans verða. Ljóð hans eru, líkt og flests yrkjandi sveitafólks þessa tíma, haglega rímuð kvæði um einkar hversdagsleg efni; hesta, hunda, diykkjur og sveitaatburði af ýmsu tagi. Páll var ákaflega hraðkvæður sem þótti, og þykir enn, mikilsverður eiginleiki og hagmælskan leiftrar af bestu kvæðum hans og visum. Eins og fleiri skáldbændur var Páll gleðimaður sem þótti sopinn góður og hafði yndi af aö yrkja þar um eins og algengt var á þessum tíma. Páll Ólafsson fæddist á Dvergasteini við Seyðisfjörö 8. mars 1827. Foreldrar hans voru Ólafur Indriðason (1796-1861) og Þórunn Einarsdóttir (1793-1848). Páll ólst upp á Kolfreyjustað þar sem faðir hans var prestur frá 1832 til dauðadags. Systur hans voru Anna (1823-1891), Ólafía (1825-1884) og Þórunn (1830-). Seinni kona Ólafs var Þorbjörg Jónsdóttir (1830-1910) saman eignuðust þau Jón skáld og ritstjóra (1850-1916) og Kristrúnu (1856-1929). Páll stundaði heimanám hjá föður sínum og nam einn vetur hjá Sigurði Gunnarssyni í Vallanesi. Var vinnumaður hjá mágum sínum Siggeiri Pálssyni og Birni Péturssyni 1848-53, siðan lausamaður. Varð vorið 1855 ráðsmaður á Hallfreðarstöðum hjá ekkjunni Þórunni Pálsdóttur( 1811 -1880) sem hann gekk að eiga í júlí ári seinna, þau skildu. Seinni kona Páls var Ragnhildur Bjömsdóttir (1843-1918). Þau giftu sig 5. nóvember 1880. Börn Páls og Ragnhildar em Bjöm Skúlason Pálsson (1881-1882), Sveinbjörn (1882-1885), Björn Kalman (1883-1956), Þormóður (1884-1885), Bergljót (1887-). Á ámnum 1856-1892 bjuggu Páll og Ragnhildur á Hallfreðarstööum, Bergþór, Anna Guðný og Diddú. Höfða á Völlum, Eyjólfsstöðum, aftur á Hallfreðarstöðum og loks í Nesi í Loðmundarfirði 1892—1900. Þau Ragnhildur fluttu að Sigurðarstöðum á Melrakkasléttu til Guðrúnar, systur hennar, síðar að Presthólum til séra Halldórs Björnssonar, bróður Ragnhildar, en vorið 1905 til Reykjavíkur. Páll var umboðsmaður Skriðuklaustursjarða 1865—96 og alþingismaður N.-Múlasýslu 1867 og 1873 (varaþingmaður), 1874 til 1875 er hann sagði af sér. Gunnar Gunnarsson skáld sagði um Pál Ólafsson að hann hefði veriö „laus við hverskonar fordild og tepruskap” og færði „í hljóðstafi allt það er fýrir augu og eym bar og í hugann kæmi". Vist er um það að Páll sótti yrkisefnin gjarnan í sitt nánasta umhverfi, þennan hvunndagsheim bóndans sem hann þekkti svo vel og það er kannski það fyrst og fremst sem gerði það að verkum aö ljóð hans vom svo vinsæl og fundu sér vísan stað í hjörtum samferðamanna hans. Um Pál sagði Jónas Jónsson eftirfarandi; „ ... í Páli Ólafssyni braust ljóðgáfan fram með ómótstæðilegri orku. Hann talaði mælt mál í ljóðum. Rímsnilld hans og orðaforði var nálega takmarkalaus. Hann kastaði fram vísum, orti kvæði og ljóðbréf frá æskudögum og fram á grafarbakkann.” Páll Ólafsson lést í Reykjavík á Þorláksmessu árið 1905.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.