Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 22
22 F R É T T I R Í dag tekur Síldarvinnslan þátt í uppbyggingu Sæsilfurs hf. á lax- eldi í Mjóafirði og er með til- raunaeldi á þorski í sjókvíum í Norðfirði. Einnig stendur félagið fyrir tilraunum á hlýraeldi í Nes- kaupstað. Ákveðið hefur verið að byggja upp laxasláturhús í eldri frystigeymslu félagsins og hefja þar laxaslátrun næsta haust. Síld- arvinnslan er nú meirihlutaeig- andi í fóðurverksmiðjunni Laxá hf. á Akureyri, sem er stærsti framleiðandi á fiskeldisfóðri hér- lendis. Laxinn dafnar vel Fyrstu skrefin í laxeldi Sæsilfurs í Mjóafirði voru stigin í fyrra og nú liggur fyrir reynsla af hinum fyrsta vetri og virðist fiskurinn hafa dafnað bærilega í kvíunum. Rekstrarhorfur laxeldisins í Mjóa- firði eru góðar og verð á eldislaxi er nú komið vel upp fyrir þau mörk sem áætlanir Sæsilfurs gerðu ráð fyrir að næðist árið 2004. 700 tonnum slátrað í haust Sett verða út 1200 þúsund seiði í kvíar Sæsilfurs í Mjóafirði í ár og rúm milljón næsta ár, en á árun- um 2004-2007 er áætlað að setja út 2,1 milljón seiða. Byrjað verð- ur að slátra laxi hjá Síldarvinnsl- unni á hausti komandi og er reiknað með að slátra um 700 tonnum. Árið 2004 er áformað að framleiðslan verði komin í 4000 tonn og árið 2006 í átta þúsund tonn. Strax á næsta ári er veltan áætluð yfir einn milljarður króna og árið 2006 er hún áætluð 2,4 milljarðar, sem er tæpur helming- ur heildarveltu Síldarvinnslunnar í fyrra samkvæmt ársreikningi. Yfir 100 störf eftir fjögur ár? Þessi umsvif eiga eftir að skapa verulegan fjölda starfa á næstu árum. Hjá Síldarvinnslunni er reiknað með að störfin verði orðin 15 á næsta ári, síðan 40 og fjölgar í 65 árið 2006. Ársverk hjá Sæsilfri í Mjóafirði verða að lík- indum orðin 5 í haust, en verða orðin 12 árið 2005. Við þetta bætast svo bein þjónustustörf eins og netagerð, fóðurframleiðsla og pakkningaframleiðsla, en áætlað er að þau verði 10 á næsta ári, en 25 árið 2006. Það er því ljóst, að ef vel tekst til getur laxeldið orð- ið mjög mikil lyftistöng fyrir at- vinnulífið eystra. Myndin sýnir sjókvíar Sæsilfurs í Mjóafirði. Síldarvinnslan í Neskaupstað: Á annað hundrað störf við laxeldi eftir fjögur ár? Á aðalfundi Síldarvinnslunnar hf. sem haldinn var 12. apríl s.l. gerðu Björgólfur Jóhannsson, forstjóri, og Kristinn V. Jóhannsson, stjórnarfor- maður, áform fyrirtækisins varðandi fiskeldi að umræðuefni. Í máli þeirra kom fram að fjárfestingaþörf Síldarvinnslunnar er ekki mikil á næstu árum í grunnstarfsemi félagsins, en fjárfestingar í framtíðinni hljóti að lúta að nýjum greinum sem styðja við grunnstarfsemina svo sem fiskeldi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.