Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 4

Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 4
Texti: Berglind ÓskAgnarsdóttir Myndir: Ymsir Frajxskir ckg&r [esjovips fpajv^ðis Lions er stærsta alþjóðalega þjónustuhreyfmg heims. Stofnuð í Bandaríkjunum 1917.1 dag eru 1,3 milljónir félaga í 45 þúsund klúbbum í 206 löndum. Markmið Lions hreyfmgarinnar eru: 1. Að skipulegga, stofna og hafa eftirlit með starfi þjónustuklúbba sem nefndir eru Lionsklúbbar. 2. Að samhæfa verkefni Lionsklúbba og samræma stjórnunarþætti þeirra. 3. Að vekja og efla anda skilnings meðal þjóða. 4. Að efla meginreglur heilbrigðs stjórnarfars og borgaralegra dyggða. 5. Að sýna virkan áhuga á velferð samfélagsins í félagsmálum, menningu og almennu siðgæði. 6. Að tengja klúbbana böndum vináttu, góðs félagsanda og gagnkvæms skilnings. 7. Að skapa vettvang fyrir frjálsar umræður um málefni sem varða almannaheill, en undan- skilja þó umræður um stjórnmál og trúarbrögð. Afheimasíðu Lions hreyfingarinnar. Þá starfa allir klúbbar sem kenndir eru við Lions eftir sömu siðareglunum sem fela meðal annars það í sér að vera trúr meðbræðrum sínum og * V.Tulinius og Valtýr Guðmundsson. Þeir komu frá Eskifirði til þess að kynna fýrir mönnum hér starfsemi Lionsklúbbsins sem þeir voru félagar að á Eskifirði. Með þeim í för var Hilmar Hálf- dánason frá umdæmisstjórn. Þegar þeir félagar höfðu lokið máli sínu var lagt til að stofnaður yrði Lionsklúbbur á Fáskrúðs- firði og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En til að stofna Lionsklúbb þarf að hafa svokallaðan stuðningsklúbb eða móðurklúbb og í tilviki Lionsklúbbsins á Fáskrúðsfirði var það Lionsklúbbur Eskifjarðar. Þriðjudaginn 21.júní 1966 var síðan haldinn stofnfimdur Lionsklúbbsins og fýrsti formaður hans var kjörinn séra Þorleifin Kristmundsson. Stofnmeðlimir voru 21. Uppbygging stjórnar var með svipuðu sniði og stjórnir annarra félaga með þeirri undantekningu að auk formanns, varaformanns, ritara og gjald- kera, var bryti og siðameistari. Brytinn sá um matinn en siðameistari átti að sjá um að farið væri eftir reglum og fánar væru á Fundir voru haldnir tvisvar í mánuði yfir vetrar- mánuði og voru með því sniði að fundatíminn var um kvöldmatarleyti og ávallt borinn fram kvöld- matur, því næst var fundað og gjarnan fylgdu ein- hver skemmtiatriði líka. Um matinn sá brytinn og eiginkonur kiúbbfélaga aðstoðuðu. Eitt af fyrstu verkum nýstofnaðs Lionsklúbbs á Fáskrúðsfirði var að sækja um inngöngu í félaga- samtök félagsheimilisins Skrúðs.Til gamans má geta þess að Lionsklúbburinn þurfti að borga hærri leigu fyrir fundi heldur en önnur félög sem aðilar voru að þessum félagasamtökum og var það vegna þess að þeir notuðu eldavélina á fundum sínum en hin félögin ekki. Innan klúbbsins voru starfandi nefndir; byggða- sögunefnd, málefnanefnd, fjáröflunarnefnd og meðlimanefnd. Störfuðu þessar nefndir að þeim málefnum sem nöfnin gefa til kynna og aðrir félagsmenn tóku þátt í því starfi sem þessar nefndir efndu til hverju sinni.Til dæmis ef fjár- öflunarnefnd lagði til að selja ákveðinn varning þá fóru allir félagsmenn að selja varninginn. Fyrsta ferðin sem Lionsklúbburinn bauð eldri borgurum til. Myndin er tekin við Frá afhendingu augnskoðunarteekisins sem Lionsklúbburinn gaf Heilsugaslunni á Fáskrúðsfirði. Stefán Stefánsson fyrir Valaskjálfá Egilsstöðum. höndLions, laknir sem var á staðnum, Hjördís Garðarsdóttir og augnlaknirinn Bjöm Már Ólafsson. heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og hafa í heiðri allar góðar dyggðir sem eru samfélaginu öllu til heilla. Á árum áður var Lionsklúbburinn aðeins fyrir karla, síðan urðu til Lionessuklúbbar sem voru eingöngu fyrir konur en í dag eru Lions- klúbbar fyrir bæði kyn. Á vormánuðum 1966 komu þrír herramenn í heimsókn á Fáskrúðsfjörð. Þetta voru þeir Axel 4 réttum stöðum. Þá var fylgst með því að félagar mættu með barmmerki klúbbsins á fundi, ef menn gleymdu að næla merkinu í boðunginn fengu menn sekt. Til að fá inngöngu í klúbbinn þurfi meðmæli frá félagsmanni og samþykki allra félaga. Við inngöngu fengu menn barmmerki, síðan fengu menn nýtt merki eftir fimm ára starf eða fyrr, ef menn náðu 100% mætingu á fundi. Töluverð samskipti voru við aðra Lionsklúbba. Ef félagar fóru til Reykjavíkur eða á aðra staði þar sem Lionsklúbbur var starfandi þá var nokkuð algengt að menn færu sem gestir á fundi þess klúbbs. Jafnvel í útlöndum heimsóttu félagar úr Lionsklúbbi Fáskrúðsfjarðar þarlenda klúbba. Þá var farið á alþjóðlegar ráðstefnur og fundi auk innlendra svæðisþinga og funda.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.