Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Við Ævar 
erum gömul 
bekkjarsystkin 
og vorum 
meira að segja 
kærustupar í 
gamla daga.
? Sjónvarp nýr Spurningaþáttur á dagSkrá rÚv í jÚní
Gettu betur og Útsvarið í eina sæng
RÚV mun í lok mánaðarins sýna 
spurningaþátt þar sem sigurliðunum 
úr Útsvari og Gettu betur verður att 
saman í einhverskonar blöndu af báð-
um þáttum. Sigurlið Menntaskólans 
í Reykjavík úr Gettu betur mun þá 
mæta sigurliði Reykjavíkur sem hef-
ur unnið Útvarið undanfarin tvö ár. 
Þátturinn verður í umsjá þeirra 
Björns Braga Arnarssonar og Þóru 
Arnórsdóttur sem hlakka til. ?Ég 
veit voðalega lítið um þetta ennþá en 
ég er sannfærð um að þetta verður 
mjög skemmtilegt, engin hætta á 
öðru,? segir Þóra. 
Gettu betur lið MR mun þurfa að 
fara í leikþrautina á meðan Útsvarsl-
ið Reykjavíkur mun þurfa að svara 
hraðaspurningum. Þannig munu 
þættirnir blandast saman meðal 
annars. Stefán Pálsson mun semja 
spurningarnar og Sveinn Guð-
marsson verður dómari. Þátturinn 
er fyrirhugaður á dagskrá RÚV 26. 
júní næstkomandi og er aðeins einn 
þáttur fyrirhugaður.
Skarphéðinn Guðmundsson, 
dagskrárstjóri RÚV, segir að þessi 
hugmynd hafi komið upp í vor. ?Við 
ákváðum bara að kýla á þetta enda 
er sumarið tíminn til að slá hlutun-
um upp í lauflétt grín og hæfilegt 
kæruleysi. Eins og stemmningin 
í þættinum verður... þótt liðin séu 
vissulega skipuð brjáluðu keppnis-
fólki sem efalaust mun leggja allt í 
sölurnar.? -hf
Þóra Arnórsdóttir og 
Björn Bragi Arnarsson 
stýra þætti þar sem 
sigurliðum Gettu betur 
og Útvars verður att 
saman.
Birna Hjaltalín og 
Pálmi Gestsson, pabbi 
hennar, á frumsýningu 
Albatross fyrir vestan 
á dögunum. Þau leika 
bæði í myndinni. 
? Bíó Birna Hjaltalín pálmadóttir leikur í kvikmyndinni alBatroSS
Birna Hjaltalín Pálmadóttir þreytir 
frumraun sína í leiklist í kvik-
myndinni Albatross sem frumsýnd 
var í vikunni. Þar leikur hún meðal 
annars með stórleikaranum Pálma 
Gestssyni ? pabba sínum. Birna er 
ánægð með útkomuna en kærasti 
hennar í myndinni var kærasti 
hennar í gamla daga.
É g var með stóran hnút og feitan í maganum á frumsýningunni en þetta var bara allt í lagi. Ég var sátt 
við útkomuna, þeir létu mig líta ágætlega 
út,? segir Birna Hjaltalín Pálmadóttir.
Birna er einn leikara í kvikmyndinni 
Albatross sem frumsýnd var í vikunni. 
Þetta er í fyrsta skipti sem Birna leikur en 
hún á reyndar ekki langt að sækja hæfi-
leikana, hún er dóttir hins kunna leikara 
Pálma Gestssonar sem jafnframt leikur 
í myndinni.
Í Albatross segir af Tómasi sem leggur 
framtíðarplönin á hilluna og eltir kærustu 
sína vestur á firði þar sem hann ræður sig 
í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungar-
víkur. Þar kynnist hann ýmsum kynleg-
um kvistum, til að mynda afar metnaðar-
fullum yfirmanni sem leggur allt undir til 
að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík. 
Tómasi líst ekki beint á blikuna en lætur 
sig þó hafa þetta fyrir ástina. Hann verður 
því ekki par hrifinn þegar í ljós kemur að 
hann er ekki órjúfanlegur hluti af fram-
tíðarplönum kærustunnar. 
Birna leikur kærustu Tómasar en það 
er Ævar Örn Jóhannsson sem leikur Tóm-
as. Pálmi Gests leikur hinn afar metnað-
arfulla yfirmann Tómasar á golfvellinum. 
Myndin var tekin upp í Bolungarvík og 
flestir sem komu að henni eru þaðan eða 
tengdir bænum. ?Þetta er Víkaramynd. 
Við Ævar erum gömul bekkjarsystkin og 
vorum meira að segja kærustupar í gamla 
daga,? segir Birna og hlær. 
Leikstjóri Albatross er Snævar Sölva-
son og þetta er hans fyrsta mynd. Eftir-
vinnsla myndarinnar var fjármögnuð í 
gegnum Karolina Fund og mun hún vera 
fyrsta leikna kvikmyndin sem fjármögn-
uð er í gegnum síðuna. 
