Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						Niðurstöður könnunarinnar
Á heimasíðu Neytendasamtakanna má sjá töflu með 85 mynda­
vélum, en hér í blaðinu eru einungis birtar niðurstöður fyrir vélar 
sem eru með hærra en 3 í heildareinkunn. Félagsmenn geta prentað 
töfluna út og farið með hana í verslun til að skoða hlutlaust gæða­
mat á staðnum. Taflan er á læstum síðum fyrir félagsmenn á 
heima síðunni www.ns.is. 
Ódýrar en ágætar myndavélar
Þrjár vélar frá Panasonic (Lumix DMC­S3, DMC­S1 og DMC­FP1) 
hafa sæmileg myndgæði og eru fjölhæfar, auðveldar í notkun og á 
góðu verði. DMC­S3 og DMC­S1 eru báðar ódýrastar hjá Max, en 
kosta aðeins einni krónu meira hjá Sjónvarpsmiðstöðinni. DMC­S3 
kostar aðeins meira, en tekur betri kvikmyndir en DMC­S1. 
Vél sem fær góða einkunn og er á hagstæðu verði
Nikon Coolpix L120 fékk háa einkunn. Hún er jafnframt í ódýrari 
kantinum og kostar 54.000 kr. í Beco. 
Vatnsheldar vélar sem fá lélegar einkunnir
Það gæti verið ástæða til að forðast Fujifilm FinePix XP10 og 
XP30. Báðar eru vatnsheldar myndavélar og kosta tæplega 40.000 
kr., en koma  frekar illa út úr könnuninni.
Veldu hvaða hæfileika þú vilt
Almennt sýnir taflan mjög skýrt að dýrari myndavélar hafa marga 
eiginleika. Þær eru aðeins auðveldari í notkun og taka betri ljós­
myndir og kvikmyndir. Spurningin er samt hvort bestu mynda­
vélarnar hafi fleiri eiginleika en þú hefur þörf fyrir? Margir geta 
líklega sætt sig við myndavél sem gerir mikilvægustu hluti bara 
ágætlega ef hún er ódýr og sæmilega nothæf. Stundum er keypt 
myndavél fyrir ungt barn eða aukamyndavél til að geyma í vinnu 
eða í bíl og í þeim tilfellum getur einföld vél dugað vel. Ef þú hefur 
hinsvegar sérþarfir ? og margir hafa þær í sambandi við vinnu, 
fjölskyldu eða áhugamál ? þá borgar sig að greina þær og leggja 
smá vinnu í að finna myndavél sem þjónar þér sem best.
Verð í útlöndum
Ef leið þín liggur til útlanda á næstunni borgar sig að kaupa 
mynda vél þar ef hún er í ódýrari kantinum. Dýrari vélar rúmast 
mögu lega ekki innan tollfríðinda ferðamanna við komu til landsins 
(farþegar mega taka vörur að verðmæti allt að 65.000 kr. með sér, 
en enginn einn hlutur má kosta meira en 32.500 kr.) Að kaupa 
Nikon Coolpix L120 í Bandaríkjunum rétt sleppur því hún kostar 
29.250 kr. í ristastóru J&R tækjabúðinni í New York en hún kostar 
54.000 kr. á Íslandi. Panasonic Lumix DMC­S3, sem kostar 19.989 
kr. á Íslandi, kostar um það bil 11.700 kr. frá Amazon.com eða 
15.900 kr. frá Amazon.co.uk. 
 
Nikon Coolpix L120 fær mjög góða einkunn en er ekki eins dýr og 
sumar svipaðar myndavélar.
Panasonic Lumix DMC­S3 fær einkunnina 3 sem er hæsta einkunn 
meðal mynd avéla undir 20.000 kr.
Fujifilm FinePix XP10 og XP30 eru frekar dýrar vatnsheldar mynda­
vélar sem fengu áberandi lélegar einkunnir eða 2 í heildareinkunn.
21 NEYTENDABLA?I? 3. TBL. 2011

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24