Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						Kona hafði samband við Neytendasamtökin vegna kattamatar frá 
IcelandPet sem þá hafði nýlega verið tekinn af markaði. Kötturinn 
hennar hafði veikst og þurft á dýrri aðgerð að halda og taldi hún 
að fóðrinu væri um að kenna. Vildi konan vita hvort hún gæti 
hugsanlega farið fram á skaðabætur vegna tjónsins. 
Forsaga málsins er sú að Matvælastofnun (MAST) höfðu borist 
allmargar kvartanir og athugasemdir vegna IcelandPet hundafóðurs 
á seinni hluta árs 2010. Í kjölfar þess voru tekin sýni af þremur 
teg undum hundafóðurs hjá innflytjanda (ábyrgðaraðila). Í fóðrinu 
greindist svokölluð cyanursýra, sem virðist valda nýrnasteinum 
og þvaglátsvanda hjá hundum og er efni sem ekki á að finnast í 
fóðri. Innflytjanda var tilkynnt um niðurstöður greininga og að 
MAST hygðist krefjast innköllunar á fóðrinu. Fyrirtækið kallaði 
inn allar tegundir fóðursins um leið og niðurstöðurnar lágu fyrir. 
Í framhaldinu hafði það samband við framleiðandann í Hollandi 
og við greiningu á hráefnum sem notuð höfðu verið í fóðrið kom í 
ljós að cyanursýra fannst í einu þeirra. Grunur barst að hreinsiefni 
sem framleiðandi hráefnisins notaði og hætti hann notkun þess. 
Við greiningu fóðurframleiðandans á nýrri framleiðslu mældist 
engin cyanursýra og var sala heimiluð á ný. Innflytjandinn hefur 
nú kært ákvörðun MAST um innköllun fóðursins til sjávarútvegs­ 
og landbúnaðarráðuneytisins. 
Hvað varðar fyrirspurn konunnar er í raun mjög erfitt að sækja 
skaðabætur þar sem ekki er gott að sanna að veikindi kattarins 
megi rekja til neyslu fóðurs frá IcelandPet. Kvartanir sem bárust til 
MAST vörðuðu eingöngu hundamat og því var kattamaturinn ekki 
rannsakaður. Innflytjandi tók kattamatinn þó úr sölu tímabundið á 
meðan málið var rannsakað. Einhverjir hundaeigendur gætu hafa 
orðið fyrir kostnaði vegna veikinda sem hugsanlega má rekja til 
neyslu fóðursins en ef fara á fram á skaðabætur verður að vera 
hægt að sanna með að fóðrinu sé um að kenna en það gæti reynst 
erfitt.
Dýrafóður tekið af markaði 
? réttur til skaðabóta?
12 NEYTENDABLA?I? 3. TBL. 2011 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24