Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 15
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // BPA Alvarlegir sjúkdómar og þroskafrávik tengd við BPA Bisfenól-A (BPA) er kolvetnissamband sem notað er í plastframleiðslu, einkum á polýkarbónatplasti og epoxý- húðun. BPA hefur verið í notkun síðan 1957 en talið er að árlega séu framleiddar um 3-5 milljónir tonna af efninu á heimsvísu. BPA líkir eftir áhrifum estrógens og getur truflað starf- semi innkirtla, jafnvel í mjög lágum styrk. Það getur dregið úr eðlilegum þroska heilans og taugakerfis og valdið þroskafrávikum og ófrjósemi. Enn fremur virðast vera tengsl milli astma, ADHD, offitu, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma, lifrarskemmda, sykursýki og annarra nútímasjúkdóma og aukins magns BPA í þvagi. Heili, æxlunarfæri, blöðruhálskirtill, brjóst, skjaldkirtill, lifur og nýru virðast sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum efnisins. Fóstur og ungbörn í mestri hættu BPA mælist í þvagi og blóði nánast allra sem búa í nú- tímasamfélagi. Áhyggjur vísindamanna beinast þó aðal- lega að áhrifum efnisins á fóstur og ungbörn, þar sem hættan á tauga- og hormónaraskandi áhrifum er mest á seinasta þriðjungi meðgöngunnar og á fyrstu æviárunum og sannað hefur verið að BPA berst í gegnum fylgju og finnst í móðurmjólk. Lítið magn af BPA lekur úr plasti við venjulega notkun, einkum þegar plastið er farið að flagna eða það er hitað upp eða þvegið með sterkum hreinsiefnum. Snerting við vökva með hátt eða lágt sýrustig eykur lekann enn frem- ur. Matur og drykkur eru talin aðaluppspretta BPA, en BPA mælist jafnframt í heimilisryki og kemst í blóðrásina beint í gegnum húðina. Ágreiningur um öryggi BPA Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest hormónaraskandi áhrif BPA í lágum styrk. Þrátt fyrir það gaf Matvæla- örygg is stofnun Evrópu (EFSA) nýlega út ályktun þar sem fullyrt er að neytendum stafi ekki hætta af BPA þar sem útsetning fyrir efninu sé vel undir þolanlegum dag- skammti. EFSA telur að að fullorðnir verði fyrir að hámarki 1 míkró grömmum á dag á kíló en börn og táningar eru útsett fyrir 1,26 til 1,45 míkrógrömmum á hvert kíló lík amsþyngdar. EFSA ákvað þó að lækka hámarksgildið fyrir BPA verulega, eða úr 50 míkrógrömmum á hvert kíló af líkamsþyngd niður í 4 míkrógrömm. Rannsóknaraðferðir og nálgun EFSA hafa sætt harðri gagnrýni. Vísindamenn telja óviðeigandi að meta öryggi hormónaraskandi efna á borð BPA út frá hefðbundnum hámarksskömmtum. Slíkar aðferðir henta til að meta bráðeitrandi áhrif efna en ná ekki nægilega vel utan um langtímaáhrif efnanna í lágum styrk. M.a. hefur Mat- væla stofnun Danska tækniháskólans (DTU) gagnrýnt viðmið EFSA og telur að miða ætti við 0,7 míkrógrömm á hvert kíló líkamsþyngdar. Sænska efnaöryggisstofnunin KEMI tekur í sama streng og bendir á að alls ólíkar niðurstöður um áhrif BPA fáist ef notaðar eru sk. lágskammtaaðferðir í stað þolanlegs hámarksskammtar. KEMI hefur m.a. varað við notkun BPA í kassakvittunum og plastslöngum og öðrum búnaði á spítölum, einkum við meðferð fyrirbura og nýbura. Fræði nefnd ESB um nýjar heilsuógnir (SCENIHR) mælir einnig með því að forðast notkun lækningatækja sem innihalda BPA. Í kjölfar ályktunarinnar hafa frjáls félagasamtök ásakað EFSA um hagsmunagæslu fyrir plast- og matvælafram- leið endur. Miklir hagsmunir í húfi Mörg lönd hafa þegar takmarkað notkun BPA með varúð ar regluna að leiðarljósi. Danir og Belgar voru meðal fyrstu þjóða til að banna BPA í pelum og matar- ílátum fyrir ung börn. Notkun BPA í pelum var hætt í Evrópu og Bandaríkjunum árið 2011. Svíar hyggjast banna BPA í kassarúllum og vilja hætta notkun BPA í niðursuðudósum fyrir árið 2020. Frakkar hafa gengið lengst og bönnuðu BPA í öllum mat- arílátum frá byrjun ársins 2015. Plastframleiðendur hafa mótmælt nýju reglunum harðlega með þeim rökum að efnin sem eiga að leysa BPA af hólmi hafi ekki verið Bisfenól-A í brennidepli Bisfenól-A eða BPA er hormónaraskandi efni sem leynist víða og er nánast ómögulegt að forðast í daglegu lífi. Neytendablaðið gerði úttekt á BPA til að varpa ljósi á ólíkar skoðanir iðnaðarins og vísindamanna um öryggi efnisins. 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.