Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 20
Samkvæmt upplýsingum Krabbameins fél- ags ins greinast að meðaltali 50 manns á ári með sortuæxli í húð en það er hættu legasta teg und húðkrabbameina. Aldurstakmörk víða í Evrópu Á síðasta ári lögðu geislavarnastofnanir Íslands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar til að aðgangur að ljósabekkjum yrði bannaður börnum og ungmennum yngri en 18 ára. Mörg lönd hafa þegar lögfest slíkt bann og önnur hafa lagt drög að sambærilegum reglum. Frakkar voru með fyrstu þjóðum til að setja slík lög og önnur lönd hafa fylgt í kjölfarið, svo sem Spánn, Portúgal, Belgía og Þýska- land, auk 6 af 7 ríkjum Ástralíu. Í Þýskalandi var gerð tilraun til að setja leiðbeinandi reglur varðandi 18 ára aldurstakmark sem sólbaðs stofum var frjálst að fylgja en sú tilraun gekk ekki upp. Þýsk yfir völd lögfestu því í fyrra 18 ára aldurstakmark. Hættan er ljós! Fermingarbörn hafa freistast til að fara í ljós til að ná sér í lit fyrir ferm ingar daginn. Árið 2003 hófu Geislavarnir ríkisins, Landlæknis- embættið, Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra húðlækna átak til að sporna við þessari þróun, undir yfirskriftinni „Hættan er ljós“. Þetta átak, auk fræðslu um skaðsemi ljósabekkja, hefur leitt til þess að sólbekkjanotkun hefur minnkað undanfarin ár en minnst þó hjá yngsta aldurshópnum. Árið 2003 notuðu tæplega 50% 12-23 ára ljósabekki en fimm árum síðar var hlutfallið komið niður í tæplega 40%, sem er þó töluvert hátt. Í ljósi þess að ekki hefur tekist að útrýma sólbekkjanotkun hjá börnum og ungmennum þykir nú ástæða til að setja lög um aldurstakmark. Eftir hverju er beðið? Neytendablaðið spurði Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra hvort verið væri að skoða aldurstakmark í ljósabekki eins og Geislavarnir hafa lagt til. Í svari ráðherra kemur fram að nú sé til skoðunar að börnum og ung menn um yngri en 18 ára verði bannaður aðgangur að ljósa- bekkjum, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Send hafa verið út til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr. 44/2002 um geislavarnir þar sem þetta er lagt til í ljósi þess að útfjólublá geislun frá sólarlömpum eða ljósabekkjum er nú flokkuð sem krabbameinsvaldandi. En er ekki ástæða til að grípa strax til aðgerða í ljósi þess að ný gengi sortuæxla á Íslandi? Ráðherra segir svo vera og bendir á að í drögunum sem nú eru til umsagnar sé lagt til að breytingarnar öðlist gildi strax um næstu áramót. BP Ljósabekkir enn vinsælir - tími á 18 ára aldurstakmark Í tilkynningu frá Geilsavörnum ríkisins segir: Útfjólublá geislun eykur marktækt líkur á húðkrabbameinum. Börn og ungmenni eru viðkvæmari en aðrir fyrir henni. Þeir sem sólbrenna ungir eiga frekar á hættu að fá illkynja sortuæxli síðar á ævinni. Illkynja sortuæxli eru talin alvarlegasta gerð húðkrabbameina. Samstarfsverkefni 10 aðildarríkja ESB leiddi í ljós að UV geisl un fór yfir leyfileg mörk í einum af hverjum sjö ljósa- bekkj um. Þá voru viðvaranir á ljósabekkjunum sjálfum ófull nægj andi og upplýsingar um áhættu samfara notkun ljósabekkja ekki nógu góðar. Alls voru 500 ljósabekkir skoð- aðir hjá fleiri en 300 fyrirtækjum. Þegar ljósabekkir komu fyrst fram á sjónarsviðið tóku sólþyrstir Íslendingar þeim fagnandi og nutu þess að geta orðið sólbrúnir óháð veðri og vindum. Sólbaðsstofur spruttu upp eins og gor kúl ur og fáir gerðu sér grein fyrir hættunni sem fylgir notk un ljósa bekkja. Smátt og smátt fóru þó að renna tvær grímur á fólk og tíminn hefur leitt í ljós að ljósaböð geta verið varasöm og valdið húðkrabbameini. Alþjóðakrabbameins stofnunin, sem starf ar undir Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, setti nýlega ljósa bekki á lista yfir krabbameinsvalda en hafði fram að því talað um að bekkirnir væru „líklega krabbameinsvaldandi“. 20 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.