Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 8
Nýjar afurðir á færibandi Það voru engin takmörk fyrir þeim nýjungum sem bönkunum datt í hug að markaðssetja. Vandséð er að bankarnir hafi verið að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna sem margir undruðu sig á nýjum afurðum sem litu dagsins ljós, svo sem „aukakrónur“, „punktar“ og „eigðu afganginn.“ Í skýrslunni segir: „Ein birtingarmynd vaxandi samkeppni í bankastarfsemi er að í stað þess að veita þjónustu færist í vöxt að bankar tali um sparnaðarreikninga eða greiðslukort sem „vöru“. Þrátt fyrir takmarkaða getu til að búa til nýjar vörur í fjármálaheiminum var sífellt reynt að fjölga sparnaðarformum, rafrænum kortum eða öðrum afurðum. Eldri reikningar úreldast þá gjarnan og hætta að bera hagstæðustu vexti og eins gott fyrir sparifjáreigandann að fylgjast vel með nýjungum og nýjustu tilboðunum. Líkt og fjárfestingarbankarnir sem voru drifnir áfram af þóknunum til starfsmanna var sams konar kerfi tekið upp í hefð bundnum bönkum og hver starfsmaður átti kost á bónus fyrir hverja selda „vöru“.1 Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, lýsir að ferð unum á eftir farandi hátt: „Það verður sem sagt til þarna svona sölubónuskerfi sem er þá hugsað sem hvatning fyrir þá sem eru í framlínunni til þess að selja vöru bankans.“ Og mismunandi áherslur voru á markhópa eftir tímabilum: „Eitt tímabilið lögðu menn kannski áherslur á það að selja námsmönnum Námuna og þá byrjar þetta sem átak í því: nú greiðum við sérstaklega þúsundkall fyrir hvern námsmann, þið skiljið, og svo er næsta átak þá reglulegur sparnaður, alveg óháð því hver hann er og þá er greitt fyrir það. Svo verður þetta þannig, breytist í það, þróast síðan í það að það verða bara ákveðnar vörur sem við greiðum alltaf fyrir. Ef þú selur debetkort færðu tvö þúsund kall, ef þú aflar nýrra viðskipta færðu eitthvað og svo ef þú ert með viðskiptavin.“2 Ráðgjafar á akkorði Bankar auglýstu grimmt að þjónustufulltrúinn væri „vinur“ viðskiptavinanna. En eftir lestur skýrslunnar má sjá að enginn er annars vinur í viðskiptum. Í skýrslunni er bent á að sölumenn fjár­ mála fyrirtækja séu ekki eins og hverjir aðrir sölumenn og að eitt helsta siðferðislega vandamálið í sölumennsku varði blekkingar til við skiptavina. „Margir hafa aftur á móti litið á þjónustufulltrúa í banka sem velgjörðarmann sinn sem þeir geti treyst. Hvergi komu heldur fram þessar breyttu áherslur í starfi bankanna og eins víst að hefðu viðskiptamenn vitað að þjónustufulltrúar fengju greitt fyrir hverja þá „vöru“ sem þeir seldu hefðu þeir litið öðruvísi á hlutverk banka­ starfsmanna.“3 segir í skýrslunni. „Oft myndast persónulegt samband milli aðila á löngum tíma enda fær sölumaðurinn aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um viðskiptavininn í trausti þess að vel sé með upplýsingarnar farið. Þá getur verið um að ræða mikla fjármuni eða allt sparifé fólks og ávarlegar fjárfestingar geta haft miklar afleiðingar fyrir stöðu þess og framtíðarafkomu. Loks þekkir þjónustufulltrúinn fjárhagslega getu viðskiptavinarins og hefur að fyrra bragði frumkvæði að ráðgjöf til hans.“3 Traustur vinur eða sölumaður? - Rýnt í rannsóknarskýrsluna Áttunda bindi Rannsóknarskýrslunnar góðkunnu fjallar um siðferði og starfshætti í tengsl- um við fall íslensku bankanna árið 2008. Þar kemur fram ýmislegt sem Neytendasam- tökin hafa löngum talið varhugaverða viðskiptahætti. 1 Bls. 58-59 | 2 Bls. 60 | 3 Bls. 61 8 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.