Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Ragga. Inga Rún gítarleikari hafði 
lært á klassískan gítar en einnig 
verið að spila með Upplyftingu og 
hafði rafgítarreynslu þannig að hún 
small inn. Svo var það Herdís bassa-
leikari sem hafði verið að semja lög, 
sem var svo frábært, og fantaflink 
á bassann. Þarna voru Grýlurnar 
komnar og af því að ég hafði minnst 
á þetta í þessu viðtali, þá var ég svo-
lítið búin að stilla mér upp við vegg,? 
segir Ragga. ?Það biðu allir eftir 
þessu og það var mikil pressa, en 
næsta ögrun var að segja já við því 
að spila á fyrstu tónleikunum, sem 
voru í Austurbæjarbíói,? segir hún. 
?Þetta var tíu dögum eftir að band-
ið var stofnað og við vorum skelfi-
legar. Örugglega eins heimskulegt 
og hægt er að hugsa sér að segja já 
við þessu,? segir Ragga með glotti.
?Það kom umfjöllun á bakhliðinni 
á DV með mynd af okkur, þar sem 
stóð ?Ekki nógu góðar Grýlur,? seg-
ir Ragga. ?Skotleyfið hafði verið gef-
ið og við skotnar í kaf. ?Ég gleymi 
ekki stundinni í æfingarhúsnæðinu 
daginn eftir. Ég var með ábyrgðina 
á þessu klúðri og varð því að taka 
peppstund. ?Þetta var bara frábært 
stelpur! Eftir þetta er leiðin aðeins 
upp á við. Nú fáum við að vera í friði 
og byrjum bara að æfa.? Svo þetta 
var kannski ekki svo slæmt að fá 
þessa útreið í DV,? segir Ragga. 
Rafmagnið tekið af
Grýlurnar gáfu út smáskífu þar 
sem lagið Fljúgum hærra eftir Jó-
hann G Jóhannsson var á, og varð 
vinsælt. Sveitinni fór mikið fram 
og árið 1983 kom út stóra platan, 
Mávastellið. Ragga segir að um-
talið um Grýlurnar hafi alltaf verið 
gott, en hún sagði samt að margir 
strákanna í bransanum hafi ekki 
verið að fíla þetta. 
?Veit ekki hvort það var vegna 
þess að þetta var kraftmikil og 
ákveðin kvennarokkhljómsveit 
sem var alls ekki að afsaka sig eða 
þeim fannst við ekki nógu flinkar. 
Það mætti líkja þessu við fótbolt-
ann þar sem kvennafótbolti fór í 
taugarnar á mönnum í byrjun af því 
þær voru ekki alveg komnar með 
æfinguna eða milljón ára reynslu 
eins og þeir,? segir Ragga. ?Nú eru 
þær loksins að fá viðurkenningu. 
Konur þurfa greinilega að leggja 
sig margfalt fram miðað við karl-
ana svo þær séu marktækar og 
virtar. 
Við spiluðum einu sinni í Sigtúni 
ásamt fleiri hljómsveitum og ein-
hver sló út rafmagnið í miðju lagi 
hjá okkur, ? segir hún. ?Við auðvi-
tað kenndum þekktri karlrembu-
sveit um verknaðinn, þó svo það 
hafi ekki verið staðfest, gott atriði 
svona eftir á og hefur birst í bíó þar 
sem Gærurnar klippa á rafmagns-
vírinn,? segir hún. ?Þeim fannst 
einhver ógn stafa af okkur, við 
vorum þarna komnar inn á þeirra 
heimasvæði. Það voru ósjálfráð 
viðbrögð sem birtust þannig að 
það var gert grín að okkur með 
einhverjum töffarafrösum sem 
eru fyndnir en undir niðri er það 
smá hroki og þar af leiðandi smá 
hræðsla við að missa eitthvert vald 
og stjórnun. 
Það eimir eftir af þessu ennþá 
hjá allt of mörgum sem kannski 
mætti segja að sé einhvers konar 
ávani líka. En ef maður skoðar 
hvar vandinn liggur í bransanum, 
svona yfir höfuð og af hverju kon-
ur hafa sig svo lítt í frammi, held 
ég að hann liggi í því að stjórnunin 
í all flestum ef ekki öllum útgáfu-
fyrirtækjunum er karllæg,? segir 
Ragga. ?Þeir eru komnir með ein-
hverja formúlu sem virkar vel, fyr-
ir þá. Þetta er merkilega geirneglt 
út um allan heim. Þess vegna eru 
þeir búnir að ákveðna hvernig kon-
urnar birtast í þessum bransa, og 
það er lang þægilegast að hafa þær 
eftir þeirra reglum, útlitslega og 
tónlistarlega. Þetta er grunnurinn 
að vandanum. Konur nenna ekki að 
taka þátt í svona rugli sem gengur 
út á þessa formúlu, en við vitum að kon-
ur eru út um allan bæ að búa til tónlist, 
það vantar sko ekki. Nú þarf að birta 
tónlistina eins og þær vilja að hún birt-
ist,? segir Ragga.
