Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 22
Því er oft haldið fram að hinn svo kallaði litli maður sé best verndaður í Evrópu og þá sérstaklega á Norðurlöndunum. Það er líka ímynd sumra að í Bandaríkjunum ríki frumskógarlögmál og að neytendur þurfi alltaf að vera á varðbergi. Ég bjó í Bandaríkjunum í þrjátíu ár og mig langar að koma á jafnvægi í umræðunni og lýsa ástandi neytendamála í Bandaríkjunum. Auðvelt að skipta Ég hef oft komið heim frá búðinni í Bandaríkjunum og áttað mig á því að eitthvað sem ég keypti passar í raun ekki, er gallað, eða bara að ég gerði mistök með því að kaupa það. Þá er mjög auðvelt að fara aftur í búðina og fá vöruna endurgreidda eða skipta henni. Auðvitað má maður ekki koma með hálftómt blekhylki eða notaðar brækur, en það er venjulega nóg að hafa skipt um skoðun – það þarf ekki að færa ítarleg rök fyrir því að vilja skipta eða sitja undir ýmsum misþægilegum spurningum. Þó að sumar íslenskar búðir hafi tekið upp frekar bandaríska stefnu hafa flestar þeirra mjög stífar reglur. Ekki alls fyrir löngu keypti ég prentara í Reykjavík sem reyndist strax vera gallaður (það var ekki einu sinni hægt að kveikja á honum). Ég fór tafarlaust aftur í búðina, en þar neitaði starfsfólkið að taka við prentaranum og endurgreiða mér. Mér var sagt að ég þyrfti að gera mér ferð til umboðsmanns framleiðandans á Íslandi og láta meta ástand tækisins. Ég kvartaði hástöfum og neyddi starfsfólkið til að horfa á meðan ég sýndi því að prentarinn fór ekki í gang. Ég fékk loksins peninginn minn aftur, en ekki án þess að á mig væri horft sem hallærislegan nöldrara. Í Bandaríkjunum hefði málið líklega verið afgreitt strax og fyrirhafnarlaust. Póstverslun Annað sem einkennir Bandaríkin er póstverslun. Þrátt fyrir að búa á afskekktasta bóndabænum í fámennasta hreppi landsins er hægt að panta nánast allt sem hugurinn girnist í pósti án þess að gera sér ferð í kaupstaðinn. Skilafresturinn gildir líka í póstverslun og póstburðargjöld eru hófleg. Með þessu hefur sérhver Bandaríkjamaður aðgang að seljendum í öllum fimmtíu fylkjunum. Sömuleiðis ná bandarísk fyrirtæki til ótrúlega margra viðskiptavina – fleiri en 300 milljóna. Á Íslandi er innlend póstverslun hins vegar vanþróuð og hömlur á póstverslun við útlönd. Póstverslunarmenning í Evrópu fer þó batnandi. Evrópusambandsráðið kynnti í byrjun október tillögu um neytendavænni reglur fyrir póstverslun milli landa. Ísland gæti vel tekið þátt í þessari vaxandi póstverslunarmenningu með því að fella niður umsýslumúrana sem tefja pakka á leið til landsins. Slíkar breytingar myndu sjálfkrafa fylgja Evrópusambandsaðild, en gætu líka komist á utan sambandsins með því að breyta tollalögum. Upplýsingar um matvörur Það má hafa efasemdir um marga þætti í matvöruframleiðslu Bandaríkjanna (svo sem kjötvinnslu og erfðabreytt matvæli) en næringarupplýsingar á matvöru eru til fyrirmyndar. Samkvæmt lögum (Nutrition Labeling and Education Act) þurfa ítarlegar upplýsingar um innihald ávallt að birtast í stóru letri og á stöðluðu formi. Allra minnstu framleiðendur eru hins vegar undanþegnir þessum lögum til að auðvelda þeim aðgengi að markaði. Síðan í september 2008 á það auk þess við um ýmsar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum, meðal annars kjöt, grænmeti og ávexti, að þær þurfa að vera merktar upprunalandi sínu.. Slíkar kröfur eru ekki gerðar á Íslandi. Þá er matvælaframleiðendum skylt að greina frá magni hinna óhollu transfitusýra á umbúðum matvæla, en slíkt er ekki tilfellið í löndum Evrópu. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í New York verið í fararbroddi í baráttunni við transfituna. Settar hafa verið reglur sem skylda veitingamenn til að takmarka transfitu í matvælum. Bakarar í New York verða að takmarka trans fitu í bakk elsinu. Smámáladómstólar Fyrir tveimur eða þremur árum þurfti móðir mín í fyrsta sinn að fara með mál til smámáladómstóls. Foreldrar mínir höfðu ráðið verktaka í umfangsmikla viðgerð á húsinu sínu. Í upphafi gekk allt vel en þá veiktist verktakinn, missti starfsmann sinn og náði ekki að klára síðasta kafla verksins, en endurgreiddi samt ekki það sem eftir stóð (u.þ.b. $4.000). Móðir mín stefndi honum fyrir smámáladómstól og vann málið. Allt smámáladómhald er einfaldað, það þarf engan lögfræðing, málskostnaður er $10­20 (1.000­2.000 kr) og hámarks bótaupphæð í New York­fylki er $5.000. Á Íslandi sýnist mér hins vegar að dómsmáli fylgi mikil hætta á því að þurfa að borga sem samsvarar nokkurra mánaða launum í málskostnað. Þetta hlýtur að koma í veg fyrir að fólk fái sanngjarnar úrbætur í mörgum litlum málum. Meðal annarra úrræða þegar upp kemur minniháttar ágreiningur á milli seljenda og Bandaríkin – ógn eða fyrirmynd í neytendamálum? Mynd: Zachary SchragEftir Ian Watson 22 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.