Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 20
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // eldSneytiSeyðSla Kröfur um að bílar séu sparneytnir og mengi lítið hafa aukist á síðustu misserum og mikilvægt er fyrir fram leið- endur að bílar þeirra nái góðum niðurstöðum úr próf- unum. Þær prófanir sem gerðar eru á bifreiðum hafa verið gagnrýndar fyrir að vera úreltar og talið er nauðsynlegt að endurskoða þær, enda virðist oft þó nokkur munur á raunverulegri eldsneytiseyðslu og upplýsingum frá framleiðendum. Þótt prófanir geti líklegast aldrei sagt nákvæmlega til um raunverulega eldsneytisnotkun bifreiðar, þar sem þættir eins og t.a.m. veður, vegir og aksturslag hafa þó nokkur áhrif, þá telja margir að um of mikinn mun sé að ræða. Núverandi prófanir hafa einnig verið gagnrýndar fyrir að bjóða upp á ýmsar gloppur sem framleiðendur geta nýtt sér og lítið eftirlit virðist vera með þeim. Evrópsku neyt- endasamtökin (BEUC) hafa farið fram á að reglurnar, ásamt því hvernig prófanir á bílum fara fram, verði end- ur skoðaðar þar sem eyðslutölur bifreiða úr könnunum geti verið blekkjandi. BEUC leggur til að stuðst verði við nýja eyðslu- og mengunarmælingu sem ber yfirskriftina The Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure (WLTP), en hún verður vonandi kynnt á árinu 2017. Ítölsku neytendasamtökin Altroconsumo hafa nú látið mæla eldsneytiseyðslu tveggja bifreiða og kom í ljós að bílaframleiðendur virðast beita ýmsum brögðum til að fá sem lægsta eldsneytisnotkun út úr prófunum. Bílarnir sem samtökin prófuðu voru Fiat Panda 1.2 og Volkswag- en Golf 1.6 TDI. Rannsóknin bendir til þess að uppgefnar eyðslutölur bílaframleiðendanna hafi verið allt að 20- 50% lægri en eyðslan reyndist í raun vera, sem leiddi til þess að bíleigendur eyddu töluvert meiri fjár munum í eldsneyti en þeir gerðu ráð fyrir við kaupin. Í kjölfarið voru höfðuð mál gegn þessum bifreiða fram leiðendum á Ítalíu sem nú hafa verið þingfest, en um er að ræða hópmálssókn sem Altroconsumo er í forsvari fyrir. Þar er m.a. krafist endurgreiðslu umframelds neytis kostnaðar sem eigendurnir hafa þurft að bera vegna rangra upplýs- inga um eyðslu bifreiðanna. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þessi mál þróast og hverjar niður- stöður dómsmálanna verða. Hverju eyðir bíllinn – í alvöru? IN T H E TE ST TR ICK no. TYR E PR ESSU RE At the higher pressure setting the reduction of fuel consumption can be as much as 2.9% IN T H E TE ST TR ICK no. DRIVI NG TEC HNIQUE Through adjusting acceleration, breaking etc. consumption reduced by up to 3% TR ICK no. DISCO NNECTI NG THE ALTE RNATO R Avoiding additional power by removing the alternator will reduce fuel consumption TR ICK no. BETTE R BR EA K ING Reducing the friction between the car’s brake pads and discs TR ICK no. S PECIA L LUB RICA NTS Using special lubricants, that are not normally used by motorists TR ICK no. TAPI NG UP THE CAR To minimize air resistance, car parts are sealed with tape IN T H E TE ST TR ICK no. TEST TEMPE R ATU RE Dierent conditions can lead to 2.3% reduction in fuel consumption TR ICK no. REDUCI NG THE WEIGHT OF THE VE HICLE When tested under a lower weight class, consumption fell by up to 4.4% IN T H E TE ST ÞYNGDARSTJÓRNUN Fjarlægðir eru hlutir úr bifreiðum sem almennt eru í þeim við venjulega notkun og eru þær þá léttari en almennt gerist. AKSTURSLAG Í prófunum er notað aksturs- lag sem leiðir til minnstrar elds eytiseyð lu. HITASTIG Mælingar fara fram í umhverfi þar sem er mikill lofthiti, en hitastig er talið geta haft áhrif á eldsneytisnotkun. SÉRSTAKAR MÓTOROLÍUR Nota sérstakar mótorolíur sem alla jafna eru ekki notaðar við venjulega notkun bifreiða. RIÐSTRAUMSRAFALL AFTENGDUR Með því að minnka orku- notkun er dregið úr eldsneytiseyðslu. LÍMBÖNDUM BÆTT VIÐ Með því að setja límbönd á vissa fleti bifreiðar, t.a.m. yfir rifur milli hurða, er vindmót- staða minnkuð. UPPFÆRÐ BREMSUKERFI Tilgangurinn er sá að draga úr núningi milli bremsu- klossa og bremsudiska. AUKA LOFTÞRÝSTING Í DEKKJUM Sett töluvert meira loft í hjólbarða en gengur og gerist undir venjulegum kringum tæðum. V IÐ P RÓ FU N V IÐ P RÓ FU N V IÐ P RÓ FU N V IÐ P RÓ FU N Dæmi um aðferðir sem bílaframleiðendur nota í prófum til að reyna að fá lægri tölur um eldsneytisnotkun. 20

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.