Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						Frá starfi NS 
Fjögurra ára bíll ónýtur
Ungt par keypti sér nýja Hyundai­bifreið á árinu 2006. Þegar 
bif reiðin var fjögurra ára gömul og ekin 58.000 kílómetra var vélin 
dæmd ónýt en stimpill í henni hafði brotnað. Parið taldi að þetta 
mætti rekja til galla á bifreiðinni og að fimm ára kvörtunarfrestur 
gilti og þar af leiðandi bæri seljanda að gera við bifreiðina, en áætl­
aður viðgerðarkostnaður var um 800.000 krónur.
Kærunefndin féllst á að um galla væri að ræða og komst að þeirri 
niðurstöðu að seljanda bæri að greiða kostnaðinn við viðgerð bíls­
ins. Seljandinn vildi ekki una þessu áliti og því í raun ekkert annað 
í stöðunni fyrir parið en að höfða mál á hendur seljandanum. 
Neytendasamtökin styrkja málsókn
Þar sem málshöfðun af þessum toga er kostnaðarsöm og um er að 
ræða mál sem getur haft mikið fordæmisgildi fyrir alla neytendur 
ákváðu Neytendasamtökin að greiða málskostnað að stórum hluta. 
Dóms er varla að vænta í málinu fyrr en á vormánuðum 2012 en 
mikil vægt er að fá á hreint hvernig dómstólar taka á fimm ára 
regl unni svokölluðu sem hefur á undanförnum árum verið mikið 
deiluefni milli neytenda og fyrirtækja. Samtökin munu svo fjalla 
frekar um málið á heimasíðu sinni og í Neytendablaðinu eftir því 
sem tilefni gefst til. 
Hvað er fimm ára reglan?
Í fimm ára reglunni felst að þegar um er að ræða tiltekinn 
sölu hlut, sem ætlaður er verulega lengri endingartími en 
al mennt gerist, getur neytandi kvartað vegna galla á hlutnum 
í allt að fimm ár frá afhendingu. Neytendasamtökin telja 
engan vafa leika á því að þessi regla eigi við um bifreiðar og 
hefur kæru nefnd lausafjár­ og þjónustukaupa raunar alloft 
fellt ein staka hluta bifreiða undir þessa reglu. 
Fimm ára reglan fyrir dóm
Það getur verið lokaúrræði að senda mál fyrir kærunefnd þegar 
ekki tekst að leysa úr ágreiningi á milli neytenda og seljenda. 
Kæru nefnd lausafjár­ og þjónustukaupa fær afar mörg mál til 
með ferðar en mjög hefur færst í vöxt að seljendur neiti að fara 
að áliti nefndarinnar ef það er þeim í óhag. Neytandinn situr því 
oft eftir með sárt ennið og hefur ekki önnur úrræði en að leita til 
dóm stóla. Slíkt er kostnaðarsamt og borgar sig sjaldnast.
Erindi sent til ráðherra
Fyrir nokkru kannaði Neytendastofa hversu oft seljendur fara 
eftir áliti nefndarinnar og var það einungis í um 50% tilfella. 
Neytendasamtökin telja að ástandið sé síst betra í dag en ekki liggja 
fyrir sambærilegar upplýsingar fyrir síðustu tvö árin.
Neytendasamtökin telja þetta ástand algerlega óviðunandi og sendu 
því erindi til Árna Páls Árnasonar, efnahags­ og viðskiptaráðherra, 
þann 10. febrúar sl. þar sem lagt er til að annað hvort verði 
fyrirtæki sem ekki fara að áliti nefndarinnar sett á svokallaðan 
svartan lista eða að álit nefndarinnar verði bindandi. Ítrekun var 
send ráðherra í lok júlí og í ágústlok barst loksins svar. Ráðuneytið 
tekur undir þessar áhyggjur en ekki kemur fram hvort og þá til 
hvaða aðgerða það hyggst grípa. Neytendasamtökin telja hins 
vegar mjög mikilvægt að úr þessu verði bætt hið fyrsta.
Betri staða á Norðurlöndunum
Kærunefndir af þessu tagi starfa einnig á hinum Norðurlöndunum 
en þar eru mál í mun betri farvegi. Í Danmörku er farið að áliti 
nefndarinnar í allt að 93% tilfella og birtur opinber listi yfir 
fyrirtæki sem ekki gera það. Í Finnlandi fara yfir 80% fyrirtækja 
eftir álitinu og þar er einnig birtur opinber listi yfir syndaselina. Í 
Svíþjóð er farið að álitinu í allt að 75% tilfella og svartur listi birtur 
í sænska neytendablaðinu. Í Noregi er álit nefndarinnar hins vegar 
bindandi fyrir málsaðila sé ágreiningnum ekki skotið fyrir dómstóla 
innan fjögurra vikna eftir úrskurð. 
Svartur listi
? Neytendur upplýstir ef fyrirtæki hunsa álit kærunefndar
3 NEYTENDABLA?I? 3. TBL. 2011

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24