Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 31

Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 31
Franskir dagar - Les jours franqais V Mynd: Jóhanna K. Hauksdóttir Til eru heimildir um mann er hugðist setjast að í Skrúði og leitaði allákaft eftir því. Þetta var Björn Magnússon er nefndi sig Skrúð, hann var frá Brim- nesi i Fáskrúðsfirði. Björn var um skeið í þjónustu Dana við verslunarstörf á Austurlandi og fékkst m.a. við að leiðbeina skipum milli hafna. Veturinn 1786-87 var hann í Kaupmannahöfn og leitaði þá fast eftir þessari stað- festu með ýmsum rökum er koma fram í bréfaskriftum hans til kóngsfeðga, Kristjáns VII og Friðriks prins, og rentukammersins. í þessum bréfum rök- styður hann beiðni sína með ýmsu móti. í fyrsta lagi telur hann sig ekki hafa möguleika á að stofna til hjúskapar nema hann hafi jarðnæði, þar eð breyttir verslunarhættir Dana muni hafa í för með sér að hann missi atvinnu þá er hann hafði áður. í öðru lagi lýsir hann möguleikum þeim sem í Skrúði séu til búskapar, tryggur útigangur fyrir fé, stutt til miða og nytjar affugli. Og í þriðja lagi reynir hann að telja viðtökumönnum bréfa sinna trú um að full þörfséá að hafa hafnsögumenn til leiðbeiningar við Austfirði í þoku og dimmviðrum, bendir á reynslu sína í þeim efnum og staðhæfir að hvergi sé slíkur maður betur staðsettur en einmitt í Skrúði. NæsttekurStefán amtmaður Þórarinsson á Möðruvöllum við þessu erindi til frekari athugunar. Amtmaður var, eins og reyndar hinir dönsku embættismenn er um málið fjölluðu, hlynntur því í fyrstu að málið næði fram að ganga, en þeir er hagsmuna áttu að gæta í eynni, svo sem ábúandi Vattarness, Guð- mundur Pálsson umboðsmaður Skriðuklaustursjarða og séra Jón Stefánsson í Vallanesi, snerust harðlega gegn erindinu. Jón Sveinsson sýslumaður veitti þeim lið, taldi hann umsókn Björnsfurðulega því að Björn væri nákunnugur eynni og vissi vel um þau vandhæfi öll sem þar væru á búsetu. Björn mundi í raun og veru vera að sækjast eftir nytjum eyjarinnar í eggjum og fiðri, en þó líklega ekki nein alvara með þessari fyrirætlun. Þessu sérstæða máli lauk með því að embættismenn í rentukammerinu féllust á afstöðu amtmanns og sinntu ekki frekar erindi Björns.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.