Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 6
Neytendasamtökin könnuðu framboð og verð á stórum sjón­ varps tækjum í ágústmánuði. Alls fundust 207 sjónvörp á stærð­ ar bilinu 32­60 tommur (1 tomma = 2,54 sm). Ódýrasta sjón­ varpið kostaði 69.995 kr. en það dýrasta var 55” sjónvarp frá Bang & Olufsen sem kostaði 3.500.000 kr. ICRT (International Consumer Research & Testing), sem er fjöl þjóð­ legur samstarfsvettvangur neytendasamtaka, fylgist stöð ugt með sjónvarpstækjamarkaðnum og hefur á undanförnum mán uðum prófað hátt á þriðja hundrað tækja. Á meðal þeirra eru 55 sjónvörp á stærðarbilinu 32­43” sem eru til sölu á Íslandi. LCD eða plasma? Það eru aðallega tvær sjónvarpstegundir á markaðinum í dag: LCD og plasma. LCD táknar að skjárinn sjálfur notar „liquid crystal display“ til að búa til liti, en þetta er algengasta tæknin í öllum skjám í dag. Plasma­skjár er hins vegar búinn til úr mörgum litlum sellum sem innihalda eðalgas eins og neon og eru í raun og veru eins og neonperur. Plasma­skjáir eru eingöngu til í stærri stærðum. Í töflunni eru þeir bara til í 42­43” stærð og fá frekar slaka einkunn. Þetta getur verið aðeins misvísandi því kostir plasmaskjáa aukast eftir því sem skjárinn er stærri. Í þeim stærðum sem þessi könnun tekur til er LCD þó almennt betri kostur. Plasma­skjáir eru yfirleitt með meiri litagæði og hafa gleiðara sjónarhorn (wider viewing angle) en LCD­skjáir. Plasma­skjáir nota hins vegar meira rafmagn og eru ekki með eins góða upplausn. Ný tækni í sjónvörpum Ein tegund sem var í könnun ICRT, en er ekki til sölu á Íslandi, er af nýrri tegund sem heitir OLED (organic light emitting diode). Díóður í OLED­skjám eru ekki eins og LED­perur sem við þekkjum, t.d. í vasaljósum og jólaseríum, heldur eru þær úr sér stök um efna­ samböndum sem eru límd á skjáinn. Þetta er tækni á byrjunar stigi og hún er mjög dýr og hentar illa fyrir stóra skjái. OLED­skjáir eru hins vegar í almennri notkun í sumum farsímum. En hvað um LED sjónvörp? Mörg sjónvörp eru markaðssett sem LED (skammstöfun fyrir „light emitting diode“) en þetta er aðeins misvísandi. Þessi sjónvörp eru LCD­sjónvörp, en allir LCD­skjáir þurfa tvennt: hvítt bakljós og eitthvað sem breytir því í liti. Það síðarnefnda (og mikilvægara) er í öllum tilfellum LCD (skammstöfun fyrir „liquid crystal display“). Bakljósið getur hins vegar verið af mismunandi tegundum. Fyrir nokkrum árum var bakljósið alltaf flúorpera en á síðustu árum hafa LED­perur rutt sér til rúms. Hér er þá um LCD­sjónvörp að ræða sem eru með bakljós úr LED­peru. LCD sjónvörp með LED bakljós eru almennt með betri litagæði og minni rafmagnsþörf en LCD sjónvörp með flúorperubakljós, en munurinn er samt ekki mjög mik ill. Full HD/HD ready Oft er spurt hvort sjónvarp getur sýnt „HD“ (high­density) mynd­ efni. Þá er betra að hugsa um upplausn á skjánum. HD þýðir að efnið er í 1920x1080 pixla upplausn. Sum sjónvörp og skjáir geta sýnt alla þessa 1920x1080 pixla og þá er talað um „Full HD“. Önn ur sjónvörp eru með minni upplausn, oftast 1366x768, en öll sjón vörp af þessari stærð í könnuninni geta samt tekið inn og birt myndefni sem er í 1920x1080 stærð þó að myndgæðin verði ekki alveg eins góð; þetta heitir „HD Ready.“ Því fleiri pixlar, því betri getur myndin á skjánum orðið. Ekki hika þó við að kaupa 1366x768 sjónvarp ef það nægir. Mikið af efninu sem við horfum á er í minni upplausn en 1920x1080 og oft jafnvel minni upplausn en 1366x768. Þá er „Full HD“ í raun bara óþarfi. Sjónvörp – flókin tækni og ör þróun Gæðakönnun á 32-43 tomma sjónvörpum 6 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.