Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 14
Flestir hafa heyrt um Chernobyl, Three Mile Island og núna Fuku shima. En hvað með Semipalatinsk, Palomares og Kyst­ hym? Margir staðir á jörðinni eru svokölluð „No­Go Zone” vegna óhappa eða tilrauna með kjarnorku. Eftir kjarnorkuslysið í Japan, fyrr á árinu, er gagnrýni á kjarnorkutæknina meira áber­ andi en oft áður. Þýska tímaritið Spiegel birti yfirlit yfir nokkur svæði á jörðinni sem eru yfirgefin og enginn fer um án þess að eiga á hættu að verða fyrir geislun, jafnvel áratugum eftir að atburðirnir sem leiddu til geislunarinnar áttu sér stað. White Sands, New Mexico, Bandaríkjunum Fyrsta kjarnorkusprengjan, „the Gadget“, var sprengd á tilrauna— svæði bandaríska hersins í eyðimörkinni White Sands þann 16. júlí árið 1945. Þetta var upphaf kjarnorkutímabilsins og nokkrum vikum seinna var sambærilegri sprengju varpað á Nagasaki. Vísindamenn vöruðu við hættunni en sprengjan, sem vó 18 kílótonn, var þrátt fyrir það sprengd í sandinum. Tólf km hátt sveppaský myndaðist og hljóðið barst um 320 km. Sandurinn á svæðinu breyttist í grænt, geisla virkt gler, svokallað trinitin. Seinna var fyllt upp í gíginn og trinitinið fjarlægt að mestu leyti. Nú, 60 árum seinna, er geisla­ virknin á svæðinu enn tífalt meiri en gott þykir. Hiroshima, Japan Bandaríska sprengjuvélin Enola Gay varpaði kjarnorkusprengju á Hiroshima í ágúst 1945. Borgin þurrkaðist að mestu út og 90% íbúa í hálfs km radíus létu lífið. Ári síðar var talið að milli 90.000 og 166.000 manns hefðu dáið af völdum sprengjunnar. Langtímaáhrif hafa dregið mikinn fjölda manna til dauða. Kyshtym, Sovétríkjunum Í september 1957 varð eitt af verstu kjarnorkuslysum sögunnar þó það hafi ekki verið gert opinbert fyrr en mörgum árum seinna. Tankur sem innihélt 80 tonn af mjög geislavirkum úrgangsvökva sprakk í plútóníumverksmiðjunni Mayakí í suðurhluta Úralfjalla. Verk smiðjan er aðeins 15 km frá rússnesku borginni Kyshtym. Við spreng inguna myndaðist 300 km hátt og 40 km breitt geislavirkt ský. 15.000 íbúar voru fluttir brott og engum var leyft að flytja til baka. Það var ekki fyrr en árið 1970 sem upplýsingar um atvikið láku til Vesturlanda en Sovétríkin viðurkenndu slysið ekki fyrr en árið 1989. Enn liggja ekki fyrir upplýsingar um fjölda dauðsfalla og langtíma afleiðingar slyssins. Allur aðgangur er ennþá bannaður á um 150 km2 svæði. Columbiafljót, Washington, Bandaríkjunum Margar úreltar vopna­ og kjarnorkuverksmiðjur eru í Hanford við Columbiafljót. Um 240 fermílna svæði er nú óbyggilegt vegna geislunarinnar sem hefur seytlað í grunnvatnið á svæðinu. Samtals eru þarna um 204.000 m3 af mjög geislavirkum úrgangi en það eru 2/3 hlutar af öllum geislavirkum úrgangi Bandaríkjanna. Á einum stað hafa meira en 216 milljónir lítra af geislavirkum vökva og kælivatni lekið úr tönkum. Dauðu svæðin á jörðinni The Gadget .016 sekúndur eftir sprengingu, 16. júlí 1945. 14 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.