Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 16
Nýlega var stofnuð hreyf ing hér á landi sem kall ast Samtök lífrænna neytenda en tilgangur henn ar er að stuðla að auk inni fram leiðslu og neyslu vott aðra líf rænna vara á Íslandi með vel ferð al menn ings, bú fjár og um hverf isins að leiðar ljósi. Oddný Anna Björns dóttir er hvata mað ur inn að stofn un sam tak anna en hún flutti nýlega til landsins eftir sjö ára dvöl í Bandaríkjunum. Neytendablaðið hitti Oddnýju að máli og spurði hana fyrst hvernig hún hefði fengið áhuga á lífrænum mat. „Þegar ég eignaðast mitt fyrsta barn fyrir fimm árum fór ég að hugleiða hvað því væri fyrir bestu. Þá uppgötvaði ég hvað lífræn ræktun hefur fram yfir hefðbundna og mikilvægi þess að sneiða hjá mikið unnum matvörum. Ég bjó í suðurhluta Kaliforníu og aðgengið að lífrænum mat var mjög gott. Úrvalið jókst hins vegar til mikilla muna í Bandaríkjunum á þessum árum enda var vöxturinn í sölu lífrænna vara um 20% á ári og mun meiri á því svæði sem ég bjó á. Ég hafði ekki úr miklu að velja þegar ég keypti barnamat í fyrsta sinn en fimm árum síðar buðu flestar stærstu keðj urn ar upp á líf ræn an barna mat ásamt fjölda ann arra vöru tegunda. Áhugi minn jókst eftir því sem ég lærði meira og fyrir rúmu ári síðan tók ég þá ákvörð un að snúa mér alfarið að baráttu fyrir auk inni framleiðslu og neyslu lífrænna vara.“ Áhugi á lífrænu stöðugt að aukast Oddný segir að í heimsóknum sínum til Íslands undanfarin sumur hafi komið sér á óvart hve skammt á veg vitundarvakningin væri komin í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hér hafi þróunin að mörgu leyti verið í öfuga átt, sérstaklega þegar litið væri til verksmiðjubúskapar. Hún segir þó greinilegt að mun fleiri hafi áhuga á málefninu í dag og vilji fræðast meira. „Haustið 2010 ákváðum við að kanna áhugann með því að stofna hóp á Facebook sem við kölluðum „Samtök lífrænna neytenda“. Áhuginn var það mikill að við ákváðum að stofna samtökin formlega. Betra að borga bónda en lækni Mörgum þykir nóg um verðið á hefðbundnum vörum og vilja ekki borga hærra verð fyrir lífrænan mat. Er það ekki skiljanlegt sjónarmið? „Jú, auðvitað er það skiljanlegt en hins vegar verður maður að átta sig á því að verð og gæði haldast yfirleitt í hendur. Við erum það sem við borðum og ef við borðum mat úr lélegum hráefnum, sem er stútfullur af allskyns uppfyllingar­ og aukefnum sem breyta áferð, lykt, bragði og útliti, þ.e. gera vöruna að einhverju sem hún er ekki, þá erum við svo sannarlega ekki að spara þegar til lengri tíma er litið. Í Bandaríkjunum er mikið fjallað um þær afleiðingar sem neysla ódýrs og lélegs fæðis hefur á heilsuna. „Það er betra að borga bóndanum en lækninum“ er einnig oft sagt en þar í landi eyðir fólk að meðaltali um 17% af tekjum sínum í Aukinn áhugi á lífrænum lífsstíl Oddný ásamt strákunum sínum. Whole Foods Market leggur mikla áherslu á að fræða viðskiptavinina um ávinn ing inn af því að kaupa svæðisbundnar, lífrænar vörur. Samtök lífrænna neytenda stofnuð 16 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.