Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 8
3D – Ekki þess virði? Í sumum dýrum sjónvarptækjum er hægt að horfa á þrívíddar­ myndir. Hér eru tvenns konar kerfi til; „Active” og „Passive”. „Active“ þrívídd er algengust en það þarf dýr og þung gleraugu til að horfa á þess háttar efni. „Passive“ þrívídd hefur ekki eins góð mynd gæði en gleraugun eru létt og ódýr. Hvort þrívídd er bara ómerki leg brella er kannski smekksatriði en hún borgar sig sjaldnast fyrir neytendur. Þá er frekar lítið myndefni til í þrívídd. Aðrir eiginleikar Það borgar sig að skoða markaðinn vel áður en sjónvarpstækið er keypt. Þetta eru flókin tæki og geta boðið uppá ýmsa auka mögu­ leika sem skipta máli. Er hægt að tengja sjónvarp við hátalara í stof unni, eða við heyrnartól? Getur sjónvarpið sýnt heimatilbúnar kvik myndir eða annað efni úr tölvunni þinni? Eða spilað tónlist eða sýnt ljósmyndir af USB­minniskubbi? Sum sjónvörp eru jafn­ vel með nettengingu og vafra til að skoða netið. Önnur eru með inn byggðan upptökumöguleika, annað hvort í gegnum harðan disk eða USB­tengi. Það þarf stundum þolinmæði og þrautseigju til að fá svör við þessum spurningum í versluninni. Tölvuskjár eða sjónvarp? Tölvuskjár er venjulega miklu ódýrari en sjónvarp af sömu stærð. Hvað fær maður þá með sjónvarpi sem maður fær ekki með tölvu­ skjá? Er það þess virði að borga miklu meira fyrir sjónvarp? Getur tölvu skjárinn komið í staðinn fyrir sjónvarp? Aðalmunurinn á tölvuskjá og sjónvarpi er að sjónvarp er með inn byggðan TV­tuner (viðtæki) sem býr til mynd úr því sem sjón­ varpið fær frá símafyrirtæki, gervihnattadiski eða loftneti. Þar að auki eru sjónvörp með innbyggða hátalara og oftast fleiri inn stungur og tengingar fyrir önnur tæki. Sjónvarpið er með sér stakt stýrikerfi til að stjórna öllu og þarf ekki alltaf að vera tengt við tölvu til að sýna myndefni. Hins vegar er hægt að nota tölvuskjá sem eins konar sjónvarp með því að kaupa viðtæki og tengja það við tölvuna. Það er alltaf hægt að spila DVD­diska í gegnum tölvu og til eru mörg tölvuforrit til að vinna með kvikmyndir og myndefni. Á sama hátt eru sjónvörp að færast nær og nær því að vera tölvur, t.d. með því að bæta við upptökumöguleika eða nettengingu. Ef þú notar sjónvarp eingöngu til að horfa á fréttir og DVD­diska geturðu tengt tölvu (e.t.v. gamla tölvu) við tölvuskjá og þarft ekki sjónvarp. En ef þú horfir mikið á efni sem er ekki á netinu, t.d. íþróttir, eða ef þér finnst það bara hentugt að hafa alla möguleika í einu tæki þá er það góð ákvörðun að kaupa sjónvarp. Neytendastarf er í allra þágu 10-11 11-11 Actavis Apótekið Arion banki Atlantsolía Bananar Borgun Bónus BT Byko Eimskip elisabet.is Frumherji Fönix Hagkaup Hátækni Heilsuhúsið Húsasmiðjan Iceland Express Icelandair IKEA Ísfugl Íslandsbanki Íslandspóstur Kaskó Kjarval Krónan Landsbankinn Lyfja Matfugl N1 Nettó Nóatún Office 1 Orkan Ormsson Penninn Rúmfatalagerinn Rönning Samkaup-Strax Samkaup-Úrval Samskip Samsung setrið Securitas Shell Síminn Sláturfélag Suðurlands Sölufélag garðyrkjumanna Tal Tryggingamiðstöðin Valitor Vátryggingafélag Íslands Vífilfell Vínbúð Vodafone Vörður tryggingar Öryggismiðstöðin 8 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.