Franskir dagar - 01.07.2014, Blaðsíða 12

Franskir dagar - 01.07.2014, Blaðsíða 12
ntMMDflGAIt ~LE,JOUE>FItflipB Texti: GísliJ.Jónatansson Jyrrv. kaupfélagsstjóri Myndir: Jónína Óskarsdóttir og úr einkasafni imurrÉLfiG FfiMútófimnGfi 1933-2013 Stiklað á stóruyfir starfsemi félagsins Sigrún Guðlaugsdóttir og Gtsli Jónatansson. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga var stofnað 6. ágúst 1933 í samkomuhúsinu Alfheimum á Búðum, sem nú heitir Kirkjuhvoll eða Skólavegur 71. Aðal hvatamenn að stofnun félagsins voru Björn Ingi Stefánsson,prestssonur frá Hólmum í Reyð- arfirði, nýútskrifaður úr Samvinnuskólanum, og Þórarinn Grímsson Víkingur bóndi á Vattarnesi. Þetta var þriðja tilraun sem gerð var til að koma á fót kaupfélagi á Fáskrúðsfirði. Stofnfúndurinn var nokkuð sögulegur og segir Björn svo frá honum í viðtali við Samvinnuna á sínum tíma: „Þegar fundurinn á að hefjast kemur í ljós að ekki eru mættir nema 17 menn, en stofnendur þurftu að vera 21 minnst. Eg geng sjálfur í félagið sem átjándi maður og á elleftu stundu kemur Stefán Þorsteinsson, sem kvæntur var föðursystur minni, - eins og sending af himnum ofan. Þá vantaði enn tvo stofnendur, en Stefán tilnefndi tvo syni sína - og þar með var talan komin.“ Þessir tveir synir Stefáns, sem gerðu stofnun félagsins mögulega, voru Björn - síðar kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði, Siglufirði og Egilsstöðum og Þórsteinn - síðar þekktur rithöfúndur í Danmörku. Þá má geta þess að 6 stofnfélaganna voru bræður, synir Stefáns og Guðfinnu á Gestsstöðum. Björn Ingi Stefánsson gerði ráð fyrir því að hverfa á brott eftir stofnun félagsins og fara til náms erlendis. Félagsmenn tóku það ekki í mál. Þeir sögðu honum að hann færi ekki neitt, hann væri búinn að koma félaginu á laggirnar og hann yrði fýrsti kaupfélagsstjórinn. Það varð úr og gegndi hann starfmu fyrstu 13 árin eða til ársins 1946. Björn var síðar starfsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga í áratugi og var hann oft fenginn sem kaupfélagsstjóri víða um land um lengri eða skemmri tíma. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Þórarinn Gríms- son V íkingur formaður, Björn Daníelsson kenn- ari, Björgvin Benediktsson útgerðarmaður og til vara Höskuldur Stefánsson bóndi í Dölum. Starfsemi kaupfélagsins hefst með því að það kaupir húseignir þær sem áður hýstu Hinar sam- 12 einuðu íslensku verslanir og þar á meðal verslunar- og íveruhúsið Tanga sem reist var árið 1895 afTuliniusar- verslun. Aðal hvatamaður að byggingu Tanga var Carl Andreas Tulinius sem verið hafði verslunarstjóri á Fá- skrúðsfirði í nokkur ár við verslun föður síns Carls Daníels sem búsettur var á Eskifirði. I Tanga hefst verslunarrekstur kaup- félagsins, en einnig var íbúð kaupfélagsstjórans í útenda hússins á tveimur hæðum, eldhús og stofur niðri og svefnherbergin uppi. Búið var í Tanga til ársins 1946 að Björn Stefánsson lætur af störfúm. Kaupfélagsskrifstofúrnar voru síðar fluttar í stofurnar niðri í Tanga og var kaup- félagsstjórinn í borðstofúnni, en almenna skrif- stofan í betri stofúnni og litla kontór. Þarna voru skrifstofúr félagsins til ársins 1966, en þá voru þær fluttar í Félagsheimilið Skrúð í kjallarann að innanverðu. I fyrstu var starfsemi kaupfélagsins bundin við verslunina. Slátrun og sala landbúnaðarafúrða hefst þó strax á árinu 1934, en þó nokkur tími leið þangað til að bændur voru allir komnir í við- skipti við félagið. Slátrað var í eigin húsum, en eftir stríð var herbraggi reistur neðan við Tanga sem sláturhús. Árið 1963 var reist nýtt sláturhús á uppfyllingu neðan við Wathneshús og þar var slátrað til ársins 1989. Á upphafsárunum fer kaupfélagið að kaupa saltfisk af útgerðarmönnum og sjá um sölu á honum. Upp úr því er farið að kaupa fisk til verkunar og var hann saltaður í húsunum sem keypt voru í upphafi með verslunarhúsinu Tanga. Á þessum tíma var erfitt að losna við afúrðirnar, enda kreppan í algleymingi. Þetta er samt upp- hafið af sjávarútvegsstarfsemi kaupfélagsins. Árið 1940 hefúr Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga forgöngu um stofnun Hraðfrystihúss Fáskrúðs- fjarðar hf. og er þar stærsti hluthafinn á móti nokkrum hópi útgerðarmanna. Þetta félag var samrekið kaupfélaginu í 54 ár og kaupfélags- stjórinn jafnframt framkvæmdastjóri þess, að undanskyldum þremur árum í upphafi starfs- tímans er Vilhjálmur Björnsson gegndi starfi framkvæmdastjóra, en Björn Stefánsson var þá formaður stjórnar. Keyptar voru eignir Jökuls hf. á Fiskeyri sem var beitufrystihús með ístjörnina við vesturhlið hússins. Félagið byggir við þetta hús og byrjar hraðfrystingu sjávarafúrða smttu seinna eða eftir að Yorkinn hafði verið settur niður, en það er fyrsta frystivélin á Fáskrúðsfirði. Eftir stofnun Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. var saltfiskframleiðsla einnig aukin jafnt og þétt og stóð yfir í áratugi hjá félaginu. Hráefnið kom af heimabátum og síðar einnig frá togur- unum Austfirðingi og Vetti. Kaupfélagið átti 5% eignarhlut í Austfirðingi hf., en með þessum 5% var Austfirðingur leystur út frá Selby á Englandi

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.