Sjúkar Grýlur
?Við fórum þá leið að heita Grýlurnar af 
því að það var svona samheiti yfir ?kell-
ingar? frá Pétri heitnum Kristjáns,? seg-
ir Ragga. ?Ef einhver var sjúk Grýla, 
þá var það mjög flott kona. Með þessu 
var konum haldið aðeins fyrir neðan 
strákana. Við ákváðum bara að fara alla 
leið með þetta og hafa þema sem er að 
gera grín að karlrembunni. Við ákváð-
um að vera Grýlurnar en ekki tröllin í 
fjöllunum og ekki fegurðardrottningar 
heldur konur í vígaham,? segir hún. 
?Við máluðum okkur með einhvers-
konar stríðsmálningu, klæddum okkur 
í blúndubuxur, utan yfir gammósíurnar 
og allt til þess að vera með kaldhæðni á 
það sem átti að vera sexí. Allir textarn-
ir fjölluðu líka um það hvað karlarnir 
væru æðislegir, í kaldhæðni. Aðdáunin 
og undirgefnin voru mjög ríkjandi um-
fjöllunarþema, sem var okkar sterkasta 
vopn til þess að koma okkar skoðun á 
framfæri,? segir hún. 
Hvernig tóku aðrar stelpur í þetta?
?Þær voru algerlega með okkur í liði,? 
segir Ragga.
?Af því að við gerðum ekki út á staðl-
aða fegurð heldur kraft og dirfsku þá 
fundu aðrar stelpur samsvörun í okkur. 
Stór hópur aðdáenda okkar var í hópi 
samkynhneigðra, bæði konur og karl-
ar,? segir hún. ?Þessir hópar eltu okkur 
hvert á land sem var. Eftir að við vorum 
með í bíómyndinni Með allt á hreinu, 
með Stuðmönnum, fengum við alveg 
helling að gera og vorum við þakk-
látar fyrir þá snilld,? segir Ragga. ?Við 
spiluðum í Skandinavíu þar sem við 
fengum feiknalega góðar viðtökur, og 
Steinar Berg, sem þá var plötuútgefandi 
hér heima, vildi endilega gefa okkur 
út á Norðurlöndunum,? segir hún. ?Þá 
vorum við komnar í mikinn ham og til 
þess að gera langa sögu stutta þá gáf-
ust stelpurnar upp, og málið var dautt,? 
segir Ragga.
Bjóst við meiri áhrifum
Grýlurnar ruddu ákveðna braut hvað 
varðar kvennahljómsveitir á Íslandi. 
Það hafa þó ekki verið margar eftir 
þeirra daga sem eru skipaðar eingöngu 
konum, en konum fer fjölgandi sem 
semja tónlist og spila í hljómsveitum, 
hvort sem þær eru einar með strákun-
um, eða í meirihluta. Ragga segir þó að 
hún væri til í að sjá fleiri. 
?Ég hélt á sínum tíma að það yrði 
meiri gróska en varð,? segir hún. ?Það 
voru svo margar stelpur sem komu 
í prufurnar að ég hélt að þær myndu 
bara stofna sínar eigin hljómsveitir. 
Þetta var og er mikið hark og þú getur 
ekki gert mikið annað með. ?Stelpur 
hafa í grunninn aðra sýn og tilfinningu 
í tónlist en karlmenn, sem er frábært að 
átta sig á og samþykkja, en það er ekki 
endilega það sem rokkbransinn í sínu 
karllæga formi býður upp á í heimin-
um. Konur eignast líka börn, sem tekur 
tíma. Það tekur tíma að ganga með þau 
og ala þau upp,? segir Ragga. 
?Það getur verið mjög erfitt að byrja 
aftur eða halda áfram. Vonandi á þetta 
eftir að breytast og verða aðgengilegra 
fyrir konur. Það gerist ef konur taka 
í taumana og setja línuna eins og þær 
vilja hafa hana. Það þarf kjark í það því 
þessi karllægi yfirmannabransi er ansi 
valdamikill og sterkur,? segir hún. ?En 
konur þurfa ekki að sanna sig með því 
að vera eins og karlmenn. Gleymum því 
rugli. Það held ég að sé mikilvægast 
í þessu. Þær geta opnað dyrnar fyrir 
jafnt konum sem körlum og þegið að 
slíkt hið sama sé fyrir þær gert. Ég 
vil gagnkvæma virðingu og jafnrétti 
kynjanna á öllum sviðum og þannig 
verður það.?
Eiga Grýlurnar eftir að koma saman?
?Nei, það verður ekki,? segir Ragga 
Gísla, með bros á vör ? og við það situr.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
En konur 
þurfa ekki 
að sanna sig 
með því að 
vera eins og 
karlmenn. 
Gleymum 
því rugli. 
Það held ég 
að sé mikil-
vægast í 
þessu. 
viðtal 17 Helgin 19.-21. júní 2015
Hulstur
að verðmæti
4.990 kr.
fylgir
Sá allra besti frá 
Samsung
Galaxy S6 frá Samsung hefur slegið í gegn í sumar. 
Nú færðu Clear Cover hulstur, að verðmæti 4.990 kr., 
í kaupbæti með öllum Galaxy S6.*
Nýttu tækifærið!
Vodafone
Við tengjum þig
*Gildir ekki fyrir Samsung Galaxy S6 Edge og aðeins á meðan birgðir endast.
**ÁHK 7,57%
Samsung Galaxy S6 ? 32GB
5.390 kr.
á mán. í 24 mán.**
119.990 kr. stgr.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93