Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands gengu á fund ríkisstjórnarinnar í byrj- un febrúar og gerðu henni grein fyrir áhyggjum sambandsins af atvinnu- og byggðamálum á landsbyggðinni, sem síðustu ár hefur átt verulega undir högg að sækja með tilheyrandi fólks- flótta. Þetta gerist á sama tíma og góð- æri ríkir í efnahagsmálum og mikil þensla er á vinnumarkaði á höfuðborg- arsvæðinu. Málefni fiskvinnslufólks voru einnig til umræðu á fundinum enda hafa uppsagnir í fiskvinnslu verið mjög tíðar síðustu vikur. Lagðar voru fram eftirfarandi spurningar sem Starfsgreinasambandið óskar eftir að fá svör við frá ríkistjórn Íslands sem fyrst: Hver er stefna stjórnvalda í byggða- og atvinnumálum? Hvernig er hægt að minnka útflutning á óunnum fiski? Er hægt að tryggja að íslensk fisk- vinnsla fái ávallt tækifæri á að bjóða í allan fisk sem er veiddur innan ís- lensku lögsögunnar? Er hægt að gera fiskvinnsluhúsum án útgerðar kleift að eignast kvóta? Hvernig er hægt að tryggja starfsöryggi fiskvinnslufólks? Hver er stefna hins opinbera í málefn- um atvinnulausra? Geta stjórnvöld beitt sér fyrir því að sett verði á legg nefnd sem rannsaki afleiðingar þess þegar stór fyrirtæki og atvinnutæki eru seld á milli byggðarlaga? Starfsgreinasamband Íslands lýsir sig reiðubúið að koma að þeirri vinnu sem til fellur vegna ofangreindra verk- efna. Þá hefur Starfsgreinasambandið myndað starfshóp sem vinna á drög að sjávarútvegsstefnu sambandsins þar sem hagsmunir landverkafólks verði hafðir að leiðarljósi bæði varðandi at- vinnu- og starfsöryggi. Fiskvinnslu- fólk, sem af trúmennsku hefur unnið þau störf sem um aldaraðir hafa, brauðfætt þessa þjóð getur ekki lengur sætt sig við að vera afskipt í umræð- unni um sjávarútvegsmál. Marka verð- ur nútíma sjávarútvegsstefnu sem taki mið af hagsmunum þessa fólks og byggðarlaganna sem að því standa. Fiskvinnslufólk vill ekki sjávarútvegs- stefnu sem byggir á því að þrjú til fjögur stór útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki á Íslandi verði allsráðandi á markaðnum. Fiskvinnslufólk varar við kerfi sem byggir á því að svokallað „eignarhald“ færist úr byggðarlögun- um inn í stórhýsi olíu- og tryggingar- félaga og til annarra sægreifa. Fiskvinnslufólk telur mikilvægt að sátt náist um stjórnun fiskveiða því af- staðan til stjórnunar fiskveiða hefur skipt þjóðinni upp í marga mismun- andi hópa allt frá því að kvótakerfinu var komið á um áramótin 1983-´84. Frá þeim tíma hefur ríkt mikil óeining um kvótakerfið, þrátt fyrir að gerðar hafi verið á því ýmsar breytingar frá upphafi. Skoðanir okkar taka oftast mið af því umhverfi sem við búum í og þekkjum. Sjómenn, fiskvinnslufólk, útgerðarmenn, trillusjómenn, fisk- verkendur og hinn almenni þjóðfélags- þegn hafa mismunandi hagsmuna að gæta og þar sem hagsmunir þessara hópa eru að miklu leyti mjög ólíkir, gerir það málið mjög flókið meðan ekki næst sátt um. Í þeim vill góður meirihluti sjá breytingar á gildandi fiskveiðistjórnunarkerfi á einn eða annan hátt. Mikilvægt er að kvótakerfinu verði breytt þannig að hluti aflaheimilda verði bundinn við skip og óframseljan- legur. Það er einnig mikilvægt að afla- heimildir verði að hluta til bundnar við byggarlög og/eða fyrirtæki. Ljóst er að ef tekst að binda veiðiheimildir við byggðarlög treystir það til muna byggðina í landinu og eykur t.d. af- komuöryggi fiskvinnslufólks til muna. Ég tel þetta reyndar vera öflugustu að- gerðina í byggðamálum til að sporna við fólksflóttanum af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar tel ég að útspilið með 1500 tonnin, svokallaðan byggða- kvóta, hafa verið illa ígrundaða hug- mynd sem kalli á endurskoðun. Það gengur ekki upp að sjávarútvegskerfið okkar sé þannig uppbyggt að nýir að- ilar geti ekki komist inn í greinina nema með óviðráðanlegum kostnaði. Kerfið þarf að vera þannig uppbyggt að eðlileg nýliðun geti átt sér stað. Það gengur heldur ekki að gera kerfið að of hagrænu kerfi þar sem hagsmunir fólks eru fyrir borð bornir. Það á ekki að þykja sjálfsagt að fólk í sjávarpláss- um verði endalaust að víkja fyrir hag- ræðingunni sem felst í að útgerðar- maðurinn selji allar sína veiðiheimild- ir í annan landshluta og því borið við að það sé þjóðhagslega hagkvæmt. Þá hafna ég uppboði á veiðiheimild- um og veiðileyfagjaldi, sem er auka- skattur á landsbyggðina og aðild að Evrópusambandinu, verði það til þess að við missum yfirráðaréttinn yfir auð- lindinni. Atvinnuhagsmunir og réttarstaða fiskvinnslufólks og sjómanna ásamt hagsmunum byggðarlaganna verða að fá ákveðið vægi í fiskveiði- og sjávar- útvegsstefnu framtíðarinnar. Hvorugt þarf að vera í nokkurri andstöðu við markmið um að hámarka afrakstur líf- ríkisins og hagkvæmni í rekstri. „Stál og hnífur er merki mitt...“ Pistil febrúarmánaðar skrifar Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.