Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						Leigjendaaðstoðin
Óánægja með bólstrun
Eldri hjón leituðu til leiðbeininga­ og kvörtunarþjónustunnar eftir 
að þau höfðu látið bólstra gamlan leðurstól. Hjónin völdu nýtt 
leður áklæði hjá bólstraranum, sem skipti einnig um svamp í stóln­
um. Bólstrunin ásamt efni kostaði 120.000 kr.
Þegar hjónin fengu stólinn til baka voru þau ekki ánægð með 
árangurinn. Stóllinn var talsvert öðruvísi en áður í útliti og var illa 
bólstraður að mati hjónanna. Meðal annars voru saumar skakkir, 
hauspúði of lágur og áklæðið illa strekkt. Nýi svampurinn var 
of harður og lögun púða því talsvert öðruvísi en áður. Hjónin 
kvörtuðu við bólstrarann sem sagði að stóllinn myndi mýkjast upp 
með tímanum, ef ekki gæti hann ef til vill sett eitthvað mýkra inn 
í hann.
Hjónin voru ekki ánægð með þessa niðurstöðu. Leituðu þau því til 
tveggja hlut lausra fagaðila og var það mat þeirra beggja að bólstrun 
stólsins væri ekki í lagi.
Neytendasamtökin höfðu í kjölfarið samband við bólstrarann og 
eftir nokkur símtöl samþykkti hann að greiða öðrum bólstrara fyrir 
að laga stólinn. Hjónin voru þó ekki sátt við þá niðurstöðu þar sem 
þau töldu að stóllinn yrði aldrei góður þrátt fyrir viðgerð og kom 
þar einnig til að þau voru óánægð með nýja áklæðið, sem þau 
höfðu þó valið sjálf. Þau óskuðu einnig eftir að fá gömlu púðana 
til baka þar sem þeim fannst lögunin á þeim nýju óásættanleg. Þau 
vildu helst láta bólstra stólinn upp á nýtt hjá öðrum fagaðila. Að 
lok um sættust allir aðilar á endurgreiðslu að hluta ásamt því að 
hjón in fengu gömlu púðana til baka. 
Neytendasamtökin hafa nú tekið að sér rekstur leigjendaaðstoðar 
með samningi við velferðarráðuneytið. Mikil eftirspurn hefur verið 
eftir slíkri aðstoð og er mikið leitað til samtakanna vegna leigumála. 
Hér má sjá dæmi um fyrirspurnir frá leigjendum. 
Munnlegur leigusamningur 
Leigjandi hafði leigt íbúð í rúm tvö ár en aldrei hafði verið gerður 
skriflegur leigusamningur. Húsaleigan var hagstæð og þegar leigu­
sali vildi hækka leiguna vildi leigjandinn ekki una því. Leigusalinn 
fann þá nýja leigjendur sem voru tilbúnir að borga meira og 
til kynnti leigjandanum að hann þyrfti að rýma íbúðina. 
Þegar ekki er gerður skriflegur leigusamningur teljast aðilar hafa 
gert með sér ótímabundinn samning og gilda öll ákvæði húsa leigu­
laga um slíka samninga. Um fjárhæð leigunnar gildir þá sú regla 
að hún telst sú fjárhæð sem leigusali getur sýnt fram á að leigj­
andi hafi samþykkt. Leigjandinn í þessu tilviki hafði greitt sömu 
fjárhæð athugasemdalaust allan leigutímann og því taldist fjárhæð 
leigunnar vera sú upphæð. Þar sem um munnlegan, og þar með 
ótímabundinn, leigusamning var að ræða var hann einnig með 6 
mánaða uppsagnarfresti þannig að leigusalinn gat ekki gert leigj­
and anum að rýma íbúðina með minni fyrirvara heldur varð að 
segja samningnum upp með réttum hætti.
Tímabundinn samningur
Leigjandi sem hafði gert tímabundinn leigusamning óskaði 
upp lýsinga um hvernig hann gæti losnað undan samningnum, en 
ýmsar ástæður voru fyrir því að húsnæðið hentaði ekki lengur. 
Sam kvæmt húsaleigulögum eru tímabundnir leigusamningar 
óupp segjanlegir, þ.e. leigjandi og leigusali eru báðir bundnir við 
samn inginn út leigutímann. Hins vegar er heimilt að semja um 
að leigutíma ljúki fyrr en leigusamningur gerir ráð fyrir ef báðir 
aðilar eru sammála um það. Nauðsynlegt er að slíkt samkomulag 
sé skriflegt og vottað til að það hafi gildi gagnvart báðum aðilum 
og til að hægt sé að sýna fram á efni samkomulagsins. Það er því 
mikilvægt, ef leigjandi sem gert hefur tímabundinn leigusamning 
vill losna undan honum, að hafa samband við leigusalann og reyna 
að komast að samkomulagi um lok leigutímans.
Sjá ýtarlegar upplýsingar um húsaleigumál á www.ns.is undir leigjendur
5 NEYTENDABLA?I? 3. TBL. 2011

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24