Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 8
Frá því að bókarisinn Amazon kynnti fyrir neytendum fyrstu gerð ina af Kindle bókatölvunni árið 2007 hafa rafbækur og þar til gerðir lesarar fengið æ meiri athygli og þróast mjög hratt. Áhugi neytenda er að vakna og framleiðendur hafa tekið við sér. Forritið Neytendur geta vissulega keypt rafbækur án þess að eiga bókatölvu. Á vefsvæðum eins og bn.com (Barnes & Noble) og Amazon.com er hægt að hlaða niður lestrarforriti til að lesa rafbækur á venjulegri tölvu, iPod, Blackberry og fleiri græjum. Áskrift að rafrænum dag blöðum og tímaritum hentar vel í þetta form. Hvað er bókatölva? Bókatölva, öðru nafni eReader, er hönnuð til að lesa rafræn skjöl og notar forrit eins og þau sem nefnd eru hér að ofan. Hún er eins- konar rafræn tafla, handhæg með fáum tökkum og skýrum skjá. Hug myndin er að hún komi í staðinn fyrir prentað efni, þar sem neyt endur geta hlaðið niður bókum og lesið í bókatölvunni hvar og hve nær sem er. Bókatölvur hafa marga eiginleika: • eInk skjátækni, hefur sömu eiginleika og blað, jafnvel í sterku sólskini (engin bakgrunnslýsing). • Flestar bókatölvur geyma allt að 1500 bækur, með möguleika á aukaminniskorti. • Flestar gerðir eru þynnri en 1” og eru fáanlegar í stærðum frá 5” – 10”. • Rafbækur (eBook) hlaðast niður á einfaldan hátt frá ýmsum þar til gerðum vefsíðum með usb-tengingu eða þráðlausu sam - bandi. • Endurhlaðanlegar rafhlöður endast í þúsundir blaðsíðuflett inga. • Margir aðrir eiginleikar bjóðast, allt eftir gerð tölvunnar. Hér má nefna snertiskjá, upplestur, mp3-spilara, skjáveltu (snýr text- anum eins og tölvan snýr) og þráðlausa tengingu (3G). Verðlag Bókatölvur frá Sony og fleiri framleiðendum voru komnar á markað á undan Kindle frá Amazon, en Kindle var hins vegar fyrsta tölvan sem bauð uppá þráðlaust niðurhal á rafbókum með 3G tækni. Kindle kom fyrst á markað á verðinu 399$, eða 52.000 kr. miðað við gengið 130, en Amazon lækkaði verðið í 259$ (tæpar 34.000 kr.) og lokkar kaupendur með tilboði sem felur í sér að nýjar bækur kosta aðeins 10$ eða 1.300 kr. Bókarisinn Barnes & Noble er í samkeppni við Amazon með vefverslun og hann kynnti Nook bókatölvuna í nóvember 2009 á sama verði og Kindle. Reader frá Sony, sem annars geymir margar nýjungar, er ekki með þráðlausa tengingu. Þar sem Sony hefur ekki öfluga bókaverslun eins og Barnes & Noble og Amazon hefur fyrirtækið í staðinn gert samning um aðgang að bókasöfnum landsins fyrir Reader-notendur í Banda- ríkjunum. Minnsta tegundin af Reader kostar 200$ (26.000 kr.) og stærri gerðir kosta 300$ (39.000 kr.). Nýjasta græjan á markaðnum er svo iPad frá Apple, sem er miklu meira en bókatölva og það á reyndar einnig við um margar af þeim græjum sem eru nefndar hér. Markaðurinn Enn eru rafbækur langt á eftir almennri bókasölu í heiminum en markaðurinn hefur heldur betur tekið við sér. Samkvæmt skipu- leggjendum risastórrar raftækjasýningar sem haldin er árlega í Las Vegas, Consumer Electronic Show (CES), voru 2,2 milljónir bóka- tölva pantaðar í verslanir árið 2009, og er það næstum 4 sinnum Bókatölvur í miklu úrvali eBook − Rafbók, bók sem er gefin út í rafrænu formi eReader – Bókatölva, tæki sem er notað til að lesa rafbók eInk – Skjátækni sem lætur rafbók líta út eins og venjulegan texta á blaði en ekki eins og tölvuskjá. Engin ljós í bakgrunni og óháð birtuskilyrðum. Dæmi um bókatölvur: Kindle frá Amazon, Nook frá Barnes & Noble, BeBook Reader, Irex, QUE frá Plastic Logic, Sony Reader og iPad frá Apple. Public Domain books – bækur sem falla ekki undir höfundarrétt. Sjá Google books 8 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.