Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						Jóhannes Gunnarsson
forma?ur Neytendasamtakanna
Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir því að erfðabreytt matvæli 
séu merkt sem slík. Slíkar merkingar eru grundvöllur þess að neyt­
endur geti valið á upplýstan hátt hvort sem þeir vilja slíka vöru 
eður ei. Um árabil hafa slíkar reglur verið í gildi í öllum öðrum 
lönd um á Evrópska efnahagssvæðinu eins og raunar víða annars 
staðar.
Alþjóðleg líftæknifyrirtæki hafa ásamt bandarískum stjórnvöldum 
lengi barist gegn merkingum af þessum toga og reynt með öllum 
ráðum að koma í veg fyrir þær. Þetta hefur m.a. verið gert með 
hótunum um málaferli í gegnum Alþjóðaviðskiptastofnunina og 
jafnvel með viðskiptaþvingunum. Rökin hafa verið þau að hér 
sé sé um tæknilegar viðskiptahindranir að ræða en það hljómar 
vægast sagt undarlega að eðlileg upplýsingagjöf til neytenda geti 
fallið undir slíka skilgreiningu. Nú hefur Codex Alementarius 
(Alþjóða matvælastaðlaráðið), sem er undirstofnun FAO og WHO 
og fjallar um merkingar á matvælum, gefið út reglur sem heimilar 
aðildarlöndunum að merkja erfðabreytt matvæli. Þessu hafa neyt­
enda samtök um allan heim fagnað.
Eftir langa bið hérlendis gaf sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra 
út reglugerð í lok síðasta árs um merkingar á erfðabreyttum 
mat vælum og fóðri og átti hún að taka gildi 1. september síðast­
liðinn. Margir fögnuðu þessum áfanga enda kominn tími til að 
íslenskir neytendur sætu við sama borð og neytendur í öðrum 
Evrópu löndum. 
En Adam var ekki lengi í Paradís. Fjórum dögum áður en reglugerðin 
átti að ganga í gildi gaf sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra út 
nýja reglugerð þar sem frestað var til áramóta að reglurnar tækju 
gildi gagnvart erfðabreyttum matvælum. Ekki var þó talin ástæða 
til að fresta gildistökunni gagnvart erfðabreyttu fóðri. Lögfræðingur 
ráðuneytisins var svo sem ekkert að fela það í viðtali við fjölmiðla 
að þetta væri gert að ósk innflytjenda matvæla frá Bandaríkjunum. 
Enn sannaðist hið fornkveðna, að sérhagsmunir eiga meira undir 
sér hjá ráðamönnum en almannahagsmunir. Það hefur jafnframt 
komið fram hjá upplýsingafulltrúa ráðuneytisins að búast megi við 
einhverjum breytingum á reglugerðinni áður en hún tekur gildi 
um áramót. Það er því eðlilegt að ráðuneytið skýri betur hvaða 
breytingar það hyggst gera. Á ef til vill að ganga til móts við kröfur 
innflytjenda á kostnað eðlilegra upplýsinga til neytenda?
Neytendasamtökin hafa í gegnum árin kallað eftir því að 
Evrópureglur um merkingar á erfðabreyttum vörum væru teknar 
upp hér á landi enda eru þær að flestu leyti mjög góðar. Einhverra 
hluta vegna var ákveðið að taka meira mið af norskum reglum en 
þær eru að nokkru frábugðnar þeim evrópsku. Ljóst er að Norðmenn 
verða að breyta sínum reglum þegar Evrópulöggjöfin um merkingar 
á erfðabreyttum mat verður tekin upp í EES­samninginn. Það sama 
mun gilda hér á landi og það veit íslenskt ráðuneytisfólk. Það hefði 
því betur gengið alla leið og miðað við Evrópureglur strax í upphafi. 
Eða er það svo að mati ráðherra að allt sé svo slæmt sem frá Brussel 
kemur að það sé útilokað að taka það upp hér á landi óbreytt?
Neytendasamtökin geta ekki fallist á rök ráðuneytisins um nauðsyn 
þess að fresta gildistöku reglugerðarinnar. Nú gildir hún gagnvart 
innfluttu fóðri. En hvers vegna var ekki hægt að láta hana gilda 
frá 1. september gagnvart matvælum sem neytendum eru boðin 
til sölu? Allavega hafa innflytjendur haft nægan tíma til að laga 
sig að þessum reglum. Með ákvörðun sinni hefur sjávarútvegs­ 
og landbúnaðarráðherra enn frestað því að neytendur geti valið 
á upplýstan hátt þegar kemur að erfðabreyttum matvælum. Það 
er því ástæða til að minna á að Gallup gerði könnun um mitt 
ár 2005 og þar kom fram að 91% aðspurðra vildi merkingar á 
erfðabreyttar vörur en aðeins 6,4% töldu slíkar merkingar óþarfar. 
Vilji almennings fer því ekki á milli mála.
Um frestun á merkingum
á erfðabreyttum matvælum
13 NEYTENDABLA?I? 3. TBL. 2011

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24