Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Gunnar Smári Egilsson 
skrifar um mat og  
menningu frá Montmartre
gunnarsmari@frettatiminn.is
Þ egar ég fékk send skilaboð frá Fréttatímanum um að allt efni tölublaðsins sem þú ert að lesa ætti að hverfast um konur var ég á leið 
með Sóley, dóttur mína, í ballett í áttunda 
hverfi Parísar. Ég velti fyrir mér í strætónum 
hvernig ég gæti uppfyllt þá kröfu að Matar-
tíminn fjallaði um konur. Er ekki undarlegt 
að skrifa um konur og mat? Þótt karlar hafi 
eignað sér öll svið matar þar sem hægt er 
og keppist um að vera bestir eða ríkastir; 
þá hafa konur alltaf átt og fóstrað allt sem 
skiptir máli í matargerð. Konur og matur 
er álíka undarlegt umfjöllunarefni og kon-
ur og barnauppeldi. Strætóinn var því ekki 
kominn á leiðarenda þegar ég hafði ákveðið 
að svíkjast undan. Ég ætlaði ekki að vera það 
fífl að skrifa um konur og mat í blaðið sem 
þú heldur á.
Þar sem við vorum tímanlega og það var 
fagur og bjartur dagur vildi ég sýna Sóleyju 
húsið númer 23 við rue la Boétie, sem er 
skammt frá rue de la Baume, þar sem dans-
skóli Janinu Stanlowu er til húsa. Húsið 
númer 23 er kannski þekktast fyrir að þar 
hélt Pablo Picasso vinnustofu í mörg ár, frá 
1918 og fram til 1932, og málaði þar mörg 
meistaraverkin. Þetta voru árin sem stór-
stjarnan Picasso varð til. Paul Rosenberg var 
orðinn umboðsmaður hans og sölumaskína 
og Olga Khoklova leiddi hann inn í líf hinna 
ríku og frægu í París. Picasso yfirgaf kúb-
ismann og fór að mála fígúratíft, myndirnar 
urðu súrrealískar, kynferðislegar og frum-
stæðar. Þetta var ekki hans besta tímabil, 
en hann hefur örugglega skemmt sér vel; 
nýríkur og nýfrægur á barmi þess að verða 
ofsaríkur og ofsafrægur.
Sýndi Íslendingur hér?
En ég ætlaði ekki að segja Sóleyju frá 
Picasso. Hún fær örugglega að heyra nóg 
af honum í skólanum. Þar er alltaf verið að 
fræða börnin um einhverja dauða karla. Vor-
misserið hefur verið tileinkað Napóleon. 
Fyrir páska var það Loðvík fjórtándi. Ég 
vildi sýna Sóleyju húsið númer 23 við rue 
la Boétie vegna þess að árið 1930, þegar Pi-
casso var að mála fígúratíft á efri hæðunum, 
var haldin sýning á abstrakt málverkum á 
neðstu hæðinni í Galerie 23.
Þessi sýning er kunn í sögu myndlistar 
hér í bæ og svo sem víðar. Þarna sýndu 
fjölmargir myndlistarmenn verk undir yfir-
skriftinni Cercle et Carré ? hringur og kassi 
? en svo kallaðist líka lausbeislaður hópur 
listamanna sem stóð fyrir sýningum og gaf 
út tímarit til að ryðja abstraktverkum rúm í 
listheimum. Helstu páfarnir í hópnum voru 
hinn spænsk-ungverski Joaquín Torres 
García og Belginn Michel Seuphor. Þótt 
þetta séu virtir listamenn báðir tveir þá voru 
þeir eftir á að hyggja ekki stærstu stjörnurn-
ar í hópnum því meðal listamanna sem áttu 
verk í Galerie 23 um vorið 1930 voru Wassily 
Kandinsky, Jean Arp, Fernand Léger, Piet 
Mondrian, Le Corbusier og margir fleiri sem 
áttu eftir að verða miklir áhrifavaldar á list 
og menningu aldarinnar. Og síðan voru aðrir 
sem eru nú minna kunnir. Meðal annars ís-
lensk kona; Ingibörg Stein Bjarnason.
Sápur og dans
Ástæðan fyrir því að ég vildi segja Sóleyju 
frá Ingibjörgu Stein Bjarnason var að Inga 
Bjarnason, kjöramma Sóleyjar og nafna 
Gleymda konan
Nú þegar stytta af Ingibjörgu H. 
