Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 11
En það sem ég held að hafi bjargað þessu var hlýhugur krakkanna og starfsfólksins. Ein bekkjarsystir dóttur minnar, hún Lucía Gómez, tók hana upp á sína arma og huggaði og styrkti þegar hún þurfti mest á að halda. Skrattanum skemmt í afmæli Spánverjar virðast líta heimilið allt öðrum augum en Íslendingar. Á Íslandi er gjarnan opið hús, krakkar hlaupa inn og út hver hjá öðrum, menn halda upp á afmæli heima og bjóða vinum í mat. Á Spáni, í það minnsta í Madríd, er heimilið virki eða skjól. Krakkarnir hittast á hlutlausum svæðum og vinir fara út að borða á veitingastöðum. Það kemur því ekki á óvart að Spánverjar séu sú þjóð Evrópu sem mestu eyðir hlutfallslega í mat á veitingastöðum. Ég hef fylgt syninum í tvö afmæli á MacDonald’s. Ég hélt ég yrði ekki eldri og fengi sjálfur aldrei að líta nýjan afmælisdag. Þetta var eins og að vera í vélarrúmi í skipi og engar heyrnarhlífar í sigtinu. Dóttirin hefur farið í afmæli í einhvers konar boltalandi, það var snöggtum skárra en hálf sjúskað eitthvað. Þar kostar 12 evrur á haus að halda afmæli og inni í því eru eru tveir tímar af leik, eitthvert fóður og afmæliskaka. Hér er til siðs, eins og víðar, að bjóða bekknum í afmæli: 24 sinnum 12 gera 288 evrur sem telst ansi mikið, en hér er ekki óalgengt að fólk sé með 1000-1500 evrur í laun á mánuði. Ísland í fjölmiðlum Ísland hefur verið eins og rússíbani í fjölmiðlum síðasta árið. Fyrir tæpu ári birtist grein í El País eftir John Carlin þar sem því er haldið fram með töluvert sannfærandi rökum að Ísland sé besta land í heimi. Í kjölfarið fengum við mikla og jákvæða athygli. Sem nú er fyrir bí (þ.e.a.s. jákvæða athyglin). Um daginn var einhver sem spurði mig: „Heyrðu, ert þú ekki frá Íslandi?“ Ég benti viðkomandi á að þetta væri algengur misskilningur; ég væri frá Islamabad. Eiður Smári er þekkt stærð og nýtur virðingar fagurkera í boltanum sem skynja snilldina í minímalískum stíl meistarans. Fyrir nokkrum vikum birtist löng umfjöllun um yfirburði Eiðs á tilteknu sviði. Hann talar flest tungumál af öllum leikmönnum deildarinnar. Að lokum Þrátt fyrir ótryggt ástand á Íslandi er líklegt að fjölskyldan muni halda til Íslands síðsumars. Börnin tala spænsku eins og innfæddir og foreldrarnir tala spænsku eins og, tja, eins og ég veit ekki hvað. Og eru oft beðnir af börnunum að vera ekki að opna munninn alltof mikið. Arnar Arngrímsson Bjargvætturinn Lucía og Unnur Eiður Smári stendur fyrir sínu Ókeypis tannlæknaþjónusta Börn 3, 6 og 12 ára gömul eiga rétt á að fara í ókeypis eftirlit hjá tannlæknum sem vinna í umboði Sjúkratrygginga Íslands. Um er að ræða skoðun, hreinsun tanna, flúormeðferð auk röngtenmyndar fyrir 12 ára börn en tannviðgerðir falla ekki undir samninginn Nauðsynlegt er að skoðun fari fram: • áður en þriggja ára barn nær fjögurra ára aldri • áður en sex ára barn nær sjö ára aldri • áður en tólf ára barn nær þrettán ára aldri. Upplýsingar um tannlækna sem vinna í umboði Sjúkratrygginga má finna á www.tr.is undir Tannlækningar. 11 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.