Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 14
Hérlendis fást hvorki meira né minna en um 170 gerðir af stafrænum myndavélum. Flestar eru sjálfvirkar og fjölhæfar. Þær dýrari gefa kost á enn betri myndum með margs konar handvirkum stýringum og þær eiga líka að endast betur. GÆÐAKÖNNUNIN Myndavélarnar í gæðakönnuninni voru prófaðar bæði með sjálfvirkum stillingum (auto) og handvirkum (manual). Fyrir fólk sem ekki vill gera hlutina of flókna og seinvirka er oft best að nota einfalda, sjálfvirka vél. Nær allar vélarnar skila viðunandi eða miklum myndgæðum en í rannsóknum sést að þær fá oft bestu einkunnirnar við handvirkar stillingar; þar sýna þær raunverulega styrkleika sína. Það reyndist mjög mismunandi hve þægi- legt notendaviðmótið er. Fólk ætti að fá að handleika vélarnar og kanna hvort þær henta væntanlegum eiganda. Áberandi er hve háar einkunnir bæði litlu og stóru vélarnar fá fyrir endingu rafhlöðu og 10 vélar fá hámarkseinkunn. Engu að síður er alltaf ráðlegt að eiga að minnsta kosti eina aukarafhlöðu. GOTT AÐ VITA Margar litlar vélar skila jafngóðum eða betri myndum en stærri gerðir sem kosta tvöfalt meira. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að hærra verð sé ávísun á meiri myndgæði. Ein skýringin á verðmuninum er sú að dýrari vélarnar eru fjölhæfari, eiga að þola meiri notkun og bila síður. Þeim fylgja líka oft aukahlutir sem ekki bjóðast við kaup á ódýrari vélum.Það getur skipt máli hve létt eða þung vélin er. Margir gefast upp á að ferðast með stóra vél og nota því í staðinn litla vél fyrir fjölskyldumyndirnar. Glerjað brun (optical zoom) er alvörutækni en stafrænt brun (digital zoom) er aðeins stækkun myndarinnar með hugbúnaði og hefur lítið gildi. Fyrir þá sem vilja nota handvirkar stillingar er mikilvægt að fljótlegt sé og öruggt að stilla skerpu. Það þarf líka að vera hand- hægt að nota ljós- og litastillingarnar. Eitt af því sem hvað oftast lagfærir liti á myndum í töku er rétt hvítjafnvægi (white balance) sem virðist kannski dularfullt en er í raun einfalt og eitt það gagnlegasta af búnaði vélarinnar. Það þarf að vera auðvelt að skoða mynd- irnar jafnóðum, bæði í myrkri og sólarljósi. Fyrir myndavélarnar með skiptanlegum linsum er oft til margvíslegur viðbótar- búnaður eins og aukaslíður fyrir annað leift- ur ljós ef mikið þarf að lýsa upp eða draga langt. Það er kostur að vélin sé ljósnæm og geti unnið með háar ISO-tölur (t.d. 400-1600). Varðandi verðsamanburð er rétt að hafa í huga að hleðslutæki er ekki alltaf innifalið í verði, en það er nauðsynlegur gripur. Eins er taska nauðsynleg SKIPTANLEG LINSA Myndavélar með skiptanlegum linsum eru fyrir fólk sem vill geta stjórnað því á mjög marga vegu hvernig það tekur myndir. Stundum er hægt að nota linsur af gömlum 35mm filmuvélum af sömu gerð. Í þessum flokki eru stafrænar spegilvélar (DSLR, Digital Single Lens Reflex). Nafnið er dregið af því að notandinn horfir með spegilbúnaði í gegnum sjálfa linsuna til að ramma myndefnið rétt inn. Þær eru líka með skjái, oft fremur litla, sem eru aðallega eða eingöngu til að skoða myndina eftir á. Flestar slíkar vélar eru þyngri, vandaðri, fjölbeyttari og dýrari en fastlinsuvélar. Í markaðskönnun NS, sem er á vefnum www.ns.is, reyndust hér til 28 slíkar vélar á bilinu um 60-200 þús. kr. en fáeinar kosta enn þá meira. Í gæðakönnun ICRT eru átta af þessum vélum og er tafla yfir þær hér. Stafrænar myndavélar 14 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.