Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						Frárennsli frá gallabuxnaverksmiðju í Maseru, höfuðborg Lesótó litar ánna Caledon bláa. Mengun af þessu tagi viðgengst víða þar sem umhverfislög­
gjöf er ábótavant.
Robin H
am
m
ond/Panos Pictures
Gallabuxur skilja eftir sig spor
Bómullarræktun
Aðalhráefnið í gallabuxum er bómull en hún er ræktuð í yfir 
100 löndun og þekja bómullarakrar um 2,5% af ræktunarlandi 
heims ins. Bómullarframleiðsla verður seint talin umhverfisvæn því 
til að framleiða eitt kíló af bómullargarni þarf 7.000 lítra af vatni. 
Þá krefst bómullarræktun gríðarlegs magns eitur­ og varnarefna 
enda fara um 10% allra slíkra efna sem notuð eru í heiminum í 
bómullarræktun. Ræktun á lífrænni bómull hefur færst í aukana 
en hún nam þó aðeins 1,1% af heimsframleiðslunni árið 2010. Fair 
trade bómull stendur fyrir sanngjörn viðskipti og tryggir bændum 
m.a. lágmarksverð á bómull. Framboðið af lífrænni og fair trade 
bómull er mjög lítið en eftirspurnin fer þó ört vaxandi og munar 
sérstaklega um að margir stórir framleiðendur, svo sem H&M, 
Nike, Adidas, C&A, Levi?s og Walmart, hafa aukið hlut lífrænnar 
bómullar í framleiðslu sinni.
Litun og vefnaður
Úr bómullarþráðunum er spunnið bómullargarn og úr garninu er 
ofið textílefni. Áður en bómullin er spunnin þarf að hreinsa hana 
vel og í það ferli er notað mikið af vatni og hreinsiefnum. Þá er 
ýmsum brögðum beitt til að styrkja og mýkja efnið og þar koma 
allskyns efni við sögu, svo sem vax, parafín, olíur og ætiefni.
Þegar búið er að spinna garnið er það litað og ofið í denim­efni 
eða gallabuxnaefni. Litarefnin, auk annarra efna sem notuð er við 
meðhöndlun á efninu, geta verið skaðleg sé ýtrasta öryggis ekki 
gætt og starfsfólki úthlutað öryggisbúnaði. Litunin fer oftast fram 
í Kína, löndum Suður­Ameríku eða Afríku þar sem litlar kröfur eru 
gerðar um hreinsun á menguðu vatni sem verksmiðjur skila frá 
sér. Jafnvel þótt reglur séu til staðar getur spilling leitt til þess að 
mengað vatn er losað út í umhverfið þar sem það skaðar náttúru 
og dýralíf. Slíkt er tilfellið í Tehuacan í Mexíkó þar sem fjölmargar 
gallabuxnaverksmiðjur eru staðsettar. Blátt mengað vatn rennur út 
úr verksmiðjunum og mengar ræktunarsvæði bænda í nágrenninu.
Sandblásið og steinþvegið
Gallabuxnatískan er síbreytileg og meðal þess sem neytendur eru 
tilbúnir að borga fyrir dýrum dómum eru nýjar buxur sem þó 
líta út eins og notaðar. Til að ná þessu slitna útliti eru buxurnar 
sandblásnar en í því felst að sandi er sprautað af miklum krafti á 
buxurnar. Í sandinum eru kísilagnir sem geta valdið alvarlegum 
lungnaskaða við innöndun. Þótt framleiðslan fari að mestu fram 
utan Evrópu eru enn margar gallabuxnaverksmiðjur í Tyrklandi 
og þar hafa margir verkamenn orðið veikir eftir að hafa unnið 
við sandblástur. Eftir að 40 verkamenn létust af lungnasjúkdómi 
sem kallast kísillunga eða silicosis bönnuðu tyrknesk stjórnvöld 
sandblástur í gallabuxnaverksmiðjum þar í landi. Í mörgum 
öðrum löndum er þessi aðferð enn notuð. Dorte Sörenssen, sem 
starfar hjá Clean Clothes Campaign (CCC) í Danmörku, segir í 
viðtali við danska blaðið Tænk að ekkert standi í vegi fyrir því 
að sandblása á forsvaranlegan hátt en það sé hins vegar dýrt. Þá 
viti verkamennirnir oft ekki hversu hættuleg þessi vinna sé. CCC 
hefur barist fyrir því að framleiðendur hætti sandblæstri og í fyrra 
voru Levi?s og H&M fyrst til að hætta alfarið að selja sandblásnar 
gallabuxur og sífellt fleiri framleiðendur bætast í hópinn. 
Flutningur
Áður en gallabuxur enda í fataskáp neytenda hafa þær staðið 
í miklu og ströngu ferðalagi. Bómullin er ræktuð í einu landi en 
þráð urinn spunninn í öðru. Efnið er síðan ofið í enn öðru landi 
og flutt þaðan í saumaverksmiðjur í fjórða landinu. Að lokum eru 
buxurnar fluttar á markað á Vesturlöndum. Framleiðsla á einu pari 
af gallabuxum tekur svo sannarlega sinn toll af umhverfinu. Það er 
því ábyrgt að nýta gallabuxur, rétt eins og annan fatnað, eins vel 
og hægt er.
16 NEYTENDABLA?I? 3. TBL. 2011 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24