Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 2
 NEYTENDABLA‹I‹ 3. tbl., 57. árg. – september 2011 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Umsjón með gæðakönnun: Ian Watson Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Istock photo Upplag: 10.500 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 4.700 krónur og innifalið í því er m.a. Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: gbuxur Leiðari ritstjóra 2 Frá starfi NS 3 Kvörtunarþjónustan 4 Gæðakönnun á sjónvörpum 6 Höfundaréttur eða neytendaréttur 9 Landbúnaður 10 Dýrafóður 12 Frá formanni 13 Gæðakönnun á gallabuxum 14 Gæðakönnun á myndavélum 19 Matvælafréttir 22 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir Hvað gera þingmenn? Það er merkilegur tvískinnungur í gangi varðandi milliríkjaverslun með landbúnaðar­ afurðir. Öllum brögðum er beitt til að koma í veg fyrir innflutning en þegar kemur að útflutningi halda okkur engin bönd. Lengi vel borguðum við meira að segja himin háar upphæðir í svokallaðar útflutningsbætur. Eftir að þær voru lagðar af hafa skattgreið­ endur látið sér nægja að niðurgreiða að hluta þær afurðir sem fluttar eru út með svo köll uðum beingreiðslum auk þess að styrkja markaðsstarf erlendis. Ísland hefur með alþjóðasamninugm tryggt að við getum flutt út ákveðið magn af land búnaðarafurðum tollfrjálst. Samningarnir eru tvíhliða sem þýðir að okkur ber einn ig að flytja inn tiltekið magn sem er þó miklu minna en það sem við flytjum út. Til að bregða fæti fyrir þennan tollfrjálsa innflutning og koma í veg fyrir að neytendur njóti hans í lægra vöruverði eru þessir kvótar boðnir út. Það þýðir að þeir sem vilja flytja inn erlenda osta, álegg eða annað góðgæti þurfa að bjóða í kvótann sem síðan er seldur hæstbjóðanda. Útboðskostnaður leggst síðan ofan á vöruverðið. Bæði Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu hafa lagt til að önnur leið verði farin við úthlutun kvótans en af því hefur þó ekki orðið. Staðan er því þannig að engir tollfrjálsir kvótar koma til landsins öðruvísi en að við þá bætist aukakostnaður. Ég á erfitt með að sjá hvað réttlætir að íslenskir skattgreiðendur niðurgreiði mjólkurvörur og kindakjöt sem flutt er til útlanda og greiði jafnvel fyrir markaðssetninguna á sama tíma og allt gert til að koma í veg fyrir innflutning. Við viljum endilega að útlendingar fái að gæða sér á kindakjöti og skyri en guð forði okkur frá því að íslenskir neytendur komist óáreittir í geitaost eða serrano­skinku. Landbúnaðarráðherrar á Íslandi hafa allir sem einn litið á sig sem sjálfskipaða varð­ hunda landbúnaðarkerfisins og er Jón Bjarnason þar engin undantekning. Afstaða hans kemur engum á óvart enda erum við vön því að landbúnaðarráðherrar taki ákvarð anir án þess að hagsmunir neytenda séu endilega teknir með í reikinginn. Áhuga leysi þingmanna á þessum málafokki kemur mér hins vegar mjög á óvart. Það virð ist beinlínis þegjandi samkomulag um að landbúnaðarráðherra hverju sinni fari sínu fram án þess að þingmenn séu nokkuð að skipta sér af því. Hvað stoppar til dæmis þingmenn í að leggja fram frumvarp sem miðar að því að afturkalla þær umdeildu breytingar á tollum sem landbúnaðarráðherra gerði árið 2009? Getur verið að árið 2011 finnist öllum 63 þingmönnunum sjálfsagt að enginn ostur læðist til landsins öðruvísi en að lenda í ofurtollum eða kvótaútboði? Ég geri mér engar vonir um að Jón Bjarnason breyti tollalögum sjálfviljugur enda hefur afstaða hans komið skýrt fram. Það verður hins vegar að gera þá kröfu að þingmenn, sem í orði kveðnu trúa á frelsi í viðskiptum, gangi til verka og breyti þessu verndar­ og haftakerfi til hagsbóta fyrir neytendur. 2 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.