Bjarnason verður afhjúpuð á 19. júní 
til að minnast kvenréttindastarfs 
hennar er ágætt að rifja upp söguna 
af nöfnu hennar og bróðurdóttur, 
Ingibjörgu Stein Bjarnason, sem hélt 
myndlistarsýningu í París árið 1930 
með Kandinsky, Arp, Léger, Piet, Le 
Corbusier og fleiri meginsnillingum 
og bjó til krem og sápur úr íslenskum 
kindamör.
og bróðurdóttur Ingibjargar Stein, var í 
heimsókn hjá okkur í París og hafði á orði 
við Öldu Lóu, konuna mína, meðan hún var 
að útbúa sápur og smyrsl að Ingibjörg Stein 
Bjarnason hefði lært að gera slíkt hjá Helenu 
Rubenstein. Og að hún hefði líka lært að 
dansa eins og Sóley; ekki hjá Janinu Stanlowu 
heldur hjá Isadoru Duncan. Ungum stúlkum 
veitir ekki að góðum fyrirmyndum og ég vildi 
endilega halda þessari vitneskju að Sóleyju. 
Það er því sorglegt hversu lítið við vitum um 
listakonuna Ingibjörgu Stein Bjarnason, sem 
hefur líklega komist næst því allra íslenskra 
myndlistarmanna að standa við straumhvörf í 
listasögunni.
Þar sem ég var að segja Sóleyju frá þessu 
öllu fyrir framan hús númer 23 við rue la 
Boétie, þar sem nú er fasteignasala en ekkert 
gallerí, ákvað ég að segja ykkur líka frá Ingi-
björgu Stein Bjarnason. Það þótt erfitt sé að 
tengja hana við mat sérstaklega og að þessi 
dagur, 19. júní 2015, sé miklu fremur dagur 
nöfnu hennar og föðursystur; Ingibjargar H. 
Bjarnason, sem verður afhjúpuð sem stytta 
á eftir. Það verða nógu margir til að segja frá 
þeirri Ingibjörgu í dag. Við skulum skoða 
hina Ingibjörguna Bjarnason.
Femínisti í fámenni
Sagan hefst þegar Adeline Rittershaus kemur 
23 ára í annað sinn til Íslands árið 1899. Adel-
ine var menntuð kona í germönskum fræðum 
og átti síðar eftir að hljóta doktorsnafn-
bót. Sem var á þeim árum afrek fyrir konu. 
Adeline fæddist í Barmen í Rínarlöndum, 
bæ sem síðar rann inn í borgina Wuppertal 
(sem hljómar kunnuglega í eyrum Íslendinga 
vegna þess að Viggó Sigurðsson þjálfaði 
handboltalið borgarinnar og með því léku 
Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Geir 
Sveinsson, Valdimar Grímsson og fleiri ís-
lenskir landsliðsmenn). Barmen var fæðing-
arbær Friedrich Engels og þar voru mennta-
menn róttækir og samfélagslega meðvitaðir. 
Þar á meðal faðir Adeline, kaupmaðurinn og 
skáldið Emil Rittershaus. Þegar dóttir hans 
fékk ekki að sækja æðri skóla en mennta-
skóla fyrir það að hún var kona en ekki karl, 
réð Emil kennara til heimilisins svo Adeline 
fengi að mennta sig samkvæmt löngun sinni 
og vilja og sendi hana síðan til háskólans í Zü-
rich í Sviss þegar útséð var um að hún fengi 
inngöngu í þýska háskóla. Frá Zürich lauk 
Adeline ágætu prófi í germönskum fræðum 
og var þá kominn með ákafan áhuga á Íslandi 
og öllu sem íslenskt var.
