Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 Ölgerðarinnar sem framkvæmdastjóri fjár- mála- og þróunarsviðs og var þar t.a.m. vatns- og vínútflutningur á hans könnu. Þann 1. nóvember sl. tók Andri svo við starfi forstjóra Ölgerðarinnar af Jóni Diðriki Jónssyni. „Markmið ársins er auðvitað sókn, en sókn með aðhaldi. Við hyggjumst ýta upp tekjulínunni án þess að hækka rekstrar- kostnað, beita öguðum vinnubrögðum og hafa skýrar boðleiðir, beina sjónum okkar að því sem skiptir máli, laga ferla, beita aukinni framleiðslustýringu og mælingum og vinna samkvæmt 5 ára vöruþróunar- áætlun. Markaðssetning verður áfram öflug og fjárfest verður í vöruþróun.“ ÁRNI STEFÁNSSON, nýr forstjóri Vífilfells „Í matvörugeiranum höfum við nær 64% markaðshlutdeild í heildina í gosdrykkjum þar sem aðgangur gosdrykkjaframleiðenda er í hlutfalli við markaðsstöðu þeirra. Inni í þeim tölum er ekki sala til veitingastaða, enda er salan þar ekki mæld af A. C. Nielsen. Á veitingastöðunum er ekki jafn aðgangur, þar er oft eingöngu selt Coke eða bara Pepsi,“ segir Árni Stefánsson, nýr forstjóri Vífilfells. „Í sykruðum kóladrykkjum höfum við hins vegar afgerandi forystu á markaðnum, en söluhlutdeild Coca-Cola er um 85% á móti innan við 15% hlutdeild Pepsi Cola. Aðrir drykkir eru aðeins með tæplega 1% af markaðnum. Enn er algengt að þegar fólk hyggst kaupa kóladrykk að það biðji um „kók“, ímynd hans er þetta miklu sterkari en ímynd kóladrykkja samkeppnisaðilana, eins og t.d. Pepsi. Í sölu á safa og djús á matvörumark- aðnum er hlutdeild okkar einnig stærst. Við erum með 41,4% samkvæmt síðustu tölum. Aðföng, sem eru okkar stærsti viðskipta- vinur, er með 20,7% markaðarins, en jafn- framt eru þeir okkar helsti keppinautur á safamarkaðnum.Tryggð neytenda er miklu meiri við tegundir í gosdrykkjum en í safa og djús. Eins virðast neytendur huga mun meira að verði en áður var þekkt. Auðvitað má deila um það hvort sam- keppnin sé alltaf eðlileg í veitingageiranum þar sem oft er bitist um að fá allan bitann eða ekkert eftir útboð. Yfirleitt er þetta það flókinn og dýr tækjabúnaður, t.d. í gosvélum sem geta kostað allt að hálfri milljón, að það gengur ekki að vera með vélar frá tveimur framleiðendum. Ætli hlutur okkar í þess um útboðum sé ekki um 70%, svo ég reikna með að heildarmarkaðshlutdeild Coca-Cola mundi aukast enn frekar ef viðskiptin við veitingastaðina væru tekin með.“ Árni Stefánsson hefur unnið hjá Vífilfelli í rúm 6 ár. Hann var í fyrsta stúdentaútskriftar- hópi VMA á Akureyri árið 1985, lauk síðan BS-námi frá Tækniskólanum í alþjóða- markaðsfræði og hélt loks til Skotlands og lauk MSc prófi í alþjóðamarkaðsfræði frá Strathclyde University í Skotlandi. Í samræmi við stefnumótunarvinnu sem unnin var í fyrra er skipulega unnið að því hjá Vífilfelli að auka framleiðsluna og þar með markaðshlutdeild í öllum tegundum og eins er verið að hugleiða það að fara út á nýjar brautir í rekstrinum. Árangurinn af sameiningu Vífilfells og Sólar-Víkings sýni starfsmönnum að fyrirtækið veldur því vel að fá nýja starfsemi og nýjar vörur inn í húsið og því sé töluverður áhugi hjá starfs- mönnum að halda áfram að víkka út starf- semina með nýjum vörum. G O S D R Y K K J A M A R K A Ð U R I N N VÍFILFELL Velta: 5,8 milljarðar. Starfsmenn: 210. ÖLGERÐIN Velta: 5,2 milljarðar. Starfsmenn: 140. Í MATVÖRUGEIRANUM hefur Vífilfell nær 64% markaðshlutdeild í heildina í gosdrykkjum. SALA SYKURSKERTRA drykkja jókst um 23% í fyrra frá árinu 2003. Sala sykraðra drykkja dróst hins vegar saman um 1,5%. Árið 2002 var hlutur sykraðra drykkja 75% á móti 25% sykurlausra drykkja. Ef þróun verður áfram svipuð verður neyslan orðin jöfn árið 2011 en ef kolsýrt vatn er tekið með gerist það árið 2009. Í SYKURLAUSUM drykkjum seldi Vífilfell 3,6 milljónir lítra í fyrra og jók söluna um 8,1%. Ölgerðin seldi 3,1 milljónir lítra og jók söluna um 43,3% milli ára og munar þar mest um stór- aukna sölu á Pepsi Max. SALA SYKRAÐRA DRYKKJA. Samkvæmt sölutölum frá A.C. Nielsen, sem mælir sölu í stórmörkuðum og bensínstöðvum, seldi Vífilfell 10,5 milljónir lítra af sykruðum drykkjum í fyrra og dróst salan saman um 0,98% milli ára. Ölgerðin seldi 5,3 milljónir lítra og var samdrátt- urinn 2,52%. Í SYKRUÐUM kóladrykkjum hefur Vífilfell for- ystu á markaðnum, en hlutur Coca-Cola er þar rúm 85% á móti innan við 15% hlutdeild Pepsi Cola. NEYSLA Á BJÓR á Íslandi er um 55 lítrar á mann á ári á sama tíma og meðalneyslan í Vestur-Evrópu er um 75 lítrar á mann. Sóknarfærin eru því enn umtalsverð. Í löndum þar sem bjórneyslan á sér mjög langa sögu er neyslan langt yfir 100 lítra á mann. En á Íslandi jókst hann um nær 8% á sl. ári, og sú þróun heldur áfram. BJÓRSALA Á ÍSLANDI. Hlutdeild Vífilfells var tæplega 45% í marsmánuði og hefur verið svipuð undanfarna mánuði, en Ölgerðin var með rúm 25% markaðshlutdeild. Hlutdeild íslenskra bjórframleiðenda er því um 70%. BJÓRSALA. (Söluhæstu tegundir í mars) Viking 15,7% Thule 9,2% Faxe Premium 8,3% Viking Lite 7,4% Carlsberg 6,6% Egils Gull 6,0% Tuborg grön 5,9% Egils Pilsner 4,8% Heineken 3,9% Bavaria 2,6% MARKAÐURINN - MOLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.