Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neytendablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neytendablašiš

						Neytendasamtökin fengu eftirfarandi fyrirspurn frá félagsmanni:
?Ég keypti mér hvítvínsglas á kaffihúsi á dögunum sem kostaði 1.000 kr. Mér fannst hins vegar 
ansi lítið í glasinu sem var bara hálft eða nokkrir sopar. Ætti rétt magn ekki að vera 175 ml í 
hvítvíns­ og rauðvínsglasi eða 5 glös úr 1 flösku??
Kári Gunndórsson hjá neytendaréttarsviði Neytendastofu sagði í samtali við Neytendablaðið 
að veitingastöðum sé skylt að hafa matseðil með verðskrá við inngöngudyr og jafnframt sé 
skylt að tilgreina magn við verðupplýsingar um drykkjarföng. Þetta þýðir að veitingastaðir 
eiga alltaf að upplýsa hversu mikið magn þau setja í gos­, bjór­ og vínglösin. Hvað varðar 
léttvínin sérstaklega bendir Kári á að algengasta glasastærðin sé 18,75 cl (187,5 ml) eða ¼ úr 
flösku. Veitingastaðir geti hins vegar sjálfir ákveðið glasastærðina enda komi upplýsingar um 
magn ávallt fram á vínseðli.
Magn í vínglasi
? verður að koma fram á matseðli
Betri merkingar á matvæli
Leyfilegt að merkja erfðabreyttan mat
Ný lög um merkingar á matvælum voru loksins samþykkt í Evrópu sambandinu í sumar. Helstu 
nýmæli eru þessi:
? Leturstærð á umbúðum má ekki vera minni en 1,2 mm.
? Ferskur fiskur og kjöt verður merkt upprunalandi.
? Skylt verður að veita upplýsingar um næringargildi á umbúðum (þ.e. um orku, prótín, 
fitu, mettaða fitu, kolvetni, sykur og salt) en þess hefur ekki þurft hingað til nema í 
undantekningartilfellum.
? Skylt verður að merkja ofnæmisvalda með áberandi hætti.
? Skylt verður, þegar við á, að greina frá því hvaða tegund jurtaolíu (sojaolía, pálmolía, 
sólblómaolía o.s.frv) er um að ræða en þess hefur ekki þurft til þessa.
? Svokölluð nano­efni verða merkt.
Umferðarljós og merkingar framan á umbúðum
Evrópusamtök neytenda (BEUC) börðust fyrir því að merkingar um næringargildi yrðu hafðar 
framan á umbúðum en af því varð ekki. Einnig vildu samtökin að skylt yrði að nota svokölluð 
umferðarljós á matvæli þar sem litirnir grænn, gulur og rauður segja til um magn fitu, salts og 
sykurs í matvöru. Framleiðendur hafa almennt lagst gegn slíkum merkingum en BEUC hafa 
tilkynnt að umferðarljósin verði áfram baráttumál hjá samtökunum.
Nú í sumar gerðu fleiri en 100 lönd með sér samning um að einstaka löndum væri frjálst að 
setja sér reglur um merkingar á erfðabreyttum mat. Svo undarlegt sem það kann að hljóma hafa 
lönd hingað til átt á hættu að Alþjóðaviðskiptastofnunin gerði athugasemdir við slíkar reglur á 
þeim forsendum að um væri að ræða viðskiptahindrun. Í 20 ár hafa ríki reynt að ná saman um 
þetta mál og hafa Bandaríkin helst lagst gegn því. 
Alþjóðasamtök neytenda fagna þessum mikilvæga áfanga enda eru merkingar  forsenda þess að 
neytendur geti tekið meðvitaða ákvörðun. Þá er einnig mikilvægt að neytendur geti fylgst með 
því hvort neysla á erfðabreyttum mat hafi einhver óæskileg áhrif í för með sér og komið slíkum 
upplýsingunum áfram til yfirvalda.
Á Íslandi hefur verið sett reglugerð um merk ingar á erfðabreyttum mat en inn leiðingu henn ar 
var frestað á síðustu stundu.
22 NEYTENDABLA?I? 3. TBL. 2011 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24