Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 21
Ekki hefur verið gerð ítarleg rannsókn á matvælasóun hér á landi en leiða má líkur að því að ástandið sé svipað og í nágrannalöndunum. Í nýrri rannsókn, sem dönsku neytendasamtökin stóðu meðal annars að, kemur í ljós að Danir henda mun meiri mat en þeir sjálfir gera sér grein fyrir. Talið er að meðalfjölskyldan hendi mat fyrir 10.000 danskar krónur á ári eða um 230.000 kr. Danir eru hins vegar mjög áfram um að minnka þessa sóun. matarplan minnkar sóun Afstaða Dana til matarsóunar var könnuð auk þess sem lögð voru verkefni fyrir rýnihóp. Meginmarkmið rann- sóknarinnar var að skoða hvort hægt væri að minnka matvælasóun með því að breyta venjum fólks. Eitt af því sem veldur sóun er skipulagsleysi. Í könnun sem gerð var meðal 1.000 Dana kom í ljós að 52% ákveða aldrei eða mjög sjaldan matseðilinn fram í tímann. Þátttakendur í rannsókninni voru fengnir til að gera matseðil fyrir vikuna. Í ljós kom að fyrir marga var mikið átak bara að setjast niður og ákveða kvöldmat fram í tímann. Eftir að hafa tekið þátt í verkefninu voru þó allir sammála um að góð skipulagning og áætlun um máltíðir vikunnar hjálpaði til við að minnka sóun. Meira yrði úr matnum og færri ferðir í matvöru verslun væru af hinu góða enda sparaði það bæði tíma og minnkaði óþarfa innkaup. Mörgum þátttakendum fannst henta betur að gera matseðil til styttri tíma eða 2-4 daga í senn þar sem lítið þarf til að setja vikuplan úr skorðum. Flestir höfðu verslað í matinn svo til á hverjum degi og upplifðu mikinn létti við breytt skipulag. tilboð á útrunnum matvælum Þátttakendurnir kölluðu eftir því að verslanir hefðu mat sem væri að renna út á dagsetningu á ákveðnum stað og gæfu góðan afslátt. Slíkt væri ábyrgt af hálfu versl- unarinnar og neytendur myndu nýta sér slík tilboð. Þá voru þátttakendur sammála um að erfitt væri að stand- ast magntilboð en niðurstaðan væri þó að oft væri nýt- ing in af slíkum kaupum léleg. afgangar Þátttakendur játuðu að elda oft ríflega og afgöngum væri því hent. Þeir voru opnir fyrir því að minnka að- eins skammtana þegar eldað væri fyrir heimilisfólkið en það væri hins vegar sérstaklega vandræðalegt ef ekki væri nægur matur fyrir gesti. Eins þótti alls ekki við hæfi að fara fram á að fá að taka afganga með heim af veitingastöðum. gleymt í frysti Flestir þekkja það eflaust að nota frystinn sem nokkurs konar dvalarstað fyrir afganga áður en þeim er hent. Margir þátttakendur viðurkenndu að hafa litla stjórn á birgðahaldinu í ísskápnum og frystinum. Afgöngum væri hent í frystinn til þess eins að enda í ruslinu í næstu tiltekt. Fólk var beðið um að halda birgðahald yfir matvörur í ísskápnum og í frystinum, þ.e. skrá allar hreyfingar inn og úr þeim. Þetta reyndist þrautin þyngri og voru þátttakendur sammála um að þessi að- ferð væri of flókin og tímafrek þótt vissulega væri til bóta að hafa góða yfirsýn yfir matvælabirgðirnar á heimilinu. Var talið hugsanlegt að nýta mætti snjall- síma til að lesa strikamerkin á vörunum og halda þannig utan um birgðahaldið. Það væri þó fyrir öllu að framkvæmdin væri einföld og tæki lítinn tíma. kynslóðamunur Almennt taldi yngra fólk í lagi að leifa mat og það setti gjarnan of mikinn mat á diskinn. Eldra fólk á auðveld- ara með að skammta sér passlega og leifir síður. Fólk í tekjulægri hópum hendir síður en tekjuhærra fólk mat sem er útrunninn. Lágtekjufólk treystir betur á eigin dóm greind þegar kemur að því að meta hvort maturinn sé í lagi þótt stimpillinn segi annað. 95% tekjulágra Dana segjast sannreyna á eigin skinni hvort varan sé í lagi en í tekjuhæsta hópnum er hlutfallið aðeins 64%. Sjá meira um matvælasóun á ns.is, undir matvæli. Þar má einnig sjá hlekk á dönsku rannsóknina -BP- Að minnka matarsóun - Skipulag í matarinnkaupum og matseðill fram í tímann NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // matarsÓuN 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.