Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						Félagsmaður hafði samband og vildi hrósa verslunum sem 
hafa til taks svokallaðar tvíburainnkaupakerrur. Konan, sem 
á tvö lítil börn, 2 og 3 ára, segist iðu lega lenda í vandræðum 
í verslunum þar sem ein ungis er boðið upp á hefðbundnar 
kerrur. Til tekur kon an nokkrar verslanir sem bjóða upp á 
tvíbura inn kaupa kerrur en þær eru Bónus í Ögur hvarfi, Ikea og 
Fjarðarkaup. 
Margir komast ekki hjá því að taka börnin með í búðina og 
því er það góð þjónusta hjá matvöru versl unum að hafa til taks 
innkaupa kerru sem rúmar tvö börn.   
Með börnin að versla
Á vefsíðunni túristi.is má finna ýmsar upplýsingar um ferðamál. Á 
síðunni segir m.a. frá því að á Leifsstöð sé öllum farþegum gert að 
fara úr skóm við öryggisleit en slíkt sé ekki venja á flestum flug­
völlum í nágrannalöndunum. Ástæða þessa stranga eftirlits hér 
á landi mun vera sú að bandarískir farþegar fara í gegnum sömu 
öryggis leit og aðrir en skv. bandarískum reglum er gert ráð fyrir 
handa hófskenndri leit í skóbúnaði farþega á leið vestur um haf. 
Leitin í Leifsstöð er þó ekki handahófskennd því hingað til hefur 
öll um verið gert að fara úr skóm með tilheyrandi veseni. Lengi vel 
var ekki einu sinni boðið upp á stóla þannig að fólk gæti sest á 
með an það reimaði aftur á sig skóna. Samkvæmt könnun á turisti.
is telja 75% aðspurðra að öryggisreglur um skóbúnað eigi ekki að 
vera strangari í Leifsstöð en í flugstöðvum nágrannaríkjanna.
Túristi.is hefur einnig tekið saman upplýsingar um stundvísi flug­
félag anna Icelandair og Iceland Express. Nýjustu tölur sýna að bæði 
flug félögin hafa bætt sig og var stundvísi Icelandair með besta móti 
en Iceland Express á enn nokkuð í land.
Öryggisleit og seinkanir flugfélaga
Í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að 
óheimilt sé að forverðmerkja matvörur svo sem kjöt og osta 
hefur það færst í vöxt að kjötiðnaðarstöðvar staðli þyngdir á 
vörum sínum. Þetta á meðal annars við um niðursneitt álegg 
og pylsur. Neytendasamtökunum hafa borist efasemdir frá 
neytendum um að þetta sé ekki mögulegt og að ekki geti verið 
um nákvæma vigtun að ræða. 
Það mun víst einfalt að staðla þyngd og minnt er á að vogir 
eiga að vera löggiltar. Nýleg könnun Neytendastofu leiddi hins 
vegar í ljós að nokkuð er um ónákvæma vigtun. Mikilvægt er 
því að hafa eftirlit með þessum markaði.
Er hægt að staðla 
þyngd á kjötvörum?
18 NEYTENDABLA?I? 3. TBL. 2011 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24