Adeline kom fyrst til Íslands 1898 og síðan 
aftur árið eftir. Erindið var að safna þjóð-
sögum og læra íslensku, bæði fornt mál og 
nýrra. Til aðstoðar við tungamálanámið réð 
Adeline í seinni ferðinni Þorleif H. Bjarnason, 
málfræðing og kennara við Menntaskólann 
í Reykjavík, son Hákonar Bjarnasonar kaup-
manns og útgerðarmanns á Bíldudal og Jó-
hönnu Þorleifsdóttur. Hákon hafði drukknað 
á besta aldri en Jóhanna rak fyrirtækin í 
nokkur ár en hafði selt þau og flutt með fjöl-
skylduna til Reykjavíkur. Þorleifur var 35 ára 
þegar þau Adeline hittust og, eins og síðar var 
sagt um hann í minningargrein, í allri fram-
komu prúðmenni með afbrigðum, kurteis, 
gætinn, stilltur og góðviljaður. Minningar-
greinar eru náttúrlega ekki óvilhallur vitnis-
burður þar sem þær draga aðeins fram bestu 
hliðar fólks en fela þær lakari. En þannig er 
nú ástin líka; hún sér bara það besta í okkur 
en lætur það lakara ekki trufla sig. Adeline 
Rittershaus hefur því líklega séð kennarann 
sinn einhvern veginn svona. Alla vega kolféll 
hún fyrir honum og þau voru gift ári síðar. 
Öðru ári síðar hafði þeim fæðst stúlkubarn, 
Ingibjörg Bjarnason, og foreldrarnir höfðu 
líka ákveðið að skilja. Auðvitað vitum við lítið 
um hvers vegna. En það má vel ímynda sér 
að Reykjavík um aldamótin 1900 hafi ekki 
verið uppörvandi staður fyrir hámenntaða 
unga þýska konu sem auk þess var harður 
femínisti. Þrátt fyrir ást sína á íslenskri tungu 
og sögu gat Adeline ekki unað hér. Hún valdi 
óskerta geðheilsu, miðevrópska borgarmenn-
ingu og tækifæri til að vinna áfram að því 
sem hún hafði menntað sig til fram yfir prúða 
ástmanninn, næðinginn og fábreytileikann á 
hjara veraldar. Gott hjá henni.
Giftingar og skilnaðir
Og Adeline tók dóttur sína með sér út og ól 
hana upp við menningu, listir og róttækar 
hugmyndir; ekki síst um kvenfrelsi. Adeline 
sótti um kennarastöðu við háskólann í Bonn 
en var hafnað; fyrst og fremst vegna þess að 
hún var kona. Hún sneri því aftur til Zürich 
þar sem hún fékk stöðu við háskólann. Í bók 
sinni um norrænar konur skrifaði Adeline 
að vel mætti meta menningarstig þjóða á 
því hversu mikinn rétt skráð og óskráð lög 
færðu konum. Samkvæmt því var menningar-
stig Þýskalands ekki ýkja hátt á fyrstu árum 
síðustu aldar.
Adeline giftist Theodor Oberländer arki-
tekt árið 1904 en skildi við hann 1920. Þá 
var hún veik orðin. Hún sagði upp stöðu við 
háskólann í Zürich og flutti til Berlínar þar 
sem hún dó 48 ára gömul árið 1924. Ingibjörg 
dóttir hennar var þá 23 ára.
Stuttu síðar giftist Ingibjörg þýskum efna-
manni að nafni Stein, en sem við vitum lítið 
meira um. Og hún fékk berkla, sem urðu 
til þess að eiginmaðurinn yfirgaf eiginkon-
una ungu, að sögn vegna þess að hann taldi 
fullvíst að hún gæti ekki geta fært honum 
erfingja. Ingibjörg kynnist hins vegar ungum 
listamanni á berklahælinu og eignast með 
Endurgerð Michel Seuphor af einu af verkum Ingibjargar Stein 
Bjarnason á sýningu Cercle et Carré.
Ingibjörg Stein í hópi listmannanna við undir-
búning sýningarinnar. Frá vinstri Georges Van-
tongerloo, Joaquin Torres Garcia, Mondrian, 
Florence Henri, Denis Honegger, Margaret Schall 
og Ingibjörg Bjarnason.
Listamennirnir við opnun sýningarinnar í Galerie 
23. Ingibjörg er ljóshærð með hatt fyrir miðri 
mynd. Michel Seuphor heldur um arm hennar.
Ingibjörg H. Bjarnason sat á þingi þegar 
bróðurdóttir hennar fékk styrk til að ljúka 
listnámi.
Adeline Ritters-
haus-Bjarnason 
var menntakona og 
kvenréttindakona 
sem undi sér ekki á 
Íslandi.
44 samtíminn Helgin 19.-21. júní 2015

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93