Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 8
Umræðan um dýravernd hefur ekki verið fyrirferðarmikil á Íslandi hingað til en nú er að verða breyting þar á sem eflaust má rekja til stofnunar tveggja nýrra samtaka; Velbús og Lífrænna neyt enda. Alltaf eru einhver dæmi um að illa sé farið með dýr og sum mál kom ast í hámæli. Eitt slíkt er Stórhólsmálið þar sem bændur voru ítrekað staðnir að illri meðferð og vanfóðrun á sauðfé. Yfirvöld hafa í mörg ár reynt að ná tökum á ástandinu en gengið illa. Hér eru helstu málsatvik rakin. Desember 2006: Sveitarstjórn á Austfjörðum gerir samkomulag við ábúendur um fækkun á sauðfé niður í það sem húsakostur býlisins var talinn rúma. Þetta er gert eftir ítrekaðar athugasemdir því á býlinu er allt of margt sauðfé sem er illa hirt og í slæmu ástandi vegna vanfóðrunar. Júní 2009: Héraðsdýralæknir og búfjáreftirlitsmaður koma á býlið eftir ábendingu um að ekki væri þar allt með felldu. Þeir gera alvarlegar athugasemdir þar sem féð var mjög vanfóðrað. Utan húss og í fjárhúsum eru hræ af lömbum og kindum sem drepist hafa í sauðburði. Málið er tilkynnt til Matvælastofnunar og sveitarstjórn fjallar um það. Oddvita og sveitarstjóra er falið að tryggja velferð dýranna og sjá til þess að ástandið á bænum endurtaki sig ekki. Matvæla stofnun kærir ábúendur til lögreglu fyrir slæman aðbúnað og vanfóðrun. Júlí 2009: Sveitarstjórnin samþykkir að svipta ábúendur býlisins leyfi til búfjárhalds og að segja upp við þá samningi frá desember 2006. Í samningnum kemur fram að húsakostur býlisins rúmi um 600 kindur en talið er að um 1300 kindur séu nú í umsjón ábúenda. Þar að auki kemur fram að ábúendur hafi ekki sinnt fjallskilum sem skyldi. Leyfi ábúenda skuli falla niður 31. október 2009. Lagaleg heim ild fyrir því að svipta ábúendur leyfi reyndist ekki vera fyrir hendi. Desember 2009: Niðurstaða dómsmáls varðandi kæru Matvæla­ stofn unar um illa meðferð á búfénaði liggur fyrir. Dómsmálið endar með dómsátt og ákærendum er gert að greiða 80.000 kr. í sekt. Ábúendur munu hafa áfram leyfi til dýrahalds. Yfirdýralæknir og sveitarstjórn undrast að ákæruvaldið skuli ekki hafa farið fram á bann við búfjárhaldi á bænum. Sveitarstjórnin harmar þessa niður­ stöðu og telur ákæruvaldið sýna ótrúlega mikla eftirgjöf í jafn alvar legu broti, sem ákærendur játuðu þó fyrir dómi. Janúar 2010: Ábúendur hafa ekki fækkað í bústofni sínum eins og um var samið. Héraðsdýralæknir felur lögreglunni að framkvæma vörslusviptingu á 160 kindum. Húsakostur er nú talinn rúma um 820 kindur og ekki er talið útilokað að býlið hafi ekki enn heimt allt fé af fjalli. Það fé sem enn er þar gæti hvenær sem er skilað sér í hús. Nóvember 2010: Upplýst er að enn eru yfir hundrað kindur á fjalli þó smölun ætti að vera lokið fyrir löngu. Matvælastofnun gefur ábúendum frest til að ljúka smölun fyrir 10. desember. Desember 2010: Matvælastofnun fer fram á vörslusviptingu á kind um þar sem enn er fleira fé á býlinu en húsakostur er talinn rúma. Rétt fyrir sviptinguna flytja ábúendur um 150 kindur í næstu sveit. Beiðni um vörslusviptingu er því afturkölluð. Apríl 2011: Um 70 kindur eru teknar úr umsjón býlisins vegna þess hve slæmur aðbúnaður fjárins er en það hafði verið geymt í annarri sveit. Þegar sviptingin átti að fara fram voru bændurnir að flytja féð heim til sín en flutningunum var snúið við og vörslusvipting var fram kvæmd. Nokkrar af þeim kindum voru aflífaðar fljótlega vegna hors. Matvælastofnun óskar eftir að eigendur verði sviptir vörslu á 300 fjár til viðbótar og hluta af því þarf að farga vegna hors. Apríl 2011: Matvælastofnun sendir frá sér tilkynningu um að að stæð ur á lögbýlinu séu nú með öðrum hætti en áður. Stofnunin hefur haft reglulegt eftirlit með búfé á bænum til að tryggja við unandi fóðrun og aðbúnað. Ábúendur hafa fækkað fé enn frekar eða um 330 kindur og er nú mjög fátt fé eftir á bænum. Einhver mál á hverju ári Stórhólsmálið vekur upp margar spurningar, svo sem hvort eðlilegt sé að bændur sem ítrekað hafa gerst sekir um illa meðferð á dýrum geti haldið áfram búskap árum saman eins og ekkert hafi í skorist. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum og for ­ maður Dýraverndarsambands Íslands, segir að á hverju ári komi upp mál sem snúa að slæmri meðferð á dýrum en þau séu sem betur fer ekki mörg. Það valdi hins vegar áhyggjum hversu lengi málin velkist í kerfinu áður en tekið er á þeim. Oft séu búfjáreftirlitsmenn Dýravelferð á Íslandi í skötulíki? 8 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.