Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 4

Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 4
Franskir dagar - Les jours franqais v Umsjón: Albert Eiríksson refna Björnsdóttir Hrefna við heimili sitt i Vesturbæ Reykjavikur i júli 2011. Myndasmiður: Albert íiriksson. Hrefna er fædd 7. júlí 1929 í Þórunnarseli í Kelduhverfi, dóttir hjónanna Guðnýjar Elísa- betar Einarsdóttur (1897-1964) frá Fáskrúðs- firði og Björns Daníelssonar (1882-1969) úr Kelduhverfi. Víkur fyrst sögunni að foreldrum Hrefnu. Árið 1907, að loknu búfræðiprófi í Ólafsdal ogfram- haldsnámi í Danmörku, fluttist Björn faðir Hrefnu til Fáskrúðsfjarðar þar sem hann var ráðinn af Búnaðarfélaginu til að mæla fyrir túnum. Eftir tvö sumur í mælingum var hann ráðinn skóla- stjóri Barnaskólans á Búðum. Haust og vorfór Björn hins vegar ýmist gangandi eða á hestum norður í Kelduhverfi og var þar á sumrin og sinnti sínu búi en hann átti hálfa jörðina Þórunnarsel á móti föður sínum og bróður. í skólanum á Búðum kynntist Björn Guðnýju sem var þar nemandi. Nokkrum árum síðar fella þau hugi saman og flytja árið 1919, þá nýgift, norður að Þórunn- arseli í Kelduhverfi. Þar bjuggu þau í 12 ár eða þartil Guðný veiktist af MS sjúkdómi. Seldu þá Björn og Guðnýjörðina ogfluttu með Baldur og Hrefnu, börn sín, til Fáskrúðsfjarðar árið 1931. Björn og Guðný með börnin tvö, Baldur (10 ára) og Hrefnu (2 ára), skömmu eftir að þau fluttu austur á Fáskrúðsfjörð. Ljósmyndari: S. G uðnason, Eskifirði. Eftir komuna til Fáskrúðsfjarðar bjuggu þau á ýmsum stöðum þartil þaufluttu íytri hlutanná Nýju-Búðum. í hinum enda hússins bjuggu Krist- rún Sigfúsdóttir og Sigurður Stefánsson ásamt fimm börnum sínum. „Þau voru mér öll svo góð og ég lagði leið mína oft til þeirra - ég kallaði þau fólkið hinum megin", segir Hrefna kankvís- lega. Kristrún og Sigurður voru með nokkrar kindur og hænurtil heimilisins. Þar var notalegt baðstofulíf, Sigurður kembdi ullina og Kristrún spann og prjónaði. „Við erum tvö systkinin, Baldur bróðir minn er átta árum eldri. Okkur samdi Ijómandi vel, ég leit upp til hans og við flugumst reglulega á, í góðu samt!" „Faðirokkar lagði mikla áherslu á að við töluðum fallegt íslenskt mál og leiðrétti okkur systkinin öllum stundum." Jafnframt kennslu vann Björn áfram við mælingar, mældi meðal annars fyrir Nýræktinni og Litla-Rússlandi, en það var tún við Skjólgilsá. Nafnið kom þannigtil aðeinhverjir kommúnistar í hreppsnefnd- inni stóðu að því að svæðið var sléttað. Afi og amma Hrefnu í móður- ætt, Einar og Emelía, bjuggu á Fáskrúðsfirði. Þau byggðu lítið íbúðarhús utan og ofan við Læknishúsið og nefndu Einarsstaði. Þar rak Einar einnig skósmíðaverkstæði en hann hafði lært skósmíðar í Noregi. Húsið var gjarnan kallað Sóli í daglegu tali, vegna skósmíðanna, og var það meira að segja ritað svo í manntali. Einar smíðaði jafnt fínustu dansskó sem vönduðustu sjóstígvél. í stígvélin var notuð þykk nautshúð og trésólar voru settir undir þau. Einar lét vatn standa í þeim þar til viðurinn bólgnaði út, en þannig urðu þau vatnsþétt. Stígvélin voru keypt víða og voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá sjó- mönnum. Á verkstæðinu seldi hann einnig inn- flutta skó. „Einar afi var á þess tíma mælikvarða talsvert efnaður. Hann lagði grunninn að því í Noregi, en þar hafði hann unnið í síld meðfram skó- smíðanáminu. Afi og amma seldu Einarsstaði Hrefna, 4 ára, með Mariu dóttur Sigurðar og Kristrúnar „hinum megin". Myndasmiður: Egill Sigurðsson. 4

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.