Franskir dagar - 01.07.2007, Blaðsíða 22

Franskir dagar - 01.07.2007, Blaðsíða 22
Franskir dagar - Les jours fran^ais Texti: Albert Eiríksson Myndir: Albert og Daníel Hálfdánarson Guðjón á Kolmúla Það var létt yfir Guðjóni á Kolmúla að vanda þegar við settumst niður og hann sagði mér í stórum dráttum frá lífshlaupi sínu. I tæp 120 ár hefur sama fjölskyldan húið á Kolmúla, en aðeins þrjár kynslóðir, föðurafi og amma Guðjóns, Sigurður og Guðrún fluttu þangað árið 1888 og hófu búskap. Guðjón fæddist 18. mars 1913 á Kolmúla, næstelstur fimm barna foreldra sinna; Guðnýjar Jónsdóttur (1886-1964) og Daníels Sigurðssonar (1882-1960. Systkini hans eru Sigrún, Guðbjörg, Elís og Anna Dagmar. Þegar Guðjón var á þriðja ári flutti fjölskyldan úr gamla húsinu í það hús sem við þekkjum á Kolmúla. Guöjóni var sagt að hann hefði borið hlandkopp í nýja húsið, þá 3 ára. En eldra íbúðarhúsið stóð u.þ.b. 50 metrum innar. Þar var byggt seinna ijárhús. Faðir Guðjóns og bræður hans byggðu nýja húsið; Guðmundur, Daniel, Elis og Helgi Sigurðssynir. Þeir áttu eina systur, Þorbjörgu. A uppvaxtarárunum voru innan við 100 fjár á bænum, þrjár kýr, nokkur geldneyti og þrír til fjórir hestar. „Ég var fimm ára þegar við feðgar gengum niður Mýrarnar frostaveturinn 1918. Þá var allmikill hafís, þó ekki samfrosinn. Alla tíð hef ég borið vasahnif. í Qörunni boraöi ég holu í landfastan jaka með hnífnum” segir Guðjón aðspurður um fyrstu minningar sínar og bætir við að einnig muni hann vel er Guðrún amma hans dýfði blárri kastrollu ofan í fötu með spenvolgri nýmjólk og gaf honum, smápollanum, að drekka. Aður en vegur var lagðuryfir Staðarskarð var fariö á árabáti til Eskifjaröar í kaupstað. Þangað var farið vor og haust og fengið það sem þurfti til heimilisins. Allt í stórum sekkjum og tunnum, kex í stórum trétunnum, en hveiti, sykur og kaffibaunir i sekkjum. Sjóhúsið á Kolmúla var þar sem kallað er Höfn og þangað var sjö mínútna gangur frá bænum. Guðjón fór á sjó 10 ára með pabba sínum, íklæddur skinnsokkum og sauðskinnsbuxum. Þeir veiddu á tvær línur í firðinum og beittu krækling, stundum kúskel. Að sögn var oftast helmingi meiri afli á kúskelina í firðinum en öfugt fyrir utan land. Guðjón Daníelsson ijúni 2007. Stundum var farið yfír Qörðinn og plægt fyrir kúskel í Karlsskálabótinni. Tvo báta þurfti til að plægja fyrir. Færeyingar komu oft til íslands á nýjum árabátum (kölluðum Færeyingum) á sumrin „pabbi keypti einn slíkan, Svan, 1929 og fékk Einar í Odda til að hækka hann um eitt borð. Við Elís bróðir minn tókum að mestu við þegar ég var fimmtán ára og rérum tveir. Við fórum stundum út aö Skrúð. Það gekk allt vel og við lentum aldrei í óhöppum” segirKolmúlabóndinn hreykinn og talið berst aö fyrstu árum útvarpsins „Nokkrum árum áður en Rikisútvarpið hóf útsendingar árið 1930 hlustaði fólkið í Steinhúsinu á Vattarnesi á erlent útvarp. Einar á Hafranesi fékk útvarp á undan okkur og við fórum stundum inneftir til að hlusta”. Manon Þegar franska skútan Manon strandaði f Skálavik 1924 var Guðjón 11 ára. Þeir sem unnu við að að rífa skrokkinn fengu við úr skútunni að launum. „Kristján bróðir mömmu, sem bjó á Eskifirði, kom á mótorbáti og flutti timbrið, bæði úr byrðingnum og böndin líka, þau voru þykk. Pabbi smíðaði m.a. kerruhjól úr eik úr skútunni. Svo kom mikið af rauðvíni og ég held öðru víni líka. Einnig Pompólakex, kökurnar voru um sentimetri á þykkt og u.þ.b. 10-15 á kant. Það komst sjór í hluta af kexinu og þær kökur voru notáðar í grauta, þá þurfti ekki að salta grautinn”. Gengið til spurninga Venja var að fermingarböm dveldu á prestssetrinu í um viku fyrir fermingu. Óskar á Bemnesi, Laufey á Þernunesi, Þómnn á Hafranesi (fósturdóttir Einars og Guðrúnar) og Guðjón gengu yfir fjallið i Kolfreyjustað til spurninga. Þann dag sem ákveðinn var til ferðarinnar var allmikil þoka. Frændi Guðjóns, Tiyggvi Eiríksson, íylgdi þeim yfir fjallið en um klukkustundar gangur er upp á fjallið og hálftími niður. „Ekki vildi betur til en svo að við komumst ekki yfir skarðið heldur upp undir fjallsbrún og svo niður aftur - rammvillt. Þokan var svo dimm, við fómm alla leið niður að sjó en þaðan var auðvelt aö rata heim. Fljótlega fómm við svo af stað aftur og vomm komin til sr. Haraldar og Valborgar um kvöldmatarleytið. Þar dvöldum við í vikutíma. Við þuldum upp kverið sem við þurftum að kunna utanbókar. Ég var með hið svokallaða tossakver, það var 64 bls., en hitt kverið sem kallað var hundrað kafla kverið var 100 bls. Seinna heyrði ég að innihaldið í þessum kvemm hefði veriö það sama. Dvölin á Kolfreyjustað var ákaflega skemmtileg og við tápmikil. Eitt sinn borðuðum við mjólkurgraut sem var borinn fram í aflangri skál og í henni afar stór skeið. Ekki þurfti nú mikið til, við aðkomu krakkarnir ætluðum að verða vitlaus úr hlátri við að sjá svo stóra skeið” segir Kolmúlabóndinn og er greinilega enn skemmt yfir stóm skeiðinni. Jóna Björg Guðmundsdóttir fæddist i Sjólyst á Búðum 4. Desember 1919 en ólst upp í Sætúni. Hún kom fimmtán eða sextán ára í Kolmúla sem vinnukona. „Einhverjir á Búðum báðu mig að passa Jónu vel fýrir strákunum og ég held ég hafi ekki svikist um það” segir Guðjón hlæjandi. Jóna og Guðjón felldu hugi saman og sr. Haraldur gifti þau í baðstofunni á Kolmúla annan dag jóla 1940, Jóna og Guðjón eiga sex börn: Guðmund f. 1940, Höllu f. 1943, Borgþór f. 1948, Dagnýju f. 1950 Elísu f. 1951, Bryndísi f. 1953 og Guðjón f. 1956. Þegar Elísa fæddist þurfti að sækja Guðlaugu Sveinsdóttur, ljósmóður á 22

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.