Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 8

Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 8
Texti: Gunnar Þorsteinn Halldórsson Myndir: Albert Eiríksson Frðjxskip ckgdJ3 ® [esjo\ir>s frajxjdis <2)jÓ Vpf Maður hét Sigmar, bóndi í Dölum, Magnússon - og allir fiillorðnir Fáskrúðsfirðingar muna. Hann var mætur maður, sjálfmenntaður, vel menntaður og hafsjór af fróðleik - fæddur árið 1922. Þegar undirritaður og eiginkona, Edda Péturs- dóttir, eignuðust Sjólyst árið 1989, fróðleiksþyrst um sögu hússins, ráðlögðu nokkrir bæjarbúar að leitað skyldi til Sigmars. Það var og gert. Hann brást afar vel við - notaði eigin þekkingu sína ásamt kirkjubókum og öðrum heimildum til að skrifa á nokkra pappírssnepla sögu hússins og íbúaskrá. Sneplana fengum við frá honum kvöld eitt þegar næstsíðasti þáttur af Matador var frumsýndur á Islandi - ég gleymi því aldrei vegna þess að ég varð að hendast inn í Dali á til- settum tíma til að ná í söguna og missti af þætt- inum! En frá Sigmari eru komnar margar þær staðreyndir sem hér birtast. Þökk sé honum og blessuð minning hans. Sjólyst var reist árið 1884 og er því elsta varðveitta hús á Fáskrúðsfirði. Hana byggði Carl Andreas Tulinius, konsúfi Frakka, og hafði fyrir verslun - útibú frá öðrum verslunum sem hann rak. Þar sem nú er bærinn Búðir var á þeim tíma ekki einu sinni bæjarbragur, varla að kalla mætti þorp, heldur bara örfáir sveitabæir. Verslunin gekk samt það vel að þremur árum síðar stækkaði kaupmaðurinn við sig og flutti sína búð. Upp frá því varð Sjólyst að íbúðarhúsnæði og hýsti tvær fjölskyldur í marga áratugi, hvora á sinni hæð - önnur bjó þröngt undir súðinni. Þegar þrengst var áttu heima tólf manns undir hinu litla þaki. Þetta er bjálkahús. Rétt einsog franski spítalinn var það byggt úr norskum viði, hannað og smíðað þarlendis - hver einasti bjálki merktur og allir fluttir yfir höfin blá, settir upp í fjöruborði á þessum afskekkta stað í réttri númeraröð,grindin klædd og þakið tjargað. Og hlaut nafnið Sjó/yst, með ypsiloni. Það er í raun dönskusletta; komið af Se/yst. Nokkur önnur hús sem standa við sjó á íslandi bera þetta nafn - enda danskir tímar þá og engin skömm af slettunni þótt húsið mundi bera jafn vel einfalt i, svo listavel sem fjörðurinn er gerður! En nokkru síðar var byggt annað hús næst utanvið og hlaut nafnið Rúst. Sú er skýringin á því að Sjólyst var lengi kölluð Gamla Rúst. Saga Sjólystar er ekki bara merkileg vegna aldurs hennar og upphafs heldur líka vegna merkra manna sem þar hafa búið. Einn eigandi og íbúi var til dæmis Jón Finnbogason, ættfaðir margra Fáskrúðsfirðinga. Hann er þekktur fyrir sam- skipti sín við franska skútusjómenn og var eini maður staðarins þá sem gat talað tungu hinna 8 erlendu sjómanna og var túlkur þeirra gagnvart heimamönnum. Annar frægur maður bjó þar um tíma barn að aldri, fóstursonur móðursystur sinnar og eigin- manns hennar sem þá áttu húsið - það var sjálfur Gunnlaugur Scheving listmálari. Vel má vera að einhverjar af hinum rómuðu beljumyndum hans eigi kveikju í æskuminningum frá staðnum. Þótt tengja megi Sjólyst ýmsum þekktum nöfnum er hitt ekki síður söguvert að þar hefiir lengstum búið alþýðufólk sem endurspeglar í störfiim sínum og tilveru íslenskan raunveruleik gamalla tíma, sjávarsókn og landbúnað einsog var. Neðan við húsið stendur ein elsta bátanaust sem varðveist hefur á Austfjörðum. Undir viðbyggingunni að innanverðu, sem upphaflega var hlaða, höfðu íbúar fjárhús og hýstu nokkrar kindur við lofthæð sem náði rétt rúmum metra. Innan við húsið stóð fjós sem rýmdi eina kú. Tún sem gáfu hey búfénaði voru í fjallshlíðum víðsfjarri. Á tuttugustu öld bjuggu lengst í húsinu systkinin Bjarni og Helga Kristjáns- börn. Þau framfleyttu sér einmitt af gæðum lands og sjávar - og því sem var tilfallandi til lífsviðurværis. Bjarni reri til fiskjar, heyjaði fyrir kindur og kú - og sinnti öðrum búverkum. Helga sá um heimilið, þvoði þvotta fyrir aðrar fjöl- skyldur og sá um hænsin sem þau héldu. Hún eignaðist dótturina Sigurbjörgu Bergkvistsdóttur sem nú er komin á efri ár og ætti að vera gerð að heiðursborg- ara Fáskrúðsfjarðar. Sigurbjörg kvæntist Gunnari Jónassyni heitnum, öðrum heiðursmanni sem ól allan sinn aldur í plássinu - en svo vill til að for- eldrar hans bjuggu um tíma á efri hæðinni í þessu sama húsi, undir súðinni. Sigurbjörg og Gunnar héldu húsinu í sinni umsjón og gættu þess að halda því við allt þar til þau afsöluðu því okkur Eddu. Þeim hjónum má líka þakka, að annað sögufrægt hús á Búðum við Fáskrúðsfjörð hefur varðveist óskemmt og fallegt - hið upprunalega franska sjúkraskýli sem nú á sér nýfæddan tvíbura aðeins utar í firðinum. Saga franskra á Fáskrúðsfirði teygir sig víða um plássið. Saga fólksins sem þar hefur búið blasir sem betur fer víða við, ekki bara í húsum heldur kemur hún líka fram í minningum fólks sem segir frá sögu sinni - frá einni kynslóð til annarrar. Edda i Sjólyst.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.