Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 ÁRNI GUNNARSSON, fyrrverandi forstjóri Heilsuhælisins í Hveragerði og fyrrum alþingismaður, skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið um að Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefði komist inn á lista fjármálaritsins Forbes yfir 500 auðugustu menn heims. Árni nefndi grein sína „Forbes og fátæktin“. Ég var ánægður með að hann stingi niður penna um þetta mál. Tekju- dreifing og bilið á milli þeirra ríku og fátæku eru eilífðarmál. Það var styrkur Árna að hann var ekki með skæting út í athafnamenn þótt tónninn í garð þeirra væri fremur neikvæður. „ÚTGEFENDUR RITSINS lýstu sérstakri ánægju með það, að fleiri nýir milljarðamæringar hefðu bæst á listann en fallið af honum,“ skrifar Árni og bætir við: „Í fréttum fyrir nokkrum dögum var greint frá því að 25% allra barna í Bandaríkjunum lifðu fyrir neðan fátækramörk. Forbes birtir ekki lista yfir 500 fátækustu. Bandaríkin eru draumaland frjálshyggjunnar. Hundraðs- hluti fátækra barna var lægstur í norrænu löndunum, en þar hefur stefna jafnaðar- og félagshyggju ráðið ferðinni í marga áratugi. Dugandi og framsæknir menn eiga að fá svigrúm til að auðga og efla fyrirtæki sín innan ramma laga og reglna. Slíkir menn eru mikilvægur drifkraftur hvers samfélags. En auður verður ekki til af engu og sú krafa er bæði sjálfsögð og eðlileg, að auðnum fylgi skilningur og viðurkenning á samfélagslegri ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja.“ ÁRNI HÆLIR ÞARNA jafnaðarstefnunni, hnýtir í frjáls- hyggjuna, en fer samt ágætum orðum um drífandi athafnamenn. Hann minnist hins vegar ekki orði á þau sjónarmið, sem hafa verið að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum sem og almennt í Evrópu, að minni ríkisafskipti, markaðshyggja og aukið frelsi einstaklinga til athafna hefur fengið meira vægi, bæði hjá „vinstri og hægri stjórnum“. Æ fleiri stjórnmálamenn hafa aðhyllst þessa stefnu vegna þess að almenningur hefur verið fylgjandi henni. Frægt er þegar Tony Blair og breski Verkamannaflokkurinn „stálu“ stefnu Íhaldsflokksins á sínum tíma og gjörsigruðu John Major og Íhaldsflokkinn. Yfirbragð Blair var jafnaðarstefna og rauðar rósir, en það sem hann lét út úr sér og lagði til var aukin markaðshyggja og minni ríkisafskipti. Blair vissi sem var að ekkert stækkaði þjóðarkökuna eins hratt og frjáls verslun, frjáls markaður og kraftmiklir athafnamenn. Staðreyndin er sú að drífandi athafnamenn búa til fleiri störf og stuðla að hækkandi launum, þeir útrýma fátækt fremur en að auka á hana. ÞAÐ ER HELDUR ekki út af neinu sem Samfylkingin á Íslandi leitar í smiðju Blair og vill hafa á sér yfirbragð nútímalegs jafnaðar- mannaflokks. Flestir hafa hins vegar undrast að í verki sýnist hún hafa mikla trú á frjálshyggju og ríkum athafnamönnum, sem auðvitað er hið besta mál. Samfylkingin var t.d. á móti fjölmiðla- lögunum og leit á þau sem árás á Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölmiðlaveldi hans, lög sem hún taldi að settu honum of þröngar skorður á markaði fjölmiðlunar. Þá hafa foringjar Samfylkingar- innar sett sig upp á móti lögum gegn hringamyndun sem ætlað væri að skerða athafnafrelsi auðugra kaupsýslumanna undir þeim formerkjum að þeir væri orðnir of stórir fiskar í lítilli tjörn. VEGNA ORÐA ÁRNA um „Forbes og fátæktina“ er ekki hægt að horfa fram hjá því að „fátækt er ekki sama og fátækt“. Hugtakið fátæklingur á Íslandi er ekki hið sama og fátæklingur í fátækralöndum. Fátæklingur á Íslandi finnur heldur ekki fyrir skyld- leika við þá fátækustu í Bandaríkjunum. Á Íslandi er samhjálp við fátæka og sjúka, nokkuð sem við frjáls- og markaðshyggjumenn verðum aldrei tilbúnir til að slá út af borðinu. Við fögnum því hins vegar ef þjóðfélagið allt verður ríkara, ef allir hafa meira á milli handanna – þó það kosti að sumir séu ríkari og meira að segja talsvert ríkari en aðrir. VÍKJUM AFTUR AÐ Forbes. Í forsíðufrétt tímaritsins segir Björgólfur Thor að leit að virðingu hafi drifið sig áfram í við- skiptum. „Virðing er mér efst í huga. Völd og peningar eru aðeins leiðin til virðingar,“ segir Björgólfur og kveðst ekki vilja vera álitinn of valdamikill á Íslandi. „Ég hef öðlast þá virðingu sem ég vildi. Nú get ég hafið seinni helming lífs míns.“ ÉG ER EKKI viss um að allir séu sammála Björgólfi Thor um að völd og peningar séu leiðin til virðingar. Margir bera vissulega virðingu fyrir þeim sem eiga peninga, en orðheldni, heiðarleiki og háttvísi er orðstír sem deyr aldrei. Ég held að ekki sé hægt að kaupa sér virðingu. Fólk ber virðingu fyrir Björgólfi Thor vegna þess að hann hefur útgeislun athafnamanns sem smitar út frá sér og kemur fyrir sjónir sem snjall í viðskiptum, ákveðinn, heiðar- legur og kurteis. ÉG ÆTLA SVO að enda þetta með orðum gamanleikarans sem ræddi um auð og fátækt. Hann hafði á orði hvað ríkt fólk segði ótrúlega oft að peningar skipti það engu máli og að enginn gæti keypt sér hamingju. Hann sagði: „Kunnið þið annan, frekar vil ég vera ríkur og óhamingjusamur, en fátækur og óhamingju- samur.“ Jón G. Hauksson RITSTJÓRNARGREIN RÍKUSTU MENN HEIMS „Forbes og fátæktin“ Frægt er þegar Tony Blair og breski Verkamannaflokkurinn „stálu“ stefnu Íhaldsflokksins á sínum tíma og gjörsigruðu John Major og Íhaldsflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.