Franskir dagar - 01.07.2014, Blaðsíða 38

Franskir dagar - 01.07.2014, Blaðsíða 38
Texti: Björn Jóhannsson Myndir: Ymsir MútónmninG Félagsskapur um tónlistarmenningu á Fáskrúðsfirði Síðastliðið haust kom Fáskrúðsfirðingur að nafni Guðmundur Bergkvist að tali við mig með þá hugmynd í kollinum að gera einhvers konar heim- ildarmynd um tónlistarlífið á Fáskrúðsfirði á síðustu öld. Eg hafði viðrað hugmynd fyrr á síðasta ári að þar sem félagsheimilið Skrúður væri 50 ára þá væri tilefni til að halda upp á það með einhverjum hætti, tónlistarhátíð jafnvel. Eftir þó nokkur fundahöld var ákveðið að láta til skarar skríða og fá framkvæmdanefnd Franskra daga í lið með okkur og halda nokkurs konar endurkomu-tónlistarhátíð á Frönskum dögum í sumar. Endanleg ákvörðun lá fyrir í janúar og þá var allt sett í gang. Tók þá við sú vinna að smala saman hljómsveitarmeðfimum og fá á hreint hvaða hljómsveitir hefðu tök á að koma fram. Undirbúningur hefur gengið vel og hafa undir- tektir hjá gömlum hljómsveitarmeðlimum verið mjög góðar og eiga allir mikið þakklæti skilið. Jákvæðnin hefur verið í fyrirrúmi. Tónleikahaldið verður svo myndað í bak og fyrir og hafin er vinna við að safna saman öllum gömlum gögnum til að hægt verði að koma saman heimildarmynd um tónlistarmenninguna sem blómstraði með tilkomu félagsheimilisins Skrúðs á sínum tíma. Sjá nánar í dagskrá Franskra daga og á fasbókarsíðunni Franskir dagar. Hljómsveitin Heródes Aftari röð frá vinstri: Sigurður Ágúst Pétursson, Garðar Harðarson og Guðmundur Þorgrímsson btlstjóri hljómsveitarinnar. Fremri róð frá vinstri: Lúðvík Svanur Daníelsson, Jóhannes Marteinn Pétursson og Þórarinn óðinsson. A myndina vantar Ævar Inga Agnarsson. Mynd'.Agnar Sörensen rótari sveitarinnar. Hljómsveitin Orfeus Aftari röðfrá vinstri: Kjartan Ólafsson, Ólafur Ih. Ólafsson, Halldór Brynjar Þráinsson ogArni Jóhann óðinsson. Fremri röð frá vinstri: Kristján Þorvaldsson, Sandra Seariefrá Ástralíu og Hallgrímur Bergsson. Hljómsveitin Egla frá vinstri: Hallgrimur Bergsson, Ævar Ingi Agnarsson, Bjöm Vilhjálmsson, Halldór Brynjar Þráinsson ogArni Jóhann óðinsson. Ævar Ingi Agnarsson gítarleikari Heródesar, Standards, Eglu ogÆvintýraeyjunnar. 38

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.