Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 29
Litli-Bergþór 29 Þegar staðið er á brekkubrúninni fyrir ofan Tungnaréttir blasir við manni náttúrufegurð ásamt mannvirkjum sem maðurinn hefur smíðað inn í landslagið. Þessi mannvirki hafa mótað mannlífið og ásýnd þess hér í Tungunum áratugum saman. Nú er verið að endurbyggja réttirnar sem standa hér og hafa verið vettvangur iðandi mannlífsfagnaðar ár hvert. Norðan réttanna blasir við Tungufljótsbrúin, skemmtilega kubbsleg og nakin, klemmd inn á milli árbakkanna. Undir hana streymir Tungufljótið að því er virðist meinleysislegt þar til það hringar sig utan um Tungnaréttirnar og fellur niður hamrabeltið í fossi sem ber í dag nöfnin Vatnsleysufoss og Faxi. Við þessa brú varð hins vegar eitt alvarlegasta bílslys sem þá hafði orðið hérlendis þegar fólksbíll náði ekki beygjunni niður brekkuna við brúna og endaði í fljótinu með þeim afleiðingum að þrjár konur drukknuðu, eldri kona og tvær dætur hennar. Móðirin var önnur konan til að öðlast rétt til setu á alþingi, og hafði gegnt mörgum merkum störfum við líknar- og félagsmál auk þess að hafa gefið út nokkrar skáldsögur. Hún og fjölskylda hennar var vel kunn almenningi og andlát hennar olli þjóðarsorg. Fyrirsögn þessarar greinar dregur nafn sitt af svari trúaðs manns við spurningunni hvar Drottinn hefði verið þá er hann tókst á við djúpa sorg í kjölfar drukknunar konu sinnar og tveggja dætra í Tungufljóti 20. ágúst 1938. Hádegisverður vegavinnuflokksins Laugardaginn 20. ágúst var vegavinnuflokkur undir stjórn Ólafs Guðjónssonar, verkstjóra frá Eyrarbakka, kominn til tjalda sinna á austurbakka Tungufljóts við Tungufljótsbrúna til hádegisverðar. Flokkurinn vann við veglagningu frá brúnni og niður eftir Eystri- Tungunni í átt að Króki og Bræðratungu. Hópurinn var kominn í skúrinn og var að búa sig undir að hlusta á erlendu hádegisfréttirnar í útvarpinu um hálf eitt leytið þegar þau heyra eitthvað hljóð koma að utan sem líktist neyðarópi. Ráðskonan, Pálína Björgólfsdóttir, fór út til að vita hvað væri á seyði og sá þá mann skammt frá sem var holdvotur og berhöfðaður. Hún fór til móts við hann en hann gat ekki komið upp orði heldur gaf frá sér ámátleg hljóð og bandaði hendinni til vesturs í átt að brúnni. Pálína sér þá annan mann standa þar vestan árinnar við vegamótin fyrir ofan brúna og heyrir frá honum neyðaróp. Hún áttar sig á því að eitthvað alvarlegt hefur gerst og kallar á mennina í vegavinnuflokknum. Þrátt fyrir að smá tími hafi liðið frá því að Pálína sér blautan manninn fyrst þar til vegavinnumennirnir koma að honum þá er hann enn svo örmagna að hann getur ekki komið upp orði. Hann gefur einungis frá sér ámátleg hljóð og bandar til Tungufljótsins. Þeir hlaupa því samstundis yfir brúna til hins mannsins sem þar stendur. Hann er hins vegar einnig aðframkominn og blautur og getur ekki sagt frá því sem hefur gerst en bendir aftur á móti niður í hyldýpið fyrir neðan brekkuna um leið og hann stynur upp úr sér: „Þær eru þrjár.“ Vegavinnumönnunum var nú orðið ljóst að alvarlegt slys hafði orðið. Þeir sendu því strax mann vestur að Vatnsleysu þar sem næsta símstöð var til húsa og þar sem Erlendur Björnsson hreppstjóri var búsettur. Mennirnir sem eftir voru við brúna drifu hins vegar blauta og aðframkomna mennina inn í vegavinnutjöldin og gáfu þeim heita mjólk að drekka og klæddu í hlý og þurr föt. Hresstust þeir brátt við þetta en þó tók það mun lengri tíma að koma manninum, sem Pálína hafði séð fyrr, til sjálfs síns því hann skalf mikið og það var ekki fyrr en hann hafði fengið sterkt og rjúkandi heitt kaffi sem hann fór að styrkjast. Eftir því sem þeir styrktust fengu þeir grun sinn um alvarleika slyssins staðfestan enda kom í ljós að í bíl mannanna sem steypst hafði í fljótið voru enn þrjár konur, mæðgur, og þar af ein þeirra vanfær. Sumarleyfisferðin örlagaríka Mennirnir tveir sem birtust holdvotir við hádegisverð vegavinnuhópsins voru Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason og Arnold Pedersen (blaðamennirnir sem fjölluðu um málið skrifa reyndar nafn hans einnig Petersen en hér held ég mig við Pedersen ritháttinn). Sigurbjörn hafði verið ásamt konu sinni Guðrúnu Lárusdóttur og tveim dætrum í sumarfríi, Sigrúnu Kirstínu og Guðrúnu Drottinn er í djúpinu Banaslysið við Tungufljótsbrú 1938 Skúli Sæland skráði

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.