?Snævar spurði mig bara hvort ég væri 
til í að taka mér smá hlutverk og ég sagði 
bara já enda er alltaf gaman að prófa eitt-
hvað nýtt,? segir Birna um þessa frum-
raun sína í leiklist. Hún hefur þó verið 
viðriðin kvikmyndir áður, vann bæði að 
kvikmynd eftir Lýð Árnason og kvik-
mynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, sem 
tekin var fyrir vestan í fyrra. ?Annars er 
ég í fjarnámi í sálfræði við HA og á þrjá 
stráka sem ég er í kapphlaupi um að sinna 
sem best. ?Svo er ég að byrja með smá 
ferðaþjónustu í litlu húsi sem við maður-
inn minn vorum að kaupa og hef verið að 
?gæda?,? segir Birna þegar hún er spurð 
um dagleg viðfangsefni sín.  
Hvernig var svo að leika á móti pabba 
gamla?
?Það var ótrúlega skemmtilegt að fá 
að vera í mynd með honum þó ég hafi nú 
ekkert leikið á móti honum. Það kemur 
kannski einhvern tímann. Það var sannar-
lega gaman að sjá hann vinna vinnuna 
sína. Svo var þetta auðvitað frábært fólk 
sem var að vinna að þessari mynd og frá-
bær stemning í hópnum.?
Hvað segir þitt heimafólk um myndina 
og þína frammistöðu?
?Það voru allir mjög ánægðir og ég hef 
verið kölluð stórstjarna og fleira í búðinni 
og sundlauginni. Þetta eru stór komment 
og ég bara roðna og blána. Hér erum við 
auðvitað á heimavelli og allir þekkja alla 
en fólk er rosa sátt,? segir Birna sem nú er 
komin til Reykjavíkur í stutt frí. Hún ætl-
ar einmitt að nota tækifærið og sjá mynd-
ina aftur ? í stórum bíósal og er forvitin 
að sjá viðbrögð hlutlausra. ?Ég lauma mér 
inn í salinn svo enginn þekki mig,? segir 
hún og hlær.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Kölluð stórstjarna meðal  
heimamanna í Bolungarvík
Barnadagur í Viðey á 
sunnudag
Bríet blómálfur og Skringill skógarálfur 
bjóða gesti Viðeyjar velkomna á náttúru-
jógasýningu sunnudaginn 21. júní klukkan 
13.30. Tilefni sýningarinnar er að Skringill 
er í vandræðum. Hann þarf á hjálp sem 
flestra að halda. Bríet kann nokkur ráð, 
jógadýrin fleiri og amma Bríetar lumar á 
einhverju í pokahorninu. Allt virkar þetta 
betur ef allir sem koma hjálpa til. Eina 
sem þarf að gera er að greiða í ferjuna og 
koma út í Viðey. Mælt er með því að fólk 
taki með sér teppi til að sitja á og koma sér 
þægilega fyrir á grasinu, hægra megin við 
Viðeyjarstofu. Sama dag er barnadagur 
í Viðey og því frítt að taka þátt í öllum 
viðburðum á eyjunni. Stórskemmtileg 
skemmtun fyrir börn og fullorðna. 
Prins Póló á 
Norðurlandi
Norðanmenn og -konur eiga góðar stundir 
í vændum því hljómsveitin Prins Póló 
heldur tvenna tónleika þar um slóðir um 
helgina. Í kvöld, föstudagskvöld, verður 
sveitin á Kaffi Rauðku á Siglufirði og á 
laugardaginn á Græna hattinum á Akur-
eyri. Aðalmaðurinn í Prins Póló er sem 
fyrr Svavar Pétur Eysteinsson en hina 
konunglegu hirð skipa þau Kristján Freyr 
Halldórsson, Berglind Häsler, Benedikt 
Hermann Hermannsson og Axel Árnason. 
Prins Póló hyggst leika sín allra bestu lög 
á tónleikunum fyrir norðan sem hefjast 
báðir klukkan 22. 
Blur á íslensku
Útvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn 
Freyr Eyjólfsson sagði frá því á facebook 
síðu sinni í vikunni að hann hefði skellt sér 
á tónleika með með bresku sveitinni Blur 
í Zenith höllinni í París í vikunni. Það sem 
telst til tíðinda er að á meðan Blur fluttu 
lagið To The End birtist á risaskjá setningin 
?Ástin er best?, já á íslensku. Damon Al-
barn hefur því enn ekki læknast af Íslands-
bakteríunni sem hann fékk á seinni hluta 
tíunda áratugarins.
Hljómsveitin Of Monsters and 
Men fer vel af stað með aðra plötu 
sína, Beneath the Skin. Platan kom 
út í síðustu viku og skaust beint í 
þriðja sæti Billboard-metsölulist-
ans í Bandaríkjunum. Samkvæmt 
upplýsingum frá Records Records, 
útgefanda sveitarinnar á Íslandi, 
seldust 61.000 eintök af plötunni 
í síðustu viku, og þar af voru 
57.000 heilar plötur. Þetta er besti 
árangur sveitarinnar á Billboard-
listanum og flest seldar plötur á 
einni viku fyrir sveitina til þessa. 
Fyrsta plata OMAM, My Head Is 
an Animal, sem kom út árið 2012 
utan Íslands náði hæst í 6. sæti 
listans með 55.000 eintök seld.
OMAM í þriðja 
sæti á Billboard
70 dægurmál Helgin 19.-21. júní 2015
kauptúni 3   |   sími 564 4400   |   vefverslun á www.tekk.is
Opið mánudaga?laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18
ÚTSALA!
20?60% 
AfSLáTTur
Af öLLum vörum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93