Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 24
24 Þorvaldur er langt frá því að vera nýgræðingur til sjós, en hann hefur stundað sjóinn í 31 ár eða frá 16 ára aldri. Hann hefur fengist við flestar tegundir veiði- skapar en sem fyrr sagði síðustu 12 árin róið á trillunni sinni frá Þorlákshöfn. ,,Þetta er ósköp svipuð vinna og var fyrir 12 árum. Menn tala um að það sé erfitt að hasla sér völl í trilluútgerð en mitt álit er einfaldlega það að menn verði að hafa fyrir hlutunum og standa sig. Það er að vísu allt orðið dýr- ara sem þarf til að stunda þetta, en ekki má gleyma því að fisk- verðið hefur líka margfaldast.“ „Ég er ánægður að vinna í kvótakerfinu“ - segir Þorvaldur Garðarsson trillukarl í Þorlákshöfn sem segist hafa verið þeirri stundu fegnastur að losna úr sóknarstýringarkerfinu ,,Það má segja sem svo að maður sé aldrei alveg fullkomlega ánægður, en mér finnst það starfsumhverfi sem ég vinn í í dag vera alveg vel þolanlegt og það þótt ég miði við hvernig það var þegar ég var að byrja í trilluútgerð fyrir tólf árum,” segir Þorvaldur Garðarsson sem gerir út trilluna Sæunni Sæmundsdóttir RA-60 frá Þorlákshöfn, en Sæunn er 11 brúttótonna 11 metra löng. Fallegur fiskur á leiðinni til vinnslu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.