Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Blaðsíða 188

Frjáls verslun - 01.08.2005, Blaðsíða 188
188 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 Í Kauphöll Íslands er Kristín Jóhannsdóttir markaðs- og kynningarstjóri en hún er nýtekin við starfinu í fjarveru Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, sem er í ársleyfi: „Starf mitt felst í að vinna með öllum deildum í Kauphöllinni að öllu því sem kemur að mark- aðs- og kynningarmálum. Ég sinni mörgum mismunandi störfum, en þau helstu eru meðal annars þau að vera ritstjóri heimasíðu Kauphallarinnar, þar erum við mikið í sam- starfi við útlönd og má segja að í starfi mínu í heild sé ég ekki síður í samstarfi við erlenda aðila en innlenda. Ég stýri einnig hópi sem fjallar um markaðsmál varðandi Kauphöll- ina og er líka í markaðshópi NOREX kaup- hallanna. Svo eru útgáfumál fyrirtækisins á minni könnu, má þar nefna Árbókina og Kauphallartíðindi, nettímarit sem reynt er að gefa út tvisvar í mánuði. Þá sé ég um tengsl og samskipti við fjölmiðla, innlenda sem erlenda.“ Kristín segir starfið fjölbreytt, hraðinn sé mikill og alltaf eitthvað spennandi að gerast, ekki síst vegna þeirra miklu sviptinga sem hafa verið á markaðnum á síðustu vikum. „Meðal þess sem við erum að gera um þessar mundir er að koma á fót markaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og einnig erum við að fara að kynna íslenska markað- inn ásamt nokkrum skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni í London í nóvember, sem kall- ast Capital Markets Day, svo það er í mörg horn að líta þessa stundina.“ Kristín útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands árið 1996: „Ég starfaði sem kennari, fyrst á Dalvík í tvö ár og síðan í Rimaskóla eftir að ég hafði verið í Englandi um skeið þar sem eiginmaður minn var í námi. Ég hafði lengi haft áhuga á almannatengslum og lét verða af því í fyrra að læra þau fræði; fór til Skotlands og settist á námsbekk í University of Stirling og lauk þar námi um mánaðamótin júlí/ágúst með mastersgráðu í almannatengslum. Verður að segjast eins og er að það er frábært tækifæri fyrir mig að fá að sinna starfi markaðs- og kynningarstjóra Kauphallarinnar. Fyrir utan hvað vinnustað- urinn er frábær, veitir starfið mér dýrmætt tækifæri til að nýta mér menntun mína og öðlast reynslu á þessum vettvangi.“ Kristín er fjölskyldumanneskja og er eig- inmaður hennar Rúnar Dýrmundur Bjarna- son, sem hefur að baki mastersnám í mati á umhverfisáhrifum. Hann vinnur bæði hjá Verkfræðistofunni Hönnun og Skipulags- stofnun. Þau eiga tvö börn, Bjarna Ívar og Ísold Kristínu. Áhugamál Kristínar eru að rækta fjöl- skylduna og tónlist: „Eins og gefur að skilja færist áhugamálið yfir á börnin þegar búið er að stofna fjölskyldu, en tónlistin hefur alla tíð verið áhugamál mitt. Ég kem úr fjöl- skyldu þar sem mikið er um tónlist, bæði faðir minn og bróðir eru góðir tónlistarmenn og ég hóf snemma nám á píanó sem entist nú ekki lengi, en fór síðan í söngnám í Söng- skóla Reykjavíkur á seinni árum og lauk 5. stigi áður en ég fór til útlanda. Ég hef ekki enn gefið mér tíma til að halda áfram en það kemur vonandi að því einhvern tímann.“ Hvað varðar sumarið þá segir Kristín fjöl- skylduna hafa verið í Skotlandi meiri hluta síðastliðins sumars: „Ég var að ljúka ritgerð minni, sem var um almannatengsl hjá fyrir- tækjum á Íslandi, og var lítill tími til annars. Eftir að við komum heim hóf ég strax að starfa af fullum krafti í Kauphöllinni, þannig að gott frí með fjölskyldunni verður að bíða betri tíma.“ markaðs- og kynningarstjóri hjá Kauphöll Íslands Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir Nafn: Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir. Fæðingarstaður: Akureyri, 8. 12. 1971, ólst upp á Dalvík. Foreldrar: Jóhann Daníelsson og Gíslína Hlíf Gísladóttir, búsett á Dalvík. Maki: Rúnar Dýrmundur Bjarnason. Börn: Bjarni Ívar, 8 ára, og Ísold Kristín, 6 ára. Menntun: Kennarapróf frá KHÍ 1996. Masterspróf í almannatengslum frá University of Stirling 2005. Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir: „Ég hafði lengi haft áhuga á almannatengslum og lét verða að því í fyrra að læra þau fræði; fór til Skotlands og settist á námsbekk.“ FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.