Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						Hvernig gallabuxur velur þú? 
? könnun á samfélagslegri ábyrgð
Slitsterkar buxur úr denim­efni voru upphaflega framleiddar 
fyrir verkafólk í Bandaríkjun um en náðu vinsældum meðal 
unglinga eftir að James Dean klæddist einum slíkum í myndinni 
Rebel Without a Cause. Vinsældir gallabuxna hafa síst farið 
minnkandi og í dag seljast hátt í 400 milljón gallabuxur á ári 
hverju í Evrópu.
Framleiðsla í fjarlægum löndum
Framleiðsla á tískuvarningi hefur að miklu leyti verið flutt til fjar­
lægra landa þar sem framleiðslukostnaður er lægri en á Vestur­
lönd um. Aðstæður í verksmiðjum eru þar oft langt frá því sem við 
mynd um telja ásættanlegar. Réttindi verkafólks eru ekki virt og því 
er jafn vel meinað að vera í verkalýðsfélagi. Einnig eru notuð ýmis 
skað leg efni við framleiðsluna sem starfsfólki getur stafað hætta 
af ef ekki er vel staðið að öryggismálum. Þá er mengun frá verk­
smiðj um oft vandamál. 
Margir vilja ekki taka þátt
Flest fyrirtæki hafa sett sér stefnu þegar kemur að samfélagslegri 
ábyrgð (CSR eða Corporate Social Responsibility). Reynslan hefur 
þó sýnt að allur gangur er á því hvort og hvernig stefnunni er fylgt. 
Neytendasamtök í Evrópu ákváðu að kanna samfélagslega ábyrgð 
nokkurra þekktra gallabuxnaframleiðenda. Haft var samband við 
15 framleiðendur sem selja vörur sínar í Evrópu og þeim sendir 
spurningalistar. Þá var farið í heimsókn í verksmiðjurnar til að 
kanna raunverulegar aðstæður. Af 15 gallabuxnaframleiðendum 
sem valdir höfðu verið vildu einungis 6 taka þátt. Meðal fyrirtækja 
sem neituðu að taka þátt eru framleiðendur þekktra merkja, svo sem 
Diesel, Boss Orange, Lee Jeans og Wrangler. Aðrir framleiðendur 
sem fá falleinkunn eru Salsa, 7 for all mankind, Kik, Jeans Fritz og 
Kuyichi.
Aðstæður víða óviðunandi
Aðstæður starfsfólks í gallabuxnaverksmiðjum eru ekki öfunds­
verðar. Í vettvangskönnunum kom í ljós að algengt er að unnið 
sé 13 daga í röð án frídags og án þess að yfirvinna sé greidd. Þá 
eru dæmi um að starfsfólk fái enga launaseðla og því borið við að 
það skilji hvort eð er ekki það sem stendur á seðlinum. Þá fundust 
sígarettustubbar í lagerrými þar sem eldfim efni voru geymd og 
einnig kom í ljós að aðeins í þriðju hverri verksmiðju höfðu verið 
haldnar brunaæfingar. Mikið er notað af varasömum efnum á 
síðasta stigi framleiðslunnar. Þar sem þessi vinnsla fer fram er oft 
skortur á loftræsingu og öryggiseftirliti ábótavant. Höfðu sumir 
starfsmenn  á orði að þessi óvinsælu störf væru yfirleitt unnin af 
nýliðum sem gerðu sér ekki grein fyrir áhættunni. 
14 NEYTENDABLA?I? 3. TBL. 2